Íslenski boltinn

Tristan Freyr sleit kross­band í annað sinn á að­eins tveimur árum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tristan Freyr í leik gegn Víkingum.
Tristan Freyr í leik gegn Víkingum. Vísir/Elín Björg

Tristan Freyr Ingólfsson, varnarmaður Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta, varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné á dögunum. Var hann að slíta krossband í annað sinn á jafn mörgum árum.

Hinn 23 ára gamli Tristan Freyr sleit krossband í ágúst á síðasta ári og var að nýlega snúinn aftur á völlinn í ágúst síðastliðnum þegar atvikið átti sér stað í leik gegn Keflavík. Var það aðeins hans þriðji leikur á tímabilinu.

Tristan Freyr staðfesti þetta í spjalli við Fótbolti.net en sagðist þó ekki hafa fundið fyrir neinum sársauka. Hann hafi þó fljótlega áttað sig á að ekki væri allt í lagi, sest niður og beðið um skiptingu. Varnarmaðurinn fer í aðgerð síðar í mánuðinum og ljóst er að hann spilar ekki meira með á þessari leiktíð.

Stjarnan vann FH í gær sem þýðir að liðið fer í efri úrslitakeppni Bestu deildarinnar.


Tengdar fréttir

Svona lítur fyrsta úrslitakeppni Bestu-deildarinnar út

Ef engar breytingar hefðu verið gerðar á efstu deild karla í knattspyrnu væri Íslandsmótinu nú lokið. Breiðablik væri Íslandsmeistari og FH og ÍA væru á leið niður í Lengjudeildina. Breytingar voru hins vegar gerðar og enn eru eftir fimm umferðir af Bestu-deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×