Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Bjarki Sigurðsson skrifar 23. september 2022 10:39 Fjölnir Sæmundsson er formaður Landssambands lögreglumanna. Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. Í morgun sagði Morgunblaðið frá því að mennirnir hafi beint sjónum sínum að árshátíð lögreglumanna sem fer fram laugardaginn 1. október. Mennirnir voru handteknir á þriðjudaginn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að ekki sé búið að fresta árshátíðinni þrátt fyrir fregnirnar. Hann hafði ekki heyrt af mögulegri árás á árshátíðinni fyrr en blaðamaður Morgunblaðsins hringdi í hann í gær. Skelfilegt ef satt reynist „Þetta er alveg ótrúlegar fréttir ef þeir ætluðu að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma. Það er algjörlega skelfilegt að hugsa til þess,“ segir Fjölnir í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að enn sé rúm vika í árshátíðina og því enn mögulegt að henni verði frestað. Í gær var greindi lögregla frá því að búið væri að ná utan um málið og því hefði almenningur ekkert að óttast. Fjölnir segir að þeir lögreglumenn sem hann hefur heyrt í í gær og í dag séu mjög hissa. „Ég held að allri séu svolítið hissa á því að þessi dagur skyldi koma, að það sé hryðjuverkaógn á Íslandi. Þetta er svolítið árás á þjóðfélagsgerðina okkar. Ég held að fólk sé að spá í því. Hvort þurfi að breyta einhverju,“ segir Fjölnir. Í reglulegri skotþjálfun Á síðustu árum hefur þjálfun lögreglumanna verið tekin í gegn. Fjölnir segir lögreglumenn hafa fengið einhverja þjálfun í hvernig eigi að bregðast við hryðjuverkaógn en ekki setið almenn námskeið um málið. „Við erum í reglulegri skotþjálfun, lögreglumönnum er skipt í þjálfunarhópa sem æfa mismikið. Það er búið að taka þjálfun lögreglumanna mikið í gegn en það þarf kannski að bæta þessu við,“ segir Fjölnir. Um er að ræða árshátíð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fram fer laugardaginn 1. október. Veislustjórar eru skemmtikraftarnir Auddi og Steindi og Hreimur Örn Heimisson á að sjá um tónlistarflutning. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Tengdar fréttir Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að ekki standi til að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar í tengslum við handtökurnar í gær. Aðgerðir sérsveitar ríkislögreglustjóra hafi verið vel heppnaðar og að gripið hafi verið inn í, áður en eitthvað gerðist. 22. september 2022 19:04 Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi voru allir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri en refsing fyrir hryðjuverk er allt að lífstíðarfangelsi. Að sögn lögreglu má ætla að möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Tengsl við erlend öfgasamtök eru til skoðunar. 22. september 2022 16:51 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Í morgun sagði Morgunblaðið frá því að mennirnir hafi beint sjónum sínum að árshátíð lögreglumanna sem fer fram laugardaginn 1. október. Mennirnir voru handteknir á þriðjudaginn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að ekki sé búið að fresta árshátíðinni þrátt fyrir fregnirnar. Hann hafði ekki heyrt af mögulegri árás á árshátíðinni fyrr en blaðamaður Morgunblaðsins hringdi í hann í gær. Skelfilegt ef satt reynist „Þetta er alveg ótrúlegar fréttir ef þeir ætluðu að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma. Það er algjörlega skelfilegt að hugsa til þess,“ segir Fjölnir í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að enn sé rúm vika í árshátíðina og því enn mögulegt að henni verði frestað. Í gær var greindi lögregla frá því að búið væri að ná utan um málið og því hefði almenningur ekkert að óttast. Fjölnir segir að þeir lögreglumenn sem hann hefur heyrt í í gær og í dag séu mjög hissa. „Ég held að allri séu svolítið hissa á því að þessi dagur skyldi koma, að það sé hryðjuverkaógn á Íslandi. Þetta er svolítið árás á þjóðfélagsgerðina okkar. Ég held að fólk sé að spá í því. Hvort þurfi að breyta einhverju,“ segir Fjölnir. Í reglulegri skotþjálfun Á síðustu árum hefur þjálfun lögreglumanna verið tekin í gegn. Fjölnir segir lögreglumenn hafa fengið einhverja þjálfun í hvernig eigi að bregðast við hryðjuverkaógn en ekki setið almenn námskeið um málið. „Við erum í reglulegri skotþjálfun, lögreglumönnum er skipt í þjálfunarhópa sem æfa mismikið. Það er búið að taka þjálfun lögreglumanna mikið í gegn en það þarf kannski að bæta þessu við,“ segir Fjölnir. Um er að ræða árshátíð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fram fer laugardaginn 1. október. Veislustjórar eru skemmtikraftarnir Auddi og Steindi og Hreimur Örn Heimisson á að sjá um tónlistarflutning.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Tengdar fréttir Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að ekki standi til að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar í tengslum við handtökurnar í gær. Aðgerðir sérsveitar ríkislögreglustjóra hafi verið vel heppnaðar og að gripið hafi verið inn í, áður en eitthvað gerðist. 22. september 2022 19:04 Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi voru allir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri en refsing fyrir hryðjuverk er allt að lífstíðarfangelsi. Að sögn lögreglu má ætla að möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Tengsl við erlend öfgasamtök eru til skoðunar. 22. september 2022 16:51 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15
Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að ekki standi til að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar í tengslum við handtökurnar í gær. Aðgerðir sérsveitar ríkislögreglustjóra hafi verið vel heppnaðar og að gripið hafi verið inn í, áður en eitthvað gerðist. 22. september 2022 19:04
Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi voru allir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri en refsing fyrir hryðjuverk er allt að lífstíðarfangelsi. Að sögn lögreglu má ætla að möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Tengsl við erlend öfgasamtök eru til skoðunar. 22. september 2022 16:51
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent