Leiðtogi hægrimanna fær stjórnarmyndunarumboð Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2022 14:21 Ulf Kristersson, leiðtogi Miðjumannanna (s. Moderatarna), gæti orðið næsti forsætisráðherra Svíþjóðar. AP/Fredrik Sandberg/TT News Agency Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderatarna, fékk formlegt umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í Svíþjóð í dag. Hægriöfgaflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir gætu tekið sæti í ríkisstjórn hægri blokkarinnar eða varið minnihlutastjórn falli. Andreas Norlen, forseti sænska þingsins, fól Kristersson umboðið í dag en sagðist ekki hafa sett honum ákveðin tímamörk þar sem stjórnarmyndun gæti orðið tímafrek. Kristersson kom sjálfur bjartsýnn af fundinum með Norlen. „Skilaboð mín til forsetans voru þau að allt gangi vel. Ég vil mynda ríkisstjórn sem sameinar en sundrar ekki,“ sagði leiðtoginn að fundi loknum. Mið- og hægriflokkarnir fjórir unnu 176 þingsæti gegn 173 sætum mið- og vinstriblokkarinnar í þingkosningunum sem fóru fram 11. september. Magdalena Andersson, forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmanna, baðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína í síðustu viku. Svíþjóðardemókratarnir, umdeildur hægriöfgaflokkur sem spratt upp úr hreyfingu nýnasista, er næststærsti flokkurinn á sænska þinginu eftir kosningarnar. Ekki hugnast öllum flokkum hægriblokkarinnar að vinna með honum. Flokkurinn hefur engu að síður örlög hvers kyns hægristjórnar í höndum sér. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, gekk einnig á fund Norlen í dag. Eftir fundinn sagði hann blaðamönnum að hans skoðun væri sú að það hentaði Svíþjóð best að hafa meirihlutastjórn. Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Andersson segir „dyrnar standa opnar“ Magdalena Andersson gekk á fund forseta sænska þingsins í morgun þar sem hún baðst formlegrar lausnar úr embætti forsætisráðherra Svíþjóðar eftir um níu mánuði í embætti. Hægriflokkarnir á þingi hafa þegar hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en Andersson hefur rétt út hönd til hægriflokksins Moderaterna og opnað á samstarf, fari svo þeim snúist hugur varðandi stjórnarsamstarf með Svíþjóðardemókrötum. 15. september 2022 11:30 Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. 11. september 2022 22:07 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Andreas Norlen, forseti sænska þingsins, fól Kristersson umboðið í dag en sagðist ekki hafa sett honum ákveðin tímamörk þar sem stjórnarmyndun gæti orðið tímafrek. Kristersson kom sjálfur bjartsýnn af fundinum með Norlen. „Skilaboð mín til forsetans voru þau að allt gangi vel. Ég vil mynda ríkisstjórn sem sameinar en sundrar ekki,“ sagði leiðtoginn að fundi loknum. Mið- og hægriflokkarnir fjórir unnu 176 þingsæti gegn 173 sætum mið- og vinstriblokkarinnar í þingkosningunum sem fóru fram 11. september. Magdalena Andersson, forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmanna, baðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína í síðustu viku. Svíþjóðardemókratarnir, umdeildur hægriöfgaflokkur sem spratt upp úr hreyfingu nýnasista, er næststærsti flokkurinn á sænska þinginu eftir kosningarnar. Ekki hugnast öllum flokkum hægriblokkarinnar að vinna með honum. Flokkurinn hefur engu að síður örlög hvers kyns hægristjórnar í höndum sér. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, gekk einnig á fund Norlen í dag. Eftir fundinn sagði hann blaðamönnum að hans skoðun væri sú að það hentaði Svíþjóð best að hafa meirihlutastjórn.
Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Andersson segir „dyrnar standa opnar“ Magdalena Andersson gekk á fund forseta sænska þingsins í morgun þar sem hún baðst formlegrar lausnar úr embætti forsætisráðherra Svíþjóðar eftir um níu mánuði í embætti. Hægriflokkarnir á þingi hafa þegar hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en Andersson hefur rétt út hönd til hægriflokksins Moderaterna og opnað á samstarf, fari svo þeim snúist hugur varðandi stjórnarsamstarf með Svíþjóðardemókrötum. 15. september 2022 11:30 Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. 11. september 2022 22:07 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Andersson segir „dyrnar standa opnar“ Magdalena Andersson gekk á fund forseta sænska þingsins í morgun þar sem hún baðst formlegrar lausnar úr embætti forsætisráðherra Svíþjóðar eftir um níu mánuði í embætti. Hægriflokkarnir á þingi hafa þegar hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en Andersson hefur rétt út hönd til hægriflokksins Moderaterna og opnað á samstarf, fari svo þeim snúist hugur varðandi stjórnarsamstarf með Svíþjóðardemókrötum. 15. september 2022 11:30
Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. 11. september 2022 22:07