Sport

Ís­land nældi í silfur á EM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslenska kvennalandsliið vann silfur á EM í hópfimleikum.
Íslenska kvennalandsliið vann silfur á EM í hópfimleikum. Fimleikasamband Íslands

Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum endaði í öðru sæti á Evrópumótinu sem fór fram í Lúxemborg.

Íslenska liðið var fjórða á svið í dag og hóf leik með æfingum á gólfi. Eftir góðar æfingar fékk Ísland 18,950 stig frá dómurum keppninnar. Eftir það var farið yfir í æfingar á dýnu. Gekk það almennt vel og fékk íslenska liðið 17,650 stig til viðbótar þar.

Íslenska liðið endaði svo á trampólíni. Þar var niðurstaðan 17,350 stig og bætti liðið stigafjölda sinn frá því í undanúrslitum.

Alls fékk Ísland 53,950 stig og endaði í 2. sæti á meðan Svíþjóð varð Evrópumeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×