Vann ekki Eddu en getur þakkað Eddu fyrir augnablik sem gleymist seint Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2022 23:47 Kristjana nýbúin að skella lummunni undir efri vörina þegar hún virðist átta sig á því að kastljósið beinist að svæðinu hennar í Háskólabíó. Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður á Ríkisútvarpinu vann ekki í flokknum sjónvarpsmaður ársins á Eddunni í kvöld. Hún átti þó eitt af augnablikum kvöldsins í beinni útsendingu á RÚV. Kristjana var mætt á hátíðina ásamt vinkonu sinni og samstarfskonu Eddu Sif Pálsdóttur. Mögulega hugsar hún samstarfskonunni þegjandi þörfinni eftir birtingu myndskeiðs frá útsendingu kvöldsins en líklegra er þó að hún hlæi að öllu saman. Kristjana og Edda sátu á bekk fyrir aftan sjónvarpsframleiðandann Margréti Jónasdóttur. Margrét framleiddi heimildarmynd ársins, Hækkum rána, sem vann í flokknum Heimildarmynd ársins. Við tilkynninguna reis Margrét fagnandi úr sæti og fyrir aftan sat Kristjana í sakleysi sínu. Ekki vildi betur til en svo að Kristjana var að troða nikótínpoka í efri vörina á sér. Augnablikið sást vel í sjónvarpi allra landsmanna en væri líklega týnt og tröllum gefið ef ekki væri fyrir vökult auga Eddu Sifjar. Edda, sem einnig var tilnefnd í flokknum sjónvarpsmaður ársins, birti nokkurra sekúndna myndskeið á Twitter í kvöld. Segja má að myndskeiðið sé í þessum töluðu á sigurför á samfélagsmiðlinum. „Má aðeins hafa gaman mamma þarf að djamma SLAKIÐ Á!!“ skrifar Edda og ekki sér fyrir endann á ummælum og lækum sem myndbrotið safnar. Öllum til gamans, meira að segja Kristjönu. Gleðileg jól bara frá okkur á Eddunni pic.twitter.com/8JjyiAUru6— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) September 18, 2022 Stuðið hjá Eddu og Kristjönu var mikið í kvöld. Auk þeirra voru Guðrún Sóley Gestsdóttir á RÚV og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir á Stöð 2 tilnefnd sem sjónvarpsmaður ársins. Það var hins vegar Helgi Seljan, blaðamaður á Stundinni, sem hlaut verðlaunin. Það var annað tilefni fyrir sjónvarpskonurnar á RÚV til að slá á létta strengi í Háskólabíó í kvöld. Varpaði Edda Sif fram spurningunni, augljóslega í gríni, hvort allir væru ekki búnir að fá nóg af Helga Seljan? Með fylgdi mynd af vinkonunum þar sem þær þóttust afar ósáttar með niðurstöðuna. Meðal þeirra sem svara tístinu var Helgi sjálfur sem átti ekki heimangengt á hátíðina. „Tengi!!“ skrifar Helgi á léttum nótum. Hver er í alvörunni ekki búinn að fá nóg af @helgiseljan ?! #eddan pic.twitter.com/2HeCcuHgmv— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) September 18, 2022 Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Dýrið sankaði að sér verðlaunum Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins. 19. september 2022 00:02 „Ekki kann lögreglan að meta það“ Í þakkarræðu sinni á Edduverðlaununum í kvöld skaut Þóra Arnórsdóttir föstum skotum að lögreglu og Samherja þegar hún tók við verðlaunum fyrir hönd umsjónarmanna Kveiks, sem hlutu verðlaun fyrir fréttaskýringaþátt ársins. 18. september 2022 22:19 Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld. 18. september 2022 21:42 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Kristjana var mætt á hátíðina ásamt vinkonu sinni og samstarfskonu Eddu Sif Pálsdóttur. Mögulega hugsar hún samstarfskonunni þegjandi þörfinni eftir birtingu myndskeiðs frá útsendingu kvöldsins en líklegra er þó að hún hlæi að öllu saman. Kristjana og Edda sátu á bekk fyrir aftan sjónvarpsframleiðandann Margréti Jónasdóttur. Margrét framleiddi heimildarmynd ársins, Hækkum rána, sem vann í flokknum Heimildarmynd ársins. Við tilkynninguna reis Margrét fagnandi úr sæti og fyrir aftan sat Kristjana í sakleysi sínu. Ekki vildi betur til en svo að Kristjana var að troða nikótínpoka í efri vörina á sér. Augnablikið sást vel í sjónvarpi allra landsmanna en væri líklega týnt og tröllum gefið ef ekki væri fyrir vökult auga Eddu Sifjar. Edda, sem einnig var tilnefnd í flokknum sjónvarpsmaður ársins, birti nokkurra sekúndna myndskeið á Twitter í kvöld. Segja má að myndskeiðið sé í þessum töluðu á sigurför á samfélagsmiðlinum. „Má aðeins hafa gaman mamma þarf að djamma SLAKIÐ Á!!“ skrifar Edda og ekki sér fyrir endann á ummælum og lækum sem myndbrotið safnar. Öllum til gamans, meira að segja Kristjönu. Gleðileg jól bara frá okkur á Eddunni pic.twitter.com/8JjyiAUru6— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) September 18, 2022 Stuðið hjá Eddu og Kristjönu var mikið í kvöld. Auk þeirra voru Guðrún Sóley Gestsdóttir á RÚV og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir á Stöð 2 tilnefnd sem sjónvarpsmaður ársins. Það var hins vegar Helgi Seljan, blaðamaður á Stundinni, sem hlaut verðlaunin. Það var annað tilefni fyrir sjónvarpskonurnar á RÚV til að slá á létta strengi í Háskólabíó í kvöld. Varpaði Edda Sif fram spurningunni, augljóslega í gríni, hvort allir væru ekki búnir að fá nóg af Helga Seljan? Með fylgdi mynd af vinkonunum þar sem þær þóttust afar ósáttar með niðurstöðuna. Meðal þeirra sem svara tístinu var Helgi sjálfur sem átti ekki heimangengt á hátíðina. „Tengi!!“ skrifar Helgi á léttum nótum. Hver er í alvörunni ekki búinn að fá nóg af @helgiseljan ?! #eddan pic.twitter.com/2HeCcuHgmv— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) September 18, 2022
Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Dýrið sankaði að sér verðlaunum Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins. 19. september 2022 00:02 „Ekki kann lögreglan að meta það“ Í þakkarræðu sinni á Edduverðlaununum í kvöld skaut Þóra Arnórsdóttir föstum skotum að lögreglu og Samherja þegar hún tók við verðlaunum fyrir hönd umsjónarmanna Kveiks, sem hlutu verðlaun fyrir fréttaskýringaþátt ársins. 18. september 2022 22:19 Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld. 18. september 2022 21:42 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Dýrið sankaði að sér verðlaunum Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins. 19. september 2022 00:02
„Ekki kann lögreglan að meta það“ Í þakkarræðu sinni á Edduverðlaununum í kvöld skaut Þóra Arnórsdóttir föstum skotum að lögreglu og Samherja þegar hún tók við verðlaunum fyrir hönd umsjónarmanna Kveiks, sem hlutu verðlaun fyrir fréttaskýringaþátt ársins. 18. september 2022 22:19
Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld. 18. september 2022 21:42