Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2022 19:04 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að ekki standi til að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar í tengslum við handtökurnar í gær. Aðgerðir sérsveitar ríkislögreglustjóra hafi verið vel heppnaðar og að gripið hafi verið inn í, áður en eitthvað gerðist. Fjórir íslenskir menn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa undirbúið hryðjuverk hér á landi og voru þeir handteknir í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra í gær. Sjá einnig: Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan rannsakar brot af þessu tagi á Íslandi. „Auðvitað er þetta í fyrsta sinn sem það reynir á þessa tegund af brotum hér á landi,“ sagði Sigríður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði lögregluna vilja segja sem minnst um atvikið í bili, vegna þess að stíga þyrfti varlega til jarðar vegna viðkvæmra rannsóknarhagsmuna. Það tímabil myndi að minnstu vara út gæsluvarðshaldstímabil mannanna tveggja sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar hefur verið úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald og hinn í tvær vikur. „Ég vona að við getum sagt meira fljótlega,“ sagði Sigríður. Hættan vegna hryðjuverkastarfsemi áfram talin lítil Varðandi fregnir um það að mennirnir hafi mögulega tengst norrænum fjar-hægri öfgahópum og varðandi það hvort þetta sé nýr veruleiki sem Íslendingar þurfa að búa við segir Sigríður að embætti ríkislögreglustjóra geri reglulegt hættumat vegna hryðjuverkastarfsemi og skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta hefur verið þannig hér á landi að ógnin vegna skipulagðrar brotastarfsemi hafi verið talin talsvert mikil en ógnin af hryðjuverkastarfsemi frekar lítil,“ segir Sigríður. Hún segir það byggja á þeim upplýsingum sem embættið hafi á hverri stundu og þær komi meðal annars til vegna alþjóðlegs samstarfs ríkislögreglustjóra. „Við ætlum ekki að breyta hættumatinu á þessari stundu, þannig að það er enn metin lítil áhætta. En, það sem er að gerast í Evrópu er að það er vaxandi hægri öfgahyggja. Við sjáum fleiri tilvik þar og það sem kallast „einmana-úlfar“ á íslensku, sem eru kannski einn eða fáir sem eru með hugmyndafræðilega nálgun sem getur verið af ýmsum toga eins og við höfum séð á Norðurlöndunum.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum vitað að gæti gerst hér og höfum undirbúið okkur að hluta, til dæmis með því að fjölga lögreglumönnum,“ sagði Sigríður. Hún sagði lögregluna standa frammi fyrir allskyns áskorunum og nefndi hátt hlutfall af kynbundnu ofbeldi og að hér væri fólk sem væri í leit að betra lífi sem þyrfti að passa upp á að væri ekki hagnýtt og annað. Sigríður sagði að embætti ríkislögreglustjóra hefði átt í góðu samstarfi við önnur lögreglulið og saksóknara vegna aðgerðanna í gær. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Skotvopn Lögreglan Tengdar fréttir Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 „Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Fjórir íslenskir menn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa undirbúið hryðjuverk hér á landi og voru þeir handteknir í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra í gær. Sjá einnig: Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan rannsakar brot af þessu tagi á Íslandi. „Auðvitað er þetta í fyrsta sinn sem það reynir á þessa tegund af brotum hér á landi,“ sagði Sigríður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði lögregluna vilja segja sem minnst um atvikið í bili, vegna þess að stíga þyrfti varlega til jarðar vegna viðkvæmra rannsóknarhagsmuna. Það tímabil myndi að minnstu vara út gæsluvarðshaldstímabil mannanna tveggja sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Annar hefur verið úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald og hinn í tvær vikur. „Ég vona að við getum sagt meira fljótlega,“ sagði Sigríður. Hættan vegna hryðjuverkastarfsemi áfram talin lítil Varðandi fregnir um það að mennirnir hafi mögulega tengst norrænum fjar-hægri öfgahópum og varðandi það hvort þetta sé nýr veruleiki sem Íslendingar þurfa að búa við segir Sigríður að embætti ríkislögreglustjóra geri reglulegt hættumat vegna hryðjuverkastarfsemi og skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta hefur verið þannig hér á landi að ógnin vegna skipulagðrar brotastarfsemi hafi verið talin talsvert mikil en ógnin af hryðjuverkastarfsemi frekar lítil,“ segir Sigríður. Hún segir það byggja á þeim upplýsingum sem embættið hafi á hverri stundu og þær komi meðal annars til vegna alþjóðlegs samstarfs ríkislögreglustjóra. „Við ætlum ekki að breyta hættumatinu á þessari stundu, þannig að það er enn metin lítil áhætta. En, það sem er að gerast í Evrópu er að það er vaxandi hægri öfgahyggja. Við sjáum fleiri tilvik þar og það sem kallast „einmana-úlfar“ á íslensku, sem eru kannski einn eða fáir sem eru með hugmyndafræðilega nálgun sem getur verið af ýmsum toga eins og við höfum séð á Norðurlöndunum.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum vitað að gæti gerst hér og höfum undirbúið okkur að hluta, til dæmis með því að fjölga lögreglumönnum,“ sagði Sigríður. Hún sagði lögregluna standa frammi fyrir allskyns áskorunum og nefndi hátt hlutfall af kynbundnu ofbeldi og að hér væri fólk sem væri í leit að betra lífi sem þyrfti að passa upp á að væri ekki hagnýtt og annað. Sigríður sagði að embætti ríkislögreglustjóra hefði átt í góðu samstarfi við önnur lögreglulið og saksóknara vegna aðgerðanna í gær.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Skotvopn Lögreglan Tengdar fréttir Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 „Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15
„Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. 22. september 2022 11:32