Ekki á dagskrá að sjá hjól- og fellihýsaeigendum fyrir geymsluplássi á sumrin Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 14:25 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram fyrirspurn um málið í umhverfis- og skipulagsráði. Vísir/Vilhelm Ekki er á dagskrá Reykjavíkurborgar að útvega eigendum hjól- og fellihýsa sérstakt geymslupláss fyrir farartækin yfir sumartímann. Þetta kemur fram í bókun meirihluta borgarfulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur vegna fyrirspurnar Kolbrúnar Baldursdóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, í ráðinu. Fyrirspurninni var vísað frá. Í fyrirspurn Kolbrúnar, sem lögð var fram í síðasta mánuði, segir að í Kópavogi og Hafnarfirði hafi bæjaryfirvöld boðið íbúum að geyma hjól- og fellihýsin á svæðum í eigu sveitarfélaganna sem séu illa nýtt. „Þetta gæti t.d. verið skólalóð á þeim tíma sem skólar eru í sumarfríi eða við íþróttamannvirki,“ segir Kolbrún. Áfram segir í fyrirspurninni að mikil fjölgun hafi orðið á hjól- og fellihýsum og að margir íbúar borgarinnar kjósi að eiga slík hýsi. Því sé eðlilegt að Reykjavíkurborg hugi að þessum hópi og kanni hvort að ekki megi þjónusta hann. „Ljóst er að þessi hópur er á hrakhólum í dag og spurning hvort að borgin eigi því ekki að koma að þessu,“ segir Kolbrún sem spyr svo hver stefna borgarinnar sé í þessum málum. Eðlilegt að þau séu geymd heima eða leigð pláss Í svari meirihluta fulltrúa á fundi ráðsins, sem haldinn var í gær, segir að það sé ekki stefna borgarinnar að sjá íbúum fyrir bílastæðum í borgarlandi undir farartæki sem fyrst og fremst séu ætluð til tómstundaiðkunar og standi gjarnan óhreyfð löngum stundum. „Það getur ekki talist óeðlilegt að þau sem vilja eiga hjól- og fellihýsi geri ráð fyrir geymsluplássi fyrir þau á sínum lóðum eða leigi slíkt pláss af öðrum,“ segir í bókuninni. „Svo mörg voru þau orð“ Kolbrún segir í sinni bókun að ljóst sé af svarinu að skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafi ekki áhuga á að þjónusta þennan hóp. „Svo mörg voru þau orð,“ segir í lok bókunarinnar. Reykjavík Borgarstjórn Tjaldsvæði Flokkur fólksins Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Þetta kemur fram í bókun meirihluta borgarfulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur vegna fyrirspurnar Kolbrúnar Baldursdóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, í ráðinu. Fyrirspurninni var vísað frá. Í fyrirspurn Kolbrúnar, sem lögð var fram í síðasta mánuði, segir að í Kópavogi og Hafnarfirði hafi bæjaryfirvöld boðið íbúum að geyma hjól- og fellihýsin á svæðum í eigu sveitarfélaganna sem séu illa nýtt. „Þetta gæti t.d. verið skólalóð á þeim tíma sem skólar eru í sumarfríi eða við íþróttamannvirki,“ segir Kolbrún. Áfram segir í fyrirspurninni að mikil fjölgun hafi orðið á hjól- og fellihýsum og að margir íbúar borgarinnar kjósi að eiga slík hýsi. Því sé eðlilegt að Reykjavíkurborg hugi að þessum hópi og kanni hvort að ekki megi þjónusta hann. „Ljóst er að þessi hópur er á hrakhólum í dag og spurning hvort að borgin eigi því ekki að koma að þessu,“ segir Kolbrún sem spyr svo hver stefna borgarinnar sé í þessum málum. Eðlilegt að þau séu geymd heima eða leigð pláss Í svari meirihluta fulltrúa á fundi ráðsins, sem haldinn var í gær, segir að það sé ekki stefna borgarinnar að sjá íbúum fyrir bílastæðum í borgarlandi undir farartæki sem fyrst og fremst séu ætluð til tómstundaiðkunar og standi gjarnan óhreyfð löngum stundum. „Það getur ekki talist óeðlilegt að þau sem vilja eiga hjól- og fellihýsi geri ráð fyrir geymsluplássi fyrir þau á sínum lóðum eða leigi slíkt pláss af öðrum,“ segir í bókuninni. „Svo mörg voru þau orð“ Kolbrún segir í sinni bókun að ljóst sé af svarinu að skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafi ekki áhuga á að þjónusta þennan hóp. „Svo mörg voru þau orð,“ segir í lok bókunarinnar.
Reykjavík Borgarstjórn Tjaldsvæði Flokkur fólksins Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira