Arnar Þór: Ungu strákarnir fá stórt hlutverk gegn Albaníu Atli Arason skrifar 25. september 2022 10:45 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Getty/Juan Manuel Serrano Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, telur afar mikilvægt að Ísland sæki til sigurs gegn Albaníu á þriðjudaginn í leik þar sem ungu strákarnir fá að njóta sín. U-21 landsliðið leikur á sama tíma gífurlega mikilvægan leik gegn Tékklandi í umspili um laust sæti á EM yngri landsliða. Eftir sigur Ísrael á Albaníu í gær er ljóst að Ísrael hefur tryggt sér sigur í riðlinum en ekkert lið fellur úr riðlinum þar sem Rússar voru dæmdir úr leik. Ísland getur því annað hvort endað í öðru eða þriðja sæti riðilsins. Arnar útskýrir þó í viðtali við KSÍ TV að enn þá er nóg um að keppa. „Það er helst að nefna tvær ástæður. Annars vegar drátturinn fyrir undankeppni EM núna í október. Með því að enda í öðru sæti riðilsins eigum við möguleika á því að vera í styrkleikaflokk númer tvö fyrir dráttinn,“ sagði Arnar, áður en hann bætti við. „Hins vegar, með því að enda í öðru sæti fyrir ofan Albaníu, gæfi það okkur aukna möguleika að fá að taka þátt í umspilinu í mars 2024, ef við þyrftum á því að halda. Stefnan er að sjálfsögðu sett á að komast inn á EM í gegnum undankeppnina en með því að lenda í öðru sæti þá gætum við orðið eitt þeirra liða sem fær bakdyraleið inn á mótið, sem við þekkjum mjög vel.“ Alls eru 7 leikmenn í A-landsliðshópnum sem eru gjaldgengir í U-21 liðið. Það eru þeir Andri Lucas Guðjohnsen, Elías Rafn Ólafsson, Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Egill Ellertsson, Patrik Sigurður Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason. „Við erum rosalega stoltir af þeim en eins og ég sagði áðan þá er þetta mjög mikilvægur leikur á þriðjudaginn [gegn Albaníu]. Þeir hafa verið að sinna stórum hlutverkum hjá okkur hvort sem þeir hafa byrjað leikinn eða komið inn á.“ „Það er sterkt að vera með góða blöndu í liðinu. Þegar blandan er góð þá eru þeir yngri að læra af þeim eldri og þeir eldri að sækja orku í þá yngri. Það er ekki hollt að vera með of gamalt lið og það er ekki heldur holt að vera með of ungt lið. Þegar þessi blanda er komin þá fá allir þessir leikmenn hlutverk hvort sem þeir eru eldri eða yngri. Ég sé fram á stórt hlutverk fyrir þessa ungu stráka á þriðjudaginn,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Fleiri fréttir Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Sjá meira
U-21 landsliðið leikur á sama tíma gífurlega mikilvægan leik gegn Tékklandi í umspili um laust sæti á EM yngri landsliða. Eftir sigur Ísrael á Albaníu í gær er ljóst að Ísrael hefur tryggt sér sigur í riðlinum en ekkert lið fellur úr riðlinum þar sem Rússar voru dæmdir úr leik. Ísland getur því annað hvort endað í öðru eða þriðja sæti riðilsins. Arnar útskýrir þó í viðtali við KSÍ TV að enn þá er nóg um að keppa. „Það er helst að nefna tvær ástæður. Annars vegar drátturinn fyrir undankeppni EM núna í október. Með því að enda í öðru sæti riðilsins eigum við möguleika á því að vera í styrkleikaflokk númer tvö fyrir dráttinn,“ sagði Arnar, áður en hann bætti við. „Hins vegar, með því að enda í öðru sæti fyrir ofan Albaníu, gæfi það okkur aukna möguleika að fá að taka þátt í umspilinu í mars 2024, ef við þyrftum á því að halda. Stefnan er að sjálfsögðu sett á að komast inn á EM í gegnum undankeppnina en með því að lenda í öðru sæti þá gætum við orðið eitt þeirra liða sem fær bakdyraleið inn á mótið, sem við þekkjum mjög vel.“ Alls eru 7 leikmenn í A-landsliðshópnum sem eru gjaldgengir í U-21 liðið. Það eru þeir Andri Lucas Guðjohnsen, Elías Rafn Ólafsson, Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Egill Ellertsson, Patrik Sigurður Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason. „Við erum rosalega stoltir af þeim en eins og ég sagði áðan þá er þetta mjög mikilvægur leikur á þriðjudaginn [gegn Albaníu]. Þeir hafa verið að sinna stórum hlutverkum hjá okkur hvort sem þeir hafa byrjað leikinn eða komið inn á.“ „Það er sterkt að vera með góða blöndu í liðinu. Þegar blandan er góð þá eru þeir yngri að læra af þeim eldri og þeir eldri að sækja orku í þá yngri. Það er ekki hollt að vera með of gamalt lið og það er ekki heldur holt að vera með of ungt lið. Þegar þessi blanda er komin þá fá allir þessir leikmenn hlutverk hvort sem þeir eru eldri eða yngri. Ég sé fram á stórt hlutverk fyrir þessa ungu stráka á þriðjudaginn,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Fleiri fréttir Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Sjá meira