„Getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar“ Ellen Geirsdóttir Håkansson og Snorri Másson skrifa 22. september 2022 19:34 Katrín segist hafa frétt af málinu í gær. Stöð 2 Tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á Íslandi. Að sögn lögreglu má ætla að áformuð hryðjuverk hafi jafnvel beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir atburðinn gríðarlega alvarlegan. Í samtali við fréttastofu segir Katrín Jakobsdóttir að hún hafi frétt af málinu í gær en í kjölfarið hafi fulltrúar í þjóðaröryggisráði verið látin vita. Mál sem þessi sem hún segir megi skilgreina sem hryðjuverk, varði þjóðaröryggi. „Auðvitað verður manni illa við. Hins vegar er það auðvitað svo, dapurlegt sem það nú er, að við Íslendingar getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar auðvitað hafa upplifað,“ segir Katrín. Aðspurð hvort þetta sé nýr veruleiki sem Íslendingar eigi að venjast segir Katrín atburðinn gríðarlega alvarlegan. Málið sé enn til rannsóknar en erfitt sé að taka utan um mál sem þessi þar sem vopnin séu heimatilbúin. „Það er ekki hægt til dæmis að fylgjast með innflutningi eins og hefðin hefur verið hingað til, heldur er þetta er búið til með löglegum tólum og tækjum. En ég vil segja það að lögreglan auðvitað stóð sig gríðarlega vel í að taka utan um mjög hættulega stöðu,“ segir Katrín. Hún svarar því ekki hvort henni eða öðrum stjórnmálamönnum hafi verið ógnað en staðfestir að nokkrar stofnanir ríkisins hafi verið taldar í hættu. Hún segir skipta máli að lært sé af atburðum sem þessum og að lögreglan sé efld til þess að megi takast á við atburði sem þessa. Viðtalið við forsætisráðherra má sjá hér að ofan en það hefst á 06:52. Skotvopn Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Katrín Jakobsdóttir að hún hafi frétt af málinu í gær en í kjölfarið hafi fulltrúar í þjóðaröryggisráði verið látin vita. Mál sem þessi sem hún segir megi skilgreina sem hryðjuverk, varði þjóðaröryggi. „Auðvitað verður manni illa við. Hins vegar er það auðvitað svo, dapurlegt sem það nú er, að við Íslendingar getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar auðvitað hafa upplifað,“ segir Katrín. Aðspurð hvort þetta sé nýr veruleiki sem Íslendingar eigi að venjast segir Katrín atburðinn gríðarlega alvarlegan. Málið sé enn til rannsóknar en erfitt sé að taka utan um mál sem þessi þar sem vopnin séu heimatilbúin. „Það er ekki hægt til dæmis að fylgjast með innflutningi eins og hefðin hefur verið hingað til, heldur er þetta er búið til með löglegum tólum og tækjum. En ég vil segja það að lögreglan auðvitað stóð sig gríðarlega vel í að taka utan um mjög hættulega stöðu,“ segir Katrín. Hún svarar því ekki hvort henni eða öðrum stjórnmálamönnum hafi verið ógnað en staðfestir að nokkrar stofnanir ríkisins hafi verið taldar í hættu. Hún segir skipta máli að lært sé af atburðum sem þessum og að lögreglan sé efld til þess að megi takast á við atburði sem þessa. Viðtalið við forsætisráðherra má sjá hér að ofan en það hefst á 06:52.
Skotvopn Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira