„Ólíkt síðasta tímabili ætlum við að breyta jafnteflum í sigra í vetur“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2022 21:50 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með að hafa ekki tekið sigurinn í kvöld Vísir/Vilhelm Afturelding gerði jafntefli við FH í 2. umferð Olís deildar karla. Leikurinn var jafn og spennandi þar sem FH fékk lokasóknina en allt kom fyrir ekki og leikurinn endaði 25-25. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með aðeins eitt stig. „Við ætlum að breyta þessum jafnteflum í sigra í vetur. Ég er hundfúll með þetta þar sem við áttum að klára leikinn. Við byrjuðum seinni hálfleik illa en náðum svo góðum tökum á leiknum og vorum sjálfum okkur verstir að hafa ekki náð að klára leikinn og að mínu mati hefðum við átt að klára leikinn þegar um það bil fimm mínútur voru eftir.“ Einar Ingi Hrafnsson, línumaður Aftureldingar, fékk beint rautt spjald eftir sex mínútna leik. Gunnar átti eftir að sjá atvikið aftur en treysti dómurunum. „Ég á eftir að sjá atvikið aftur. Einar beygði sig en ég veit ekki hvernig reglurnar eru en dómararnir fóru í skjáinn og kíktu á þetta svo ég ætla treysta þeim.“ Gunnar var ánægður með áhlaup Aftureldingar í fyrri hálfleik sem skilaði sér í þriggja marka forskoti í hálfleik 14-11. „Ég var ánægður með margt. Vörnin var góð og sóknarlega var ég ánægður með Þorstein [Leó Gunnarsson] sem hefur ekki spilað handbolta í mánuð og var frábær en eðlilega var hann þreyttur í lokin. Þorsteinn og Blær geta samt ekki borið sóknarleikinn uppi einir. Við eigum aðra leikmenn inni og þá verður vopnabúrið okkar sterkara.“ Líkt og í síðustu umferð var Afturelding í hörkuleik alveg til enda. Gunnar hrósaði sínu liði fyrir að hafa náð stigi en gegn Val tapaðist leikurinn með einu marki. „Við fengum stigið í kvöld. Það hefði verið grátlegt að tapa þessum leik en auðvitað hefði ég viljað stig gegn Val líka og þar áttum við að fá víti. Við höfum spilað tvo erfiða leiki gegn Val og FH. Við byggjum ofan á þessa frammistöðu og verðum sterkari þegar fleiri leikmenn fara að spila betur,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira
„Við ætlum að breyta þessum jafnteflum í sigra í vetur. Ég er hundfúll með þetta þar sem við áttum að klára leikinn. Við byrjuðum seinni hálfleik illa en náðum svo góðum tökum á leiknum og vorum sjálfum okkur verstir að hafa ekki náð að klára leikinn og að mínu mati hefðum við átt að klára leikinn þegar um það bil fimm mínútur voru eftir.“ Einar Ingi Hrafnsson, línumaður Aftureldingar, fékk beint rautt spjald eftir sex mínútna leik. Gunnar átti eftir að sjá atvikið aftur en treysti dómurunum. „Ég á eftir að sjá atvikið aftur. Einar beygði sig en ég veit ekki hvernig reglurnar eru en dómararnir fóru í skjáinn og kíktu á þetta svo ég ætla treysta þeim.“ Gunnar var ánægður með áhlaup Aftureldingar í fyrri hálfleik sem skilaði sér í þriggja marka forskoti í hálfleik 14-11. „Ég var ánægður með margt. Vörnin var góð og sóknarlega var ég ánægður með Þorstein [Leó Gunnarsson] sem hefur ekki spilað handbolta í mánuð og var frábær en eðlilega var hann þreyttur í lokin. Þorsteinn og Blær geta samt ekki borið sóknarleikinn uppi einir. Við eigum aðra leikmenn inni og þá verður vopnabúrið okkar sterkara.“ Líkt og í síðustu umferð var Afturelding í hörkuleik alveg til enda. Gunnar hrósaði sínu liði fyrir að hafa náð stigi en gegn Val tapaðist leikurinn með einu marki. „Við fengum stigið í kvöld. Það hefði verið grátlegt að tapa þessum leik en auðvitað hefði ég viljað stig gegn Val líka og þar áttum við að fá víti. Við höfum spilað tvo erfiða leiki gegn Val og FH. Við byggjum ofan á þessa frammistöðu og verðum sterkari þegar fleiri leikmenn fara að spila betur,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum.
Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Sjá meira