Óskuðu eftir tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir báðum mönnunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2022 16:10 Karl Steinar Valsson segir í samtali við fréttastofu að óskað hafi verið eftir tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir báðum mönnunum. Vísir/Vilhelm Lögregla fór fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverks. Héraðsdómur féllst aðeins á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum þeirra en úrskurðaði hinn í einnar viku gæsluvarðhald. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um vopnaframleiðslu og skipulagningu hryðjuverks. Annar þeirra var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald en hinn í einnar viku varðhald. Tveir menn til viðbótar voru handteknir í aðgerðum lögreglu á miðvikudag en sleppt úr haldi. Tíminn sem mennirnir tveir hafa verið úrskurðaðir í varðhald hefur verið til nokkurrar umræðu á samfélagsmiðlum og fólk velt fyrir sér hvers vegna varðhaldið vari svo stuttan tíma að þeirra mati. Einnar viku gæsluvarðhald yfir meintum hryðjuverkamanni. Það er eitthvað hérna sem ekki gengur upp.— pallih (@pallih) September 24, 2022 Tja það er einhver ástæða fyrir stuttu gæsluvarðhaldi??— Þórir Grétar (@ThorirGretar) September 24, 2022 Það er allavega galið að setja bara viku gæsluvarðhald á einhvern sem er að plana fjöldamorð.— Snæbjörn (@artybjorn) September 24, 2022 Stórundarlegt allt saman. Ef menn voru með raunverulegt hryðjuverk planað af hverju bara vika og 2 í gæsluvarðhald? Burðardýr fá lengri tíma.— Kleópatra Mjöll (@greatkleo) September 24, 2022 Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofu í dag að óskað hafi verið eftir tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir báðum mönnunum en Héraðsdómur aðeins fallist á þá kröfu yfir einum mannanna. Það sé hefðbundið að óska eftir tveggja vikna varðhaldi fyrst um sinn í málum sem þessum og svo eftir framlengingu þegar meira er komið í ljós. Lögregla hefur ekki viljað veita viðtöl vegna málsins og að sögn hennar er rannsókn þess í fullum gangi. Að mörgu sé að hyggja og takmarkaður tími sé til rannsóknar, sérstaklega vegna lengdar gæsluvarðhaldsins yfir öðrum manninum, sem rennur út á miðvikudag. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður mannsins sem var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald, sagði í samtali við fréttastofu í dag að fólk, þar á meðal þingmenn, færi fram með of miklu offorsi í málinu. Það þyrfti að anda með nefinu og sjá hvort grunsemdir lögreglu séu á rökum reistar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði annar mannanna sem nú er í varðhaldi verið handtekinn á þriðjudag fyrir rúmri viku í tengslum við rannsókn lögreglu á framleiðslu og sölu skotvopna. Hann var þá settur í vikulangt gæsluvarðhald og látinn laus á þriðjudag. Eftir það virðist sem mennirnir hafi hafið samskipti sem lögregla telur benda til að þeir hafi verið að skipuleggja hryðjuverk. Heimildir fréttastofu herma að í samskiptum mannanna hafi meðal annars verið rætt um fjöldamorð í samhengi við lögreglu og stofnanir ríkisins. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Sérsveit hafði afskipti af einum mannanna þegar hann var tólf ára við leik Einn mannanna sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á landi komst í kast við sérsveit ríkislögreglustjóra fyrir þrettán árum. Hann var þá tólf ára gamall og hafði verið að leik þegar sérsveit var kölluð til vegna hans. 24. september 2022 10:33 Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. 23. september 2022 22:31 Varð fyrir óþægindum vegna nafnbirtingar fjölmiðils Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í kvöld biður Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra fjölmiðla um að sýna aðgát í fréttaflutningi. 23. september 2022 22:25 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um vopnaframleiðslu og skipulagningu hryðjuverks. Annar þeirra var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald en hinn í einnar viku varðhald. Tveir menn til viðbótar voru handteknir í aðgerðum lögreglu á miðvikudag en sleppt úr haldi. Tíminn sem mennirnir tveir hafa verið úrskurðaðir í varðhald hefur verið til nokkurrar umræðu á samfélagsmiðlum og fólk velt fyrir sér hvers vegna varðhaldið vari svo stuttan tíma að þeirra mati. Einnar viku gæsluvarðhald yfir meintum hryðjuverkamanni. Það er eitthvað hérna sem ekki gengur upp.— pallih (@pallih) September 24, 2022 Tja það er einhver ástæða fyrir stuttu gæsluvarðhaldi??— Þórir Grétar (@ThorirGretar) September 24, 2022 Það er allavega galið að setja bara viku gæsluvarðhald á einhvern sem er að plana fjöldamorð.— Snæbjörn (@artybjorn) September 24, 2022 Stórundarlegt allt saman. Ef menn voru með raunverulegt hryðjuverk planað af hverju bara vika og 2 í gæsluvarðhald? Burðardýr fá lengri tíma.— Kleópatra Mjöll (@greatkleo) September 24, 2022 Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra sagði í samtali við fréttastofu í dag að óskað hafi verið eftir tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir báðum mönnunum en Héraðsdómur aðeins fallist á þá kröfu yfir einum mannanna. Það sé hefðbundið að óska eftir tveggja vikna varðhaldi fyrst um sinn í málum sem þessum og svo eftir framlengingu þegar meira er komið í ljós. Lögregla hefur ekki viljað veita viðtöl vegna málsins og að sögn hennar er rannsókn þess í fullum gangi. Að mörgu sé að hyggja og takmarkaður tími sé til rannsóknar, sérstaklega vegna lengdar gæsluvarðhaldsins yfir öðrum manninum, sem rennur út á miðvikudag. Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður mannsins sem var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald, sagði í samtali við fréttastofu í dag að fólk, þar á meðal þingmenn, færi fram með of miklu offorsi í málinu. Það þyrfti að anda með nefinu og sjá hvort grunsemdir lögreglu séu á rökum reistar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði annar mannanna sem nú er í varðhaldi verið handtekinn á þriðjudag fyrir rúmri viku í tengslum við rannsókn lögreglu á framleiðslu og sölu skotvopna. Hann var þá settur í vikulangt gæsluvarðhald og látinn laus á þriðjudag. Eftir það virðist sem mennirnir hafi hafið samskipti sem lögregla telur benda til að þeir hafi verið að skipuleggja hryðjuverk. Heimildir fréttastofu herma að í samskiptum mannanna hafi meðal annars verið rætt um fjöldamorð í samhengi við lögreglu og stofnanir ríkisins.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Sérsveit hafði afskipti af einum mannanna þegar hann var tólf ára við leik Einn mannanna sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á landi komst í kast við sérsveit ríkislögreglustjóra fyrir þrettán árum. Hann var þá tólf ára gamall og hafði verið að leik þegar sérsveit var kölluð til vegna hans. 24. september 2022 10:33 Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. 23. september 2022 22:31 Varð fyrir óþægindum vegna nafnbirtingar fjölmiðils Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í kvöld biður Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra fjölmiðla um að sýna aðgát í fréttaflutningi. 23. september 2022 22:25 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Sérsveit hafði afskipti af einum mannanna þegar hann var tólf ára við leik Einn mannanna sem grunaður er um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á landi komst í kast við sérsveit ríkislögreglustjóra fyrir þrettán árum. Hann var þá tólf ára gamall og hafði verið að leik þegar sérsveit var kölluð til vegna hans. 24. september 2022 10:33
Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. 23. september 2022 22:31
Varð fyrir óþægindum vegna nafnbirtingar fjölmiðils Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í kvöld biður Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra fjölmiðla um að sýna aðgát í fréttaflutningi. 23. september 2022 22:25