Þrír íslenskir kappar í topp tíu í ofurhlaupi í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2022 22:27 Þorbergur ásamt þeim Þorsteini (fyrir miðju) og Snorra til hægri. Þorbergur Jónsson, Snorri Björnsson og Þorsteinn Roy urðu allir á meðal tíu efstu af um fimmtán hundruð keppendum í 59 kílómetra fjallahlaupi í Suður-Frakklandi í dag. Þorbergur hafnaði í öðru sæti í keppinni. Mótið heitir Nice 50k og er hluti af sterkustu fjallahlaupamótaseríu í heimi. Kapparnir flugu utan fyrr í vikunni og hafa notið blíðskaparveðurs. Þangað til í morgun. Við ræsingu rigndi eins og hellt væri úr fötu. Fimmtán íslendingar voru skráðir til leiks. Vegalengdin, 59 kílómetrar, segir ekki alla söguna. Í hlaupinu er 3300 metra hækkun sem svarar um það bil til sex ferða upp að Steini á Esjunni og niður aftur. Þá eru stórgríttir kaflar og ýmsar áskoranir. Íslensku strákarnir fóru ekki hraðast af stað en unnu sig upp um sæti allt hlaupið. Þeir virðast þannig greinilega hafa ráðið vel við bæði vegalengdina og aðstæðurnar. Þorbergur er þeirra reynslumesti hlaupari og raunar þjálfari þeirra. Hann kláraði á sex klukkustundum og átta mínútum. Fram kemur í tilkynningu að Þorbergur hafi talið sig vera í 10-15 sæti en engin leið hafi verið að vita hverjir væru fyrir aftan og framan. Kom honum því á óvart að enda svo ofarlega. Hann var fjórtán mínútum á eftir kínverska hlauparanum Tao Luo. Kapparnir tíndust svo í mark hver á fætur öðrum. Þorsteinn hafnaði í áttunda sæti og Snorri í því níunda. Þeir voru um tuttugu mínútum á eftir Þorbergi. Snorri var rúmri mínútu á eftir Þorsteini. Sólveig Sigurðardóttir crossfitstjarna var á meðal annarra Íslendinga og kom í mark eftir um fjórtán tíma hlaup. Fleiri Íslendingar kepptu í öðrum flokkum en einnig er boðið upp á hundrað kílómetra hlaup og sömuleiðis hundrað mílna hlaup, um 160 kílómetra. Hægt er að fylgjast með gangi mála og sjá úrslit á heimasíðu hlaupsins. Frakkland Hlaup Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Mótið heitir Nice 50k og er hluti af sterkustu fjallahlaupamótaseríu í heimi. Kapparnir flugu utan fyrr í vikunni og hafa notið blíðskaparveðurs. Þangað til í morgun. Við ræsingu rigndi eins og hellt væri úr fötu. Fimmtán íslendingar voru skráðir til leiks. Vegalengdin, 59 kílómetrar, segir ekki alla söguna. Í hlaupinu er 3300 metra hækkun sem svarar um það bil til sex ferða upp að Steini á Esjunni og niður aftur. Þá eru stórgríttir kaflar og ýmsar áskoranir. Íslensku strákarnir fóru ekki hraðast af stað en unnu sig upp um sæti allt hlaupið. Þeir virðast þannig greinilega hafa ráðið vel við bæði vegalengdina og aðstæðurnar. Þorbergur er þeirra reynslumesti hlaupari og raunar þjálfari þeirra. Hann kláraði á sex klukkustundum og átta mínútum. Fram kemur í tilkynningu að Þorbergur hafi talið sig vera í 10-15 sæti en engin leið hafi verið að vita hverjir væru fyrir aftan og framan. Kom honum því á óvart að enda svo ofarlega. Hann var fjórtán mínútum á eftir kínverska hlauparanum Tao Luo. Kapparnir tíndust svo í mark hver á fætur öðrum. Þorsteinn hafnaði í áttunda sæti og Snorri í því níunda. Þeir voru um tuttugu mínútum á eftir Þorbergi. Snorri var rúmri mínútu á eftir Þorsteini. Sólveig Sigurðardóttir crossfitstjarna var á meðal annarra Íslendinga og kom í mark eftir um fjórtán tíma hlaup. Fleiri Íslendingar kepptu í öðrum flokkum en einnig er boðið upp á hundrað kílómetra hlaup og sömuleiðis hundrað mílna hlaup, um 160 kílómetra. Hægt er að fylgjast með gangi mála og sjá úrslit á heimasíðu hlaupsins.
Frakkland Hlaup Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira