„Höfum haldið haus og strákarnir eru að uppskera eftir því“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2022 17:14 Strákarnir hans Sigurðar Heiðars Höskuldssonar eru ekki lengur í fallsæti. vísir/diego Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var hreykinn af sínu liði eftir sigurinn á ÍA, 1-2, á Akranesi í dag. Leiknismenn lentu undir en komu til baka og unnu leikinn, þökk sé tveimur sjálfsmörkum Skagamanna. „Mér líður bara mjög vel, þetta er skemmtilegt og ég er mjög ánægður. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu og vorum tilbúnir að leggja það á okkur og uppskárum eftir því,“ sagði Sigurður við Vísi eftir leikinn. Leiknismenn voru undir í hálfleik en komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og jöfnuðu fljótlega. „Við færðum okkur aðeins framar. Mér fannst við sterkari aðilinn meginþorra fyrri hálfleiks en vorum ekki alveg nógu góðir í seinni boltunum og staðsetningum þegar við vorum í kringum vítateigana. Ég vildi fá meiri greddu þar, hlaup inn í teiginn, áræðni og það gekk vel,“ sagði Sigurður. Fyrir aðeins tíu dögum tapaði Leiknir 9-0 fyrir Víkingi. Síðan þá hafa Leiknismenn unnið tvo leiki í röð og eru komnir upp úr fallsæti. „Við höfum mikið rætt um botnbaráttuna. Þú þarft að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og halda einbeitingu þrátt fyrir stóran sigur eða skell; að halda spennustiginu réttu. Liðið hefur verið það síðustu vikur og andlega hliðin hefur verið sterk. Það eru margir leikmenn frá og ýmislegt gengið á en við höfum haldið haus og strákarnir eru að uppskera eftir því. Við höfum haldið dampi í gegnum þetta allt,“ sagði Sigurður. Leiknismenn fagna með stuðningsmönnum sínum eftir leik.vísir/diego Sem fyrr sagði er Leiknir ekki lengur í fallsæti nú þegar úrslitakeppnin er framundan. Sigurður segir að það sé vissulega betra en Leiknismenn verði áfram að vera einbeittir og halda vel á spilunum. „Það getur verið góð hvatning fyrir okkur. Við þurfum að vera tilbúnir í úrslitakeppnina. Þetta er heljarinnar dagskrá. Menn eru vanir því að vera í fríi í október. Það sást alveg í þessum leik að menn eru orðnir þreyttir og við þurfum að nýta þessar tvær vikur ofboðslega vel og mæta tilbúnir til leiks,“ sagði Sigurður að lokum. Besta deild karla Leiknir Reykjavík ÍA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel, þetta er skemmtilegt og ég er mjög ánægður. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu og vorum tilbúnir að leggja það á okkur og uppskárum eftir því,“ sagði Sigurður við Vísi eftir leikinn. Leiknismenn voru undir í hálfleik en komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og jöfnuðu fljótlega. „Við færðum okkur aðeins framar. Mér fannst við sterkari aðilinn meginþorra fyrri hálfleiks en vorum ekki alveg nógu góðir í seinni boltunum og staðsetningum þegar við vorum í kringum vítateigana. Ég vildi fá meiri greddu þar, hlaup inn í teiginn, áræðni og það gekk vel,“ sagði Sigurður. Fyrir aðeins tíu dögum tapaði Leiknir 9-0 fyrir Víkingi. Síðan þá hafa Leiknismenn unnið tvo leiki í röð og eru komnir upp úr fallsæti. „Við höfum mikið rætt um botnbaráttuna. Þú þarft að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og halda einbeitingu þrátt fyrir stóran sigur eða skell; að halda spennustiginu réttu. Liðið hefur verið það síðustu vikur og andlega hliðin hefur verið sterk. Það eru margir leikmenn frá og ýmislegt gengið á en við höfum haldið haus og strákarnir eru að uppskera eftir því. Við höfum haldið dampi í gegnum þetta allt,“ sagði Sigurður. Leiknismenn fagna með stuðningsmönnum sínum eftir leik.vísir/diego Sem fyrr sagði er Leiknir ekki lengur í fallsæti nú þegar úrslitakeppnin er framundan. Sigurður segir að það sé vissulega betra en Leiknismenn verði áfram að vera einbeittir og halda vel á spilunum. „Það getur verið góð hvatning fyrir okkur. Við þurfum að vera tilbúnir í úrslitakeppnina. Þetta er heljarinnar dagskrá. Menn eru vanir því að vera í fríi í október. Það sást alveg í þessum leik að menn eru orðnir þreyttir og við þurfum að nýta þessar tvær vikur ofboðslega vel og mæta tilbúnir til leiks,“ sagði Sigurður að lokum.
Besta deild karla Leiknir Reykjavík ÍA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira