Lífið

Giftist þeirri fyrstu sem hann hitti á Tinder

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Steinþór og Glódís giftu sig í fyrrasumar en héldu athöfnina sjálfa hátíðlega í ágúst, síðastliðnum.
Steinþór og Glódís giftu sig í fyrrasumar en héldu athöfnina sjálfa hátíðlega í ágúst, síðastliðnum. vísir/stöð 2/arnar

Hjónin Stein­þór Helgi Arn­steins­son og Gló­dís Guð­geirs­dóttir giftu sig við há­tíð­lega at­höfn á Flat­eyri í ágúst. Þau kynntust í gegn um stefnu­móta­for­ritið Tinder fyrir sex árum síðan en Gló­dís var sú fyrsta sem Stein­þór „matsaði“ við á for­ritinu.

„Við þekktumst ekki neitt sko en það höfðu átt sér stað ein­hver ör­lítil sam­skipti á Twitter. Ég á­kveð síðan að prófa Tinder og til að gera langa sögu stutta þá var hún bara fyrsta matsið mitt á Tinder. Við hittumst svo tveimur dögum síðar á Þor­láks­messu og við höfum verið saman síðan,“ segir Stein­þór.

Fjallað var um á­hrif stefnu­móta­for­rita og tækni á ástar­líf- og menningu Ís­lendinga í kvöld­fréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem meðal annars var rætt við hjónin:

Þau hafa ekkert nema gott um for­rit sem þessi að segja enda geta þau varla annað:

„Það kom okkur saman, ári seinna kom sonur og nú erum við gift!“ segir Stein­þór.

Gló­dís kveðst þó viss um að þau hefðu ein­hvern veginn náð saman ef ekki væri fyrir Tinder: „Ég held að við hefðum hist eitt­hvað niðri í bæ ein­hvern tíma... En þetta flýtti alla­vega fyrir.“

Þau giftu sig form­lega fyrir ári síðan hjá sýslu­manni á Flat­eyri í miðjum heims­far­aldri en héldu veisluna og sjálfa at­höfnina form­lega í ágúst síðast­liðnum.

Hægt að senda merki til fólks

Spurð hvort þetta sé orðin al­gengasta leið unga fólksins til að finna maka segir Gló­dís:

„Ég held það sé ekkert bara í gegn um Tinder heldur líka í gegn um hina sam­fé­lags­miðlana. Þú sérð ein­hverja heita píu á Insta­gram og fylgir henni.“

Stein­þór tekur undir: „Já, fólk er að senda alls konar merki til fólks í gegn um þessi for­rit. Fara kannski og læka ein­hverja gamla mynd, það sendir á­kveðin skila­boð. Þannig að ég held að Tinder sé alls ekkert það eina sem fólk er að nota.“

Finna má um­fangs­meiri um­fjöllun um ástina og stefnu­móta­for­rit í spilaranum hér að ofan. Þar fara þau Gló­dís og Stein­þór meðal annars yfir fyrstu skila­boðin sem hann sendi henni í gegn um Tinder.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×