Hágrétu eftir síðasta leik Federer á ferlinum: „Gæti ekki verið hamingjusamari“ Atli Arason skrifar 24. september 2022 09:47 Roger Federer og Rafael Nadal leyndu ekki tilfinningum sínum eftir lokaleik Federer. Tom Jenkins/The Guardian Svisslendingurinn Roger Federer lauk í nótt 24 ára löngum tennisferli með tapi í tvíliðaleik ásamt Rafael Nadal á Laver-bikarnum í Englandi. Tilfinningarnar báru flesta viðstadda ofurliði í leikslok. Þeir Federer og Nadal kepptu fyrir hönd Evrópuúrvalsins á Laver-bikarnum gegn heimsúrvalinu, skipað af Jack Sock og Frances Tiafoe. Þeir Federer og Nadal unnu fyrsta settið 6-4 en Sock og Tiafoe komu til baka og unnu næstu tvö, 6-7 og 9-11. Federer hafði áður gefið út að þetta mót yrði hans síðasta á ferlinum en Federer er 41. árs gamall og hefur spilað sem atvinnumaður í tennis frá árinu 1998. Úrvalslið Evrópu var skipað af þeim Federer og Nadal með þá Novak Djokovic og Andy Murray þeim til halds og trausts. Federer vildi ljúka ferlinum við hlið Nadal en í gegnum tíðina hafa þeir Federer og Nadal verið verðugir andstæðingar. 40 sinnum hafa þeir mæst á tennisvellinum, þar af 25 sinnum í úrslitaleikjum. Bestu augnablik Federer á vellinum hafa því oft verið verstu augnablik Nadal og öfugt. Í nótt deildu þeir hins vegar augnablikinu saman. Að leik loknum brást Federer í grát og Nadal leyndi heldur ekki tilfinningum sínum fyrir framan troðfullan O2 höllina í London. All the Fedal feelings.#LaverCup pic.twitter.com/WKjhcADFoe— Laver Cup (@LaverCup) September 24, 2022 Roger Federer er einn af sigursælustu leikmönnum í sögu tennis. Enginn hefur unnið fleiri Wimbledon titla og enginn hefur unnið fleiri leiki á stórmótum en þá 369 leiki sem Federer vann. Þá hefur enginn í langri sögu íþróttarinnar eytt jafn löngum samfleyttum tíma í efsta sæti heimslistans og Federer. Svisslendingurinn var í efsta sæti heimslistans í 237 vikur í röð, frá febrúar 2004 til ágúst 2008. „Ég var viss um að ég myndi einhvern veginn ná að slasa mig í þessum leik en ég er svo ánægður að ná að komast heill í gegnum hann. Þetta var frábær leikur og ég gæti ekki verið hamingjusamari að klára ferilinn á þennan hátt við hlið Rafa [Nadal] og með alla strákana í liðinu, öllum þessum goðsögnum,“ sagði Federer í tilfinningaþrungnu lokaviðtali sem atvinnumaður í tennis. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Tennis Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Sjá meira
Þeir Federer og Nadal kepptu fyrir hönd Evrópuúrvalsins á Laver-bikarnum gegn heimsúrvalinu, skipað af Jack Sock og Frances Tiafoe. Þeir Federer og Nadal unnu fyrsta settið 6-4 en Sock og Tiafoe komu til baka og unnu næstu tvö, 6-7 og 9-11. Federer hafði áður gefið út að þetta mót yrði hans síðasta á ferlinum en Federer er 41. árs gamall og hefur spilað sem atvinnumaður í tennis frá árinu 1998. Úrvalslið Evrópu var skipað af þeim Federer og Nadal með þá Novak Djokovic og Andy Murray þeim til halds og trausts. Federer vildi ljúka ferlinum við hlið Nadal en í gegnum tíðina hafa þeir Federer og Nadal verið verðugir andstæðingar. 40 sinnum hafa þeir mæst á tennisvellinum, þar af 25 sinnum í úrslitaleikjum. Bestu augnablik Federer á vellinum hafa því oft verið verstu augnablik Nadal og öfugt. Í nótt deildu þeir hins vegar augnablikinu saman. Að leik loknum brást Federer í grát og Nadal leyndi heldur ekki tilfinningum sínum fyrir framan troðfullan O2 höllina í London. All the Fedal feelings.#LaverCup pic.twitter.com/WKjhcADFoe— Laver Cup (@LaverCup) September 24, 2022 Roger Federer er einn af sigursælustu leikmönnum í sögu tennis. Enginn hefur unnið fleiri Wimbledon titla og enginn hefur unnið fleiri leiki á stórmótum en þá 369 leiki sem Federer vann. Þá hefur enginn í langri sögu íþróttarinnar eytt jafn löngum samfleyttum tíma í efsta sæti heimslistans og Federer. Svisslendingurinn var í efsta sæti heimslistans í 237 vikur í röð, frá febrúar 2004 til ágúst 2008. „Ég var viss um að ég myndi einhvern veginn ná að slasa mig í þessum leik en ég er svo ánægður að ná að komast heill í gegnum hann. Þetta var frábær leikur og ég gæti ekki verið hamingjusamari að klára ferilinn á þennan hátt við hlið Rafa [Nadal] og með alla strákana í liðinu, öllum þessum goðsögnum,“ sagði Federer í tilfinningaþrungnu lokaviðtali sem atvinnumaður í tennis. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Tennis Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Sjá meira