„Þurfum að brýna stálið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2022 17:27 Jón Þór Hauksson og Skagamenn hafa fimm leiki til að bjarga sér frá falli. vísir/diego Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var þungur á brún eftir tapið fyrir Leikni, 1-2, í fallslag í Bestu deild karla í dag. Skagamenn skoruðu öll þrjú mörk leiksins. „Þetta er gríðarlegt áfall og líka í ljósi þess hvernig leikurinn var. Þetta var slagur og við töpuðum á tveimur sjálfsmörkum eftir föst leikatriði. Við sofnuðum á verðinum og það er það sem réði úrslitum og er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi í leikslok. ÍA var yfir í hálfleik en náði ekki að fylgja því eftir. Jón Þór vildi samt ekki meina að sínir menn hefðu farið of aftarlega í byrjun seinni hálfleiks. „Nei, við gerðum það svo sem líka á köflum í fyrri hálfleik og gerðum það nokkuð vel. Þeir spiluðu sig aldrei í gegnum okkur eða sköpuðu sér mörg færi. Það er ekki stóra atriðið í þessu. Það eru þessi tvö föstu leikatriði þar sem við sofnuðum á verðinum á einhvern óskiljanlegan hátt. Það réði úrslitum,“ sagði Jón Þór. Leiknir féll fjölmargar hornspyrnur í leiknum en ÍA varðist þeim vel, allt fram að þeirri síðustu á 88. mínútu sem sigurmarkið kom eftir. „Eins og ég sagði menn gleymdu sér og voru ekki rétt staðsettir á þeim stöðum sem þeir áttu að vera á og þá fer þetta svona. Það er ekki flóknara en það. Við skildum nærsvæðið eftir mannlaust í öðru marki Leiknis. Við eigum að manna það svæði en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum láta menn sig hverfa og okkur var refsað fyrir það,“ sagði Jón Þór. Skagamenn voru súrir og svekktir í leikslok.vísir/diego Ef gamla fyrirkomulagið væri enn við lýði væri ÍA fallið. En góðu fréttirnar fyrir Skagamenn eru að það eru fimm leikir eftir svo þeir geta enn bjargað sér. „Við þurfum að brýna stálið og mæta af krafti til leiks eftir þessar tvær vikur. Við þurfum að byrja úrslitakeppnina af krafti. Það eru fimm leikir eftir og mörg stig í pottinum. Þetta er ekki búið en við getum ekki gefið þetta frá sér eins og við gerðum í dag. Það er alveg ljóst,“ sagði Jón Þór að endingu. Besta deild karla ÍA Leiknir Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
„Þetta er gríðarlegt áfall og líka í ljósi þess hvernig leikurinn var. Þetta var slagur og við töpuðum á tveimur sjálfsmörkum eftir föst leikatriði. Við sofnuðum á verðinum og það er það sem réði úrslitum og er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi í leikslok. ÍA var yfir í hálfleik en náði ekki að fylgja því eftir. Jón Þór vildi samt ekki meina að sínir menn hefðu farið of aftarlega í byrjun seinni hálfleiks. „Nei, við gerðum það svo sem líka á köflum í fyrri hálfleik og gerðum það nokkuð vel. Þeir spiluðu sig aldrei í gegnum okkur eða sköpuðu sér mörg færi. Það er ekki stóra atriðið í þessu. Það eru þessi tvö föstu leikatriði þar sem við sofnuðum á verðinum á einhvern óskiljanlegan hátt. Það réði úrslitum,“ sagði Jón Þór. Leiknir féll fjölmargar hornspyrnur í leiknum en ÍA varðist þeim vel, allt fram að þeirri síðustu á 88. mínútu sem sigurmarkið kom eftir. „Eins og ég sagði menn gleymdu sér og voru ekki rétt staðsettir á þeim stöðum sem þeir áttu að vera á og þá fer þetta svona. Það er ekki flóknara en það. Við skildum nærsvæðið eftir mannlaust í öðru marki Leiknis. Við eigum að manna það svæði en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum láta menn sig hverfa og okkur var refsað fyrir það,“ sagði Jón Þór. Skagamenn voru súrir og svekktir í leikslok.vísir/diego Ef gamla fyrirkomulagið væri enn við lýði væri ÍA fallið. En góðu fréttirnar fyrir Skagamenn eru að það eru fimm leikir eftir svo þeir geta enn bjargað sér. „Við þurfum að brýna stálið og mæta af krafti til leiks eftir þessar tvær vikur. Við þurfum að byrja úrslitakeppnina af krafti. Það eru fimm leikir eftir og mörg stig í pottinum. Þetta er ekki búið en við getum ekki gefið þetta frá sér eins og við gerðum í dag. Það er alveg ljóst,“ sagði Jón Þór að endingu.
Besta deild karla ÍA Leiknir Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira