Eiður og Sigurvin velja gallana í kostulegri auglýsingu Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2022 12:30 Sigurvin Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eiga fyrir höndum afskaplega mikilvægan leik sem þjálfarar FH þar sem möguleiki er á titli og evrum. skjáskot/@fhingar Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson, sem tóku við þjálfun FH í sumar, virðast ætla að velja þægindi fram yfir annað þegar kemur að fatavalinu á úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta eftir rúma viku. Eiður og Sigurvin hafa vakið athygli fyrir að klæðast gráum íþróttagöllum, eða hreinlega kósýgöllum, á hliðarlínunni á leikjum FH í sumar. Nú þegar einn stærsti leikur sumarsins er framundan, þar sem ræðst hvort FH kemst í Evrópukeppni næsta sumar með tilheyrandi fjárhagslegum ávinningi, stendur ekki til að þjálfararnir breyti út af vananum og fari í jakkafötin. Í skemmtilegri auglýsingu FH-inga vegna leiksins, sem sjá má hér að neðan, ýta þeir Eiður og Sigurvin að minnsta kosti skyrtunum til hliðar í skápnum og draga fram gallana, sýnilega ánægðir með sitt val. Auglýsinguna má sjá hér að neðan. Þessir gallar eru einum leik frá Evrópu!Miðasala í fullum gangi. https://t.co/OmRXgjUNt6 pic.twitter.com/wgoYZGKhDw— FHingar (@fhingar) September 23, 2022 FH og Víkingur mætast í bikarúrslitaleiknum laugardaginn 1. október og er miðasala á tix.is. Svo gæti farið að FH verði bikarmeistari og hljóti Evrópusæti en falli samt niður í 1. deild. Liðið er í fallsæti fyrir fimm leikja törnina í október þar sem úrslitin ráðast. Víkingar eiga aftur á móti enn möguleika á að vinna tvöfalt eins og í fyrra en þá þarf mikið að breytast í Bestu deildinni. Bikarúrslitaleikurinn skiptir ekki aðeins miklu máli fyri FH og Víking heldur gæti hann einnig haft mikið að segja fyrir önnur lið í Bestu deildinni, sérstaklega KA. Ef FH vinnur bikarúrslitaleikinn er ljóst að aðeins tvö efstu lið Bestu deildarinnar munu fá sæti í Evrópukeppni, en vinni Víkingar og endi í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar mun liðið í 3. sæti einnig komast í Evrópukeppni. Fótbolti FH Mjólkurbikar karla Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
Eiður og Sigurvin hafa vakið athygli fyrir að klæðast gráum íþróttagöllum, eða hreinlega kósýgöllum, á hliðarlínunni á leikjum FH í sumar. Nú þegar einn stærsti leikur sumarsins er framundan, þar sem ræðst hvort FH kemst í Evrópukeppni næsta sumar með tilheyrandi fjárhagslegum ávinningi, stendur ekki til að þjálfararnir breyti út af vananum og fari í jakkafötin. Í skemmtilegri auglýsingu FH-inga vegna leiksins, sem sjá má hér að neðan, ýta þeir Eiður og Sigurvin að minnsta kosti skyrtunum til hliðar í skápnum og draga fram gallana, sýnilega ánægðir með sitt val. Auglýsinguna má sjá hér að neðan. Þessir gallar eru einum leik frá Evrópu!Miðasala í fullum gangi. https://t.co/OmRXgjUNt6 pic.twitter.com/wgoYZGKhDw— FHingar (@fhingar) September 23, 2022 FH og Víkingur mætast í bikarúrslitaleiknum laugardaginn 1. október og er miðasala á tix.is. Svo gæti farið að FH verði bikarmeistari og hljóti Evrópusæti en falli samt niður í 1. deild. Liðið er í fallsæti fyrir fimm leikja törnina í október þar sem úrslitin ráðast. Víkingar eiga aftur á móti enn möguleika á að vinna tvöfalt eins og í fyrra en þá þarf mikið að breytast í Bestu deildinni. Bikarúrslitaleikurinn skiptir ekki aðeins miklu máli fyri FH og Víking heldur gæti hann einnig haft mikið að segja fyrir önnur lið í Bestu deildinni, sérstaklega KA. Ef FH vinnur bikarúrslitaleikinn er ljóst að aðeins tvö efstu lið Bestu deildarinnar munu fá sæti í Evrópukeppni, en vinni Víkingar og endi í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar mun liðið í 3. sæti einnig komast í Evrópukeppni.
Fótbolti FH Mjólkurbikar karla Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira