Geimmiðstöð skemmdist þegar Nanmadol gekk yfir Japan Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2022 08:50 Björgunarfólk og hermenn leita að aurskriðu sem féll í Mimata í Miyazaki-héraði í gær. AP/Kyodo News Tveir eru látnir og yfir hundrað slasaðir eftir að hitabeltislægðin Nanmadol gekk yfir Japan. Samgöngur eru í lamasessi og víða er rafmagnslaust eftir óveðrið. Þá urðu skemmdir á eldflaugaverksmiðju japönsku geimstofnunarinnar JAXA. Nanmadol gekk á land sem fellibylur á Kyushu-eyju, syðstu af fjórum stærstu eyjum japanska eyjaklasans, á sunnudag. Bylurinn veiktist eftir því sem hann þokaðist norðar og varð að hitabeltislægð. Honum fylgdi úrhellisrigning sem olli flóðum og aurskriðum. Níu milljónum manna var ráðlagt að yfirgefa heimili sín. Þeir látnu fórust í Miyazaki-héraði á Kyushu í gær. Karlmaður fannst látinn í bifreið sem varð undir flóði á sveitabæ við bæinn Miyakonojo og annar fannst í aurskriðu í Mimata, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er eins saknað í Hiroshima. Fleiri en 130.000 heimili voru án rafmagns á þriðjudagsmorgun. Samgöngur komust að mestu leyti í samt horf í dag en flugferðum var enn aflýst í norðaustanverðu landinu. Áður hafði þurft að stöðva ferðir neðanjarðarlesta, hraðlesta, ferja og flugvéla víða. Á Tanegashima-eyju, suður af Kyushu, skemmdist veggur byggingar í geimmiðstöð japönsku geimstofnunarinnar þar sem eldflaugar eru settar saman. Hitabeltislægðin stefnur nú út á Kyrrahafið undan norðanverðu Japan, að sögn japönsku veðurstofunnar. Japan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fjórar milljónir þurft að yfirgefa heimili sín Fellibylurinn Nanmadol kom á land á eyjunni Kyushu í Japan í dag en talið er að um 400 millimetrar af rigningu falli á suðurhluta eyjunnar næsta sólarhringinn. Vindhviður geta náð allt að 230 kílómetra hraða. 18. september 2022 09:51 „Ofur-fellibylur“ stefnir í átt að Japan Jarðvísindastofnun Japan hefur óskað eftir því að íbúar á suðurhluta eyjunnar Kyushu yfirgefi heimili sín þar sem fellibylurinn Nanmadol stefnir þangað. Talið er að allt að hálfur metri af rigningu falli á svæðinu á sunnudaginn. 17. september 2022 13:47 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Nanmadol gekk á land sem fellibylur á Kyushu-eyju, syðstu af fjórum stærstu eyjum japanska eyjaklasans, á sunnudag. Bylurinn veiktist eftir því sem hann þokaðist norðar og varð að hitabeltislægð. Honum fylgdi úrhellisrigning sem olli flóðum og aurskriðum. Níu milljónum manna var ráðlagt að yfirgefa heimili sín. Þeir látnu fórust í Miyazaki-héraði á Kyushu í gær. Karlmaður fannst látinn í bifreið sem varð undir flóði á sveitabæ við bæinn Miyakonojo og annar fannst í aurskriðu í Mimata, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er eins saknað í Hiroshima. Fleiri en 130.000 heimili voru án rafmagns á þriðjudagsmorgun. Samgöngur komust að mestu leyti í samt horf í dag en flugferðum var enn aflýst í norðaustanverðu landinu. Áður hafði þurft að stöðva ferðir neðanjarðarlesta, hraðlesta, ferja og flugvéla víða. Á Tanegashima-eyju, suður af Kyushu, skemmdist veggur byggingar í geimmiðstöð japönsku geimstofnunarinnar þar sem eldflaugar eru settar saman. Hitabeltislægðin stefnur nú út á Kyrrahafið undan norðanverðu Japan, að sögn japönsku veðurstofunnar.
Japan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fjórar milljónir þurft að yfirgefa heimili sín Fellibylurinn Nanmadol kom á land á eyjunni Kyushu í Japan í dag en talið er að um 400 millimetrar af rigningu falli á suðurhluta eyjunnar næsta sólarhringinn. Vindhviður geta náð allt að 230 kílómetra hraða. 18. september 2022 09:51 „Ofur-fellibylur“ stefnir í átt að Japan Jarðvísindastofnun Japan hefur óskað eftir því að íbúar á suðurhluta eyjunnar Kyushu yfirgefi heimili sín þar sem fellibylurinn Nanmadol stefnir þangað. Talið er að allt að hálfur metri af rigningu falli á svæðinu á sunnudaginn. 17. september 2022 13:47 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Fjórar milljónir þurft að yfirgefa heimili sín Fellibylurinn Nanmadol kom á land á eyjunni Kyushu í Japan í dag en talið er að um 400 millimetrar af rigningu falli á suðurhluta eyjunnar næsta sólarhringinn. Vindhviður geta náð allt að 230 kílómetra hraða. 18. september 2022 09:51
„Ofur-fellibylur“ stefnir í átt að Japan Jarðvísindastofnun Japan hefur óskað eftir því að íbúar á suðurhluta eyjunnar Kyushu yfirgefi heimili sín þar sem fellibylurinn Nanmadol stefnir þangað. Talið er að allt að hálfur metri af rigningu falli á svæðinu á sunnudaginn. 17. september 2022 13:47