Segir að heimsfaraldrinum sé lokið Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2022 06:34 Joe Biden Bandaríkjaforseti var í viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60 Minutes í gærkvöldi. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að kórónuveiran sé enn vandamál en að staðan hafi breyst og að heimsfaraldrinum sé lokið. Þetta sagði Biden í viðtali við bandaríska fréttaskýringaþáttinn 60 Minutes sem sýndur var í gær. Dauðsföllum í Bandaríkjunum vegna Covid-19 hefur fækkað mikið síðustu mánuði og látast þannig nokkur hundruð manns vestanhafs af völdum Covid-19 á hverjum degi. „Við eigum enn í vandræðum með Covid. Við leggjum enn mikla vinnu í þetta. En heimsfaraldrinum er lokið. Þú tekur eftir því að allir eru hættir að nota grímu. Allir virðast vera í ágætu standi svo ég tel stöðuna vera að breytast,“ sagði forsetinn. Endalok faraldursins „í augsýn“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO lýsti því yfir í síðustu viku að endalok heimsfaraldursins væri „í augsýn“ eftir að tilkynnt var að vikuleg dauðsföll vegna veirunnar hafi ekki verið færri frá því í mars 2020. Skráð dauðsföll vegna kórónuveirunnar í Bandaríkjunum eru nú um fjögur hundruð á dag samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. Biden hefur óskað eftir að Bandaríkjaþing samþykki 22,4 milljarða dala aukafjárveitingu til að geta brugðist við, fari svo að tilfellum fjölgi verulega á ný yfir vetrarmánuðina. „Algerlega ábyrgðarlaust“ Í viðtalinu, sem sjá má að neðan, ræddi Biden einnig forvera sinn í embætti, Donald Trump, og sérstaklega hvernig sá hafi geymt trúnaðarskjöl á heimili sínum í Mar-a-Lago í Flórída. Sagði hann það hafa verið „algerlega ábyrgðarlaust“. Biden sagði að hann hafi ekki fengið upplýsingar um hvaða gögn nákvæmlega hafi fundist á heimili Trumps. Hann hafi ekki óskað sérstaklega eftir slíku þar sem hann vilji ekki skipta sér af því hvort að rétt sé fyrir dómsmálaráðuneyti landsins að grípa til sérstara aðgerða vegna málsins eður ei. Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41 Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýstu því yfir í gær að þeir væru ekki mótfallnir tillögu lögmanna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að fyrrverandi alríkisdómari verði skipaður til að fara yfir gögnin úr Mar-a-Lago og segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. 13. september 2022 14:31 Enn bætist á vandræði Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kosningasjóð Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, til rannsóknar. Sérstaklega er verið að skoða hvernig peningum hefur verið safnað í „Save America“ sjóðinn og hvernig þeim hefur verið varið. 9. september 2022 22:31 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Þetta sagði Biden í viðtali við bandaríska fréttaskýringaþáttinn 60 Minutes sem sýndur var í gær. Dauðsföllum í Bandaríkjunum vegna Covid-19 hefur fækkað mikið síðustu mánuði og látast þannig nokkur hundruð manns vestanhafs af völdum Covid-19 á hverjum degi. „Við eigum enn í vandræðum með Covid. Við leggjum enn mikla vinnu í þetta. En heimsfaraldrinum er lokið. Þú tekur eftir því að allir eru hættir að nota grímu. Allir virðast vera í ágætu standi svo ég tel stöðuna vera að breytast,“ sagði forsetinn. Endalok faraldursins „í augsýn“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO lýsti því yfir í síðustu viku að endalok heimsfaraldursins væri „í augsýn“ eftir að tilkynnt var að vikuleg dauðsföll vegna veirunnar hafi ekki verið færri frá því í mars 2020. Skráð dauðsföll vegna kórónuveirunnar í Bandaríkjunum eru nú um fjögur hundruð á dag samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. Biden hefur óskað eftir að Bandaríkjaþing samþykki 22,4 milljarða dala aukafjárveitingu til að geta brugðist við, fari svo að tilfellum fjölgi verulega á ný yfir vetrarmánuðina. „Algerlega ábyrgðarlaust“ Í viðtalinu, sem sjá má að neðan, ræddi Biden einnig forvera sinn í embætti, Donald Trump, og sérstaklega hvernig sá hafi geymt trúnaðarskjöl á heimili sínum í Mar-a-Lago í Flórída. Sagði hann það hafa verið „algerlega ábyrgðarlaust“. Biden sagði að hann hafi ekki fengið upplýsingar um hvaða gögn nákvæmlega hafi fundist á heimili Trumps. Hann hafi ekki óskað sérstaklega eftir slíku þar sem hann vilji ekki skipta sér af því hvort að rétt sé fyrir dómsmálaráðuneyti landsins að grípa til sérstara aðgerða vegna málsins eður ei.
Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41 Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýstu því yfir í gær að þeir væru ekki mótfallnir tillögu lögmanna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að fyrrverandi alríkisdómari verði skipaður til að fara yfir gögnin úr Mar-a-Lago og segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. 13. september 2022 14:31 Enn bætist á vandræði Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kosningasjóð Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, til rannsóknar. Sérstaklega er verið að skoða hvernig peningum hefur verið safnað í „Save America“ sjóðinn og hvernig þeim hefur verið varið. 9. september 2022 22:31 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41
Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýstu því yfir í gær að þeir væru ekki mótfallnir tillögu lögmanna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að fyrrverandi alríkisdómari verði skipaður til að fara yfir gögnin úr Mar-a-Lago og segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. 13. september 2022 14:31
Enn bætist á vandræði Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kosningasjóð Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, til rannsóknar. Sérstaklega er verið að skoða hvernig peningum hefur verið safnað í „Save America“ sjóðinn og hvernig þeim hefur verið varið. 9. september 2022 22:31