Er hægt að svindla í skák með unaðstækjum ástarlífsins? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. september 2022 08:35 Carlsen hætti þátttöku eftir skákina við Niemann. Saint Louis Chess Club/Crystal Fuller Mikil ólga er nú innan skákheimsins eftir að Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari og einn mesti núlifandi skákmeistari heims, hætti á dögunum þátttöku á Sinquefield-skákmótinu. Getgátur fóru í kjölfarið á flug um mögulegt svindl mannsins sem batt enda á 53 skáka sigurgöngu Carlsen. Carlsen tapaði viðureign við Hans Niemann, sem varð stórmeistari í fyrra. Í kjölfarið tilkynnti hinn óviðjafnanlegi Carlsen að hann væri hættur keppni og deildi myndskeiði á Twitter, þar sem knattspyrnuþjálfarinn Jose Mourinho segist ekki geta tjáð sig, þar sem það muni aðeins koma honum í vandræði. Margir túlkuðu tíst Carlsen á þann veg að þarna væri hann að saka Niemann um svindl en Niemann, sem er 19 ára, hefur tvívegis gerst sekur um svindl í netskák á Chess.com. Að sögn Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands, sem telur ekki að Niemann hafi svindlað, kom síðastnefndi hingað til lands fyrr á árinu, til að taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu. „Það var virkilega gaman að hafa hann. Hann er svona svolítið skemmtileg týpa, hann er svona „tense“ og ákveðinn og tapaði meðal annars fyrir Jóhanni Hjartarsyni í 26 leikjum. Það var gaman að hafa hann hérna,“ segir Gunnar. Engin formleg kvörtun hefur verið lögð fram gegn Niemann en fjölmargir hafa stigið fram og segjast efast um að nýliðinn hafi unnið heimsmeistarann á heiðarlegan hátt. Carlsen var með hvítan og lék sjaldgæfan byrjunarleik. Niemann virtist þó eiga svar við öllum brögðum heimsmeistarans og kom sjálfur á óvart á ögurstundu, með leiknum be6. Niemann hefur þverneitað að hafa svindlað og segist fyrir tilviljun hafa verið búinn að kynna sér stöðuna sem kom upp í skákinni fyrir einvígið. Það er enda erfitt að svindla við borðið, á móti andstæðingnum og fyrir framan áhorfendur. Erfitt, en ekki útlokað, segir Gunnar, sem segir menn áður hafa orðið uppvísa að því að fela til að mynda síma á salerninu. Viðlíka uppákomur hafi þó ekki áður átt sér stað meðal fremstu manna í skákheiminum. En hvernig á Niemann þá að hafa farið að þessu? Kenningin er sumsé sú að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarminum og vitorðsmaður hans gefið honum upplýsingar um besta leikinn í stöðunni með því að láta tækið titra á fyrirfram ákveðinn hátt. Vitorðsmaður gæti þannig, ef einbeittur brotavilji er fyrir hendi, setið hvar sem er og matað hinn óheiðarlega skákmann á upplýsingum úr tölvuheila. Ásakanir um svindl í skákheiminum Skák Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Sjá meira
Getgátur fóru í kjölfarið á flug um mögulegt svindl mannsins sem batt enda á 53 skáka sigurgöngu Carlsen. Carlsen tapaði viðureign við Hans Niemann, sem varð stórmeistari í fyrra. Í kjölfarið tilkynnti hinn óviðjafnanlegi Carlsen að hann væri hættur keppni og deildi myndskeiði á Twitter, þar sem knattspyrnuþjálfarinn Jose Mourinho segist ekki geta tjáð sig, þar sem það muni aðeins koma honum í vandræði. Margir túlkuðu tíst Carlsen á þann veg að þarna væri hann að saka Niemann um svindl en Niemann, sem er 19 ára, hefur tvívegis gerst sekur um svindl í netskák á Chess.com. Að sögn Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands, sem telur ekki að Niemann hafi svindlað, kom síðastnefndi hingað til lands fyrr á árinu, til að taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu. „Það var virkilega gaman að hafa hann. Hann er svona svolítið skemmtileg týpa, hann er svona „tense“ og ákveðinn og tapaði meðal annars fyrir Jóhanni Hjartarsyni í 26 leikjum. Það var gaman að hafa hann hérna,“ segir Gunnar. Engin formleg kvörtun hefur verið lögð fram gegn Niemann en fjölmargir hafa stigið fram og segjast efast um að nýliðinn hafi unnið heimsmeistarann á heiðarlegan hátt. Carlsen var með hvítan og lék sjaldgæfan byrjunarleik. Niemann virtist þó eiga svar við öllum brögðum heimsmeistarans og kom sjálfur á óvart á ögurstundu, með leiknum be6. Niemann hefur þverneitað að hafa svindlað og segist fyrir tilviljun hafa verið búinn að kynna sér stöðuna sem kom upp í skákinni fyrir einvígið. Það er enda erfitt að svindla við borðið, á móti andstæðingnum og fyrir framan áhorfendur. Erfitt, en ekki útlokað, segir Gunnar, sem segir menn áður hafa orðið uppvísa að því að fela til að mynda síma á salerninu. Viðlíka uppákomur hafi þó ekki áður átt sér stað meðal fremstu manna í skákheiminum. En hvernig á Niemann þá að hafa farið að þessu? Kenningin er sumsé sú að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarminum og vitorðsmaður hans gefið honum upplýsingar um besta leikinn í stöðunni með því að láta tækið titra á fyrirfram ákveðinn hátt. Vitorðsmaður gæti þannig, ef einbeittur brotavilji er fyrir hendi, setið hvar sem er og matað hinn óheiðarlega skákmann á upplýsingum úr tölvuheila.
Ásakanir um svindl í skákheiminum Skák Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent