Rölt um „ómanneskjulega hönnun“ nýja Orkuhússins Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. september 2022 21:00 Urðarhvarf 8 er húsið sem um ræðir. Strætó stoppar hér rétt fyrir utan en það þarf að ganga hringinn í kring um húsið til að komast að inngangi þess. „Hönnunarslys“, jafnvel „ómanneskjuleg hönnun“ segja bíllausir um nýja Orkuhúsið í Urðarhvarfi. Þeir kvarta yfir hörmulegu aðgengi fyrir gangandi og hjólandi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Andri Snær Magnason rithöfundur vakti máls á þessu á Twitter-síðu sinni í gær. Í stuttu spjalli við fréttastofu í dag spyr Andri sig hver í ósköpunum hafi hannað svæðið því sá hljóti að hata lappir. Hann talar einfaldlega um ómanneskjulega hönnun á svæðinu. Það er ekki gert ráð fyrir aðkomu gangandi fólks að Orkuhúsinu við Urðarhvarf. Einhver hannaði þetta, samþykkti, fjárfesti. Einhver líklega á miðjum aldri sem gæti átt eftir 20 ár af svona skemmdarverkum. pic.twitter.com/yoIM2o0Ep4— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) September 21, 2022 Hvergi er gangstéttir að finna í kring um húsið. Til að komast að því þarf annað hvort að ganga yfir stórt bílastæði eða fara í gegn um stærðarinnar bílastæðahús. Í húsinu eru Domus barnalæknar og röntgendeild Orkuhússins. Í tilefni að bíllausa deginum, sem er haldinn í dag, skelltum við okkur í Strætó upp í Orkuhúsið til að hitta þar ritara Samtaka um bíllausan lífsstíl. Hægt er að horfa á innslagið hér að neðan en þar kallar ritari samtakanna eftir því að verslanir og fyrirtæki fari að hugsa betur um þá sem ekki eiga bíl. Það er um fjórðungur Íslendinga sem ekki fer flestar ferðir sínar á einkabíl. Við eigum líka pening og jafnvel meiri pening en þeir sem eru að borga bifreiðatryggingar og að halda úti bíl. Þannig að við skulum versla við ykkur ef þið gerið almennilegt aðgengi að híbýlum ykkar," segir Inga Auðbjörg K. Straumland. Hún fer yfir það sem betur mætti fara fyrir hjólandi og gangandi í samfélaginu í viðtalinu hér að ofan á meðan við röltum í gegn um bílastæðahús Orkuhússins. Við erum ekki nógu mörg fyrir góðar almenningssamgöngur. En við erum nógu mörg fyrir þetta helvíti. pic.twitter.com/bGSsIpuuYW— Eyjólfur Tómasson (@eyjurrr) June 27, 2022 Samgöngur Kópavogur Reykjavík Hjólreiðar Strætó Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Andri Snær Magnason rithöfundur vakti máls á þessu á Twitter-síðu sinni í gær. Í stuttu spjalli við fréttastofu í dag spyr Andri sig hver í ósköpunum hafi hannað svæðið því sá hljóti að hata lappir. Hann talar einfaldlega um ómanneskjulega hönnun á svæðinu. Það er ekki gert ráð fyrir aðkomu gangandi fólks að Orkuhúsinu við Urðarhvarf. Einhver hannaði þetta, samþykkti, fjárfesti. Einhver líklega á miðjum aldri sem gæti átt eftir 20 ár af svona skemmdarverkum. pic.twitter.com/yoIM2o0Ep4— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) September 21, 2022 Hvergi er gangstéttir að finna í kring um húsið. Til að komast að því þarf annað hvort að ganga yfir stórt bílastæði eða fara í gegn um stærðarinnar bílastæðahús. Í húsinu eru Domus barnalæknar og röntgendeild Orkuhússins. Í tilefni að bíllausa deginum, sem er haldinn í dag, skelltum við okkur í Strætó upp í Orkuhúsið til að hitta þar ritara Samtaka um bíllausan lífsstíl. Hægt er að horfa á innslagið hér að neðan en þar kallar ritari samtakanna eftir því að verslanir og fyrirtæki fari að hugsa betur um þá sem ekki eiga bíl. Það er um fjórðungur Íslendinga sem ekki fer flestar ferðir sínar á einkabíl. Við eigum líka pening og jafnvel meiri pening en þeir sem eru að borga bifreiðatryggingar og að halda úti bíl. Þannig að við skulum versla við ykkur ef þið gerið almennilegt aðgengi að híbýlum ykkar," segir Inga Auðbjörg K. Straumland. Hún fer yfir það sem betur mætti fara fyrir hjólandi og gangandi í samfélaginu í viðtalinu hér að ofan á meðan við röltum í gegn um bílastæðahús Orkuhússins. Við erum ekki nógu mörg fyrir góðar almenningssamgöngur. En við erum nógu mörg fyrir þetta helvíti. pic.twitter.com/bGSsIpuuYW— Eyjólfur Tómasson (@eyjurrr) June 27, 2022
Samgöngur Kópavogur Reykjavík Hjólreiðar Strætó Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira