Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2022 15:26 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og líklegt forsetaefni Repúblikanaflokksins, er á meðal þeirra frambjóðenda sem annað hvort vill ekki heita því að virða kosningaúrslit í haust eða neitar að svara því. Vísir/EPA Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Kosið verður til allra sæta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hluta sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóra embætta víðs vegar um landið í kosningunum í nóvember. Könnun Washington Post á meðal frambjóðenda um nítján meiriháttar embætti þar sem mjótt er á munum leiddi í ljós að afgerandi meirihluti repúblikana vildi ekki gefa upp hvort þeir ætluðu sér að virða kosningaúrslitin. Sjö frambjóðendur flokksins sögðust ætla að sætta sig við úrslitin hver sem þau yrðu en tólf neituðu annað hvort að taka afstöðu eða svara spurningunni. Allir nítján frambjóðendur Demókrataflokksins lofuðu aftur á móti að virða niðurstöðurnar. Á meðal þeirra sem neituðu annað hvort að svara eða vildu ekki lofa því að virða úrslitin voru Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída sem er talinn líklegt forsetaefni Repúblikanaflokksins árið 2024 ef Donald Trump býður sig ekki fram aftur, og Greg Abbott, ríkisstjóri Texas. Athygli vekur að Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, er annar tveggja frambjóðenda Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra sem heitir því að samþykkja niðurstöður kosninganna. Sjö aðrir frambjóðendur flokksins til ríkisstjóra neituðu. Stoðlausar ásakanir Trump fyrrverandi forseta og fylgismanna hans um kosningasvik í forsetakosningunum 2020 beindust að miklu leyti að Georgíu. Þrýsti forsetinn og ráðgjafar hans meðal annars á embættismenn í ríkinu um að snúa úrslitunum þar við. Kosningaafneitarar með puttana í framkvæmd kosninga víða Bandaríska blaðið segir óljóst hvað gerist ef fjöldi frambjóðenda neitar að viðurkenna ósigur í kosningunum sem fara fram 8. nóvember. Líklegt sé að slíkt endi með aragrúa dómsmála líkt og gerðist eftir kosningarnar 2020 þegar Trump neitaði að játa sig sigraðan. Stór hluti kjörinna fulltrúa Repúblikanaflokksins endurómar nú stoðlausar ásakanir Trump um kosningasvik. Afneitarar kosningaúrslitanna 2020 sitja nú sums staðar í kjörstjórnum eða stýra framkvæmd kosninga í einstökum ríkjum og sýslum. Meira en helmingur þeirra sem flokkurinn hefur tilnefnt til embætta sem hafa með kosningar að gera halda því fram að brögð hafi verið í tafli þegar Joe Biden bar sigurorð af Trump fyrir að verða tveimur árum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar ýmsa ráðgjafa og bandamenn Trump vegna tilrauna þeirra til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit hjá nokkrum þeirra fyrr á þessu ári. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Tangarhald Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Kosið verður til allra sæta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hluta sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóra embætta víðs vegar um landið í kosningunum í nóvember. Könnun Washington Post á meðal frambjóðenda um nítján meiriháttar embætti þar sem mjótt er á munum leiddi í ljós að afgerandi meirihluti repúblikana vildi ekki gefa upp hvort þeir ætluðu sér að virða kosningaúrslitin. Sjö frambjóðendur flokksins sögðust ætla að sætta sig við úrslitin hver sem þau yrðu en tólf neituðu annað hvort að taka afstöðu eða svara spurningunni. Allir nítján frambjóðendur Demókrataflokksins lofuðu aftur á móti að virða niðurstöðurnar. Á meðal þeirra sem neituðu annað hvort að svara eða vildu ekki lofa því að virða úrslitin voru Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída sem er talinn líklegt forsetaefni Repúblikanaflokksins árið 2024 ef Donald Trump býður sig ekki fram aftur, og Greg Abbott, ríkisstjóri Texas. Athygli vekur að Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, er annar tveggja frambjóðenda Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra sem heitir því að samþykkja niðurstöður kosninganna. Sjö aðrir frambjóðendur flokksins til ríkisstjóra neituðu. Stoðlausar ásakanir Trump fyrrverandi forseta og fylgismanna hans um kosningasvik í forsetakosningunum 2020 beindust að miklu leyti að Georgíu. Þrýsti forsetinn og ráðgjafar hans meðal annars á embættismenn í ríkinu um að snúa úrslitunum þar við. Kosningaafneitarar með puttana í framkvæmd kosninga víða Bandaríska blaðið segir óljóst hvað gerist ef fjöldi frambjóðenda neitar að viðurkenna ósigur í kosningunum sem fara fram 8. nóvember. Líklegt sé að slíkt endi með aragrúa dómsmála líkt og gerðist eftir kosningarnar 2020 þegar Trump neitaði að játa sig sigraðan. Stór hluti kjörinna fulltrúa Repúblikanaflokksins endurómar nú stoðlausar ásakanir Trump um kosningasvik. Afneitarar kosningaúrslitanna 2020 sitja nú sums staðar í kjörstjórnum eða stýra framkvæmd kosninga í einstökum ríkjum og sýslum. Meira en helmingur þeirra sem flokkurinn hefur tilnefnt til embætta sem hafa með kosningar að gera halda því fram að brögð hafi verið í tafli þegar Joe Biden bar sigurorð af Trump fyrir að verða tveimur árum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar ýmsa ráðgjafa og bandamenn Trump vegna tilrauna þeirra til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit hjá nokkrum þeirra fyrr á þessu ári.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Tangarhald Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53
Tangarhald Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01