„Það má næstum kalla þetta bara dauðagildru“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. september 2022 22:32 Hér má sjá gatnamótin sem um ræðir. Stöð 2 Gatnamót tengja Vogabyggð við Langholtshverfi líkjast dauðagildru að sögn íbúa. Margir óttist að senda börnin sín yfir Sæbraut þar sem umferðin sé þung og bílstjórar sýni lítið tillit til gangandi vegfarenda. Innviðir og samgöngur í hverfinu séu ekki í takt við þau loforð sem kaupendur hafi fengið á sínum tíma. Sæbrautin skilur að hina nýju Vogabyggð og restina að Langholtshverfinu en mikill umferðarþungi er þar daglega. Íbúar eru nú einna helst ósáttir við gatnamót Sæbrautar og Skeiðarvogs og Kleppsmýravegs, sem er algengasta leiðin sem fólk notar til að komast á milli. „Það má næstum kalla þetta bara dauðagildru. Ég, konan mín og börnin mín, við höfum öll lent í því að það var næstum því keyrt á okkur hérna og ég veit um marga aðra í hverfinu sem hafa lent í sömu stöðu,“ segir Heimir Freyr Hlöðversson, íbúi í Vogabyggð. Mikil umræða hefur skapast meðal íbúa en Heimir birti sjálfur myndbönd af gatnamótunum þar sem dæmi voru um að ökumenn stöðvuðu ekki á gangbrautum og fóru jafnvel yfir á rauðu ljósi. Það sé sérstaklega hættulegt fyrir börnin sem neyðast til að fara yfir. Heimir Freyr Hlöðversson, kvikmyndagerðarmaður og íbúi í Vogabyggð.Vísir/Arnar „Nú er búið að selja hundruð íbúa hérna og það er hellingur af krökkum sem þurfa að komast í tómstundir og skóla og það er rosalega brýnt að fara að laga þessi mál. Við bara erum að kalla eftir því að það verði eitthvað gert, það er alveg hræðilegt að senda börnin sín hérna yfir,“ segir Heimir. Loforð fasteignasala standist ekki Upprunalega stóð til að koma Sæbraut í stokk árið 2023 og áttu framkvæmdir að hefjast 2021. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, sem er með verkefnastjórn yfir verkefnum samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, stendur undirbúningsvinna yfir og er stefnt á að hefja framkvæmdir seinni hluta 2024. Þá eru aðrar lausnir, eins og til að mynda tímabundin göngubrú, til skoðunar í samvinnu við Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að Sæbrautin verði lækkuð og sett í stokk á um kílómetra kafla frá Miklubraut/Vesturlandsvegi og norður fyrir gatnamótin við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg.Mynd/Vegagerðin En hver svo sem lausnin verður segja Heimir ljóst að eitthvað þurfi að gerast, og það fljótlega, en hann telur að einnig þyrfti að hægja umferðarhraðan á Sæbrautinni og mögulega koma upp fleiri eftirlitsmyndavélum. Staðan í dag sé ekki í takt við þau loforð sem íbúar fengu á sínum tíma frá fasteignasölum, sem sögðu hverfið hannað fyrir bíllausan lífstíl. „Það er náttúrulega rosalega slæmt að vera að selja fólki einhvern lífstíl í einhverjum hverfum þar sem innviðirnir eru ekki í lagi, það er verið að byggja upp hús og selja sem hraðast, en svo er allt annað í kring sem að bara er engan veginn að virka,“ segir Heimir. Umferðaröryggi Reykjavík Skipulag Börn og uppeldi Samgöngur Sæbrautarstokkur Tengdar fréttir Reykjavíkurborg og börnin í Vogabyggð – Þegar yfirvald tapar tilverurétti sínum Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. 27. júní 2022 08:01 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Sæbrautin skilur að hina nýju Vogabyggð og restina að Langholtshverfinu en mikill umferðarþungi er þar daglega. Íbúar eru nú einna helst ósáttir við gatnamót Sæbrautar og Skeiðarvogs og Kleppsmýravegs, sem er algengasta leiðin sem fólk notar til að komast á milli. „Það má næstum kalla þetta bara dauðagildru. Ég, konan mín og börnin mín, við höfum öll lent í því að það var næstum því keyrt á okkur hérna og ég veit um marga aðra í hverfinu sem hafa lent í sömu stöðu,“ segir Heimir Freyr Hlöðversson, íbúi í Vogabyggð. Mikil umræða hefur skapast meðal íbúa en Heimir birti sjálfur myndbönd af gatnamótunum þar sem dæmi voru um að ökumenn stöðvuðu ekki á gangbrautum og fóru jafnvel yfir á rauðu ljósi. Það sé sérstaklega hættulegt fyrir börnin sem neyðast til að fara yfir. Heimir Freyr Hlöðversson, kvikmyndagerðarmaður og íbúi í Vogabyggð.Vísir/Arnar „Nú er búið að selja hundruð íbúa hérna og það er hellingur af krökkum sem þurfa að komast í tómstundir og skóla og það er rosalega brýnt að fara að laga þessi mál. Við bara erum að kalla eftir því að það verði eitthvað gert, það er alveg hræðilegt að senda börnin sín hérna yfir,“ segir Heimir. Loforð fasteignasala standist ekki Upprunalega stóð til að koma Sæbraut í stokk árið 2023 og áttu framkvæmdir að hefjast 2021. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, sem er með verkefnastjórn yfir verkefnum samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, stendur undirbúningsvinna yfir og er stefnt á að hefja framkvæmdir seinni hluta 2024. Þá eru aðrar lausnir, eins og til að mynda tímabundin göngubrú, til skoðunar í samvinnu við Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að Sæbrautin verði lækkuð og sett í stokk á um kílómetra kafla frá Miklubraut/Vesturlandsvegi og norður fyrir gatnamótin við Skeiðarvog/Kleppsmýrarveg.Mynd/Vegagerðin En hver svo sem lausnin verður segja Heimir ljóst að eitthvað þurfi að gerast, og það fljótlega, en hann telur að einnig þyrfti að hægja umferðarhraðan á Sæbrautinni og mögulega koma upp fleiri eftirlitsmyndavélum. Staðan í dag sé ekki í takt við þau loforð sem íbúar fengu á sínum tíma frá fasteignasölum, sem sögðu hverfið hannað fyrir bíllausan lífstíl. „Það er náttúrulega rosalega slæmt að vera að selja fólki einhvern lífstíl í einhverjum hverfum þar sem innviðirnir eru ekki í lagi, það er verið að byggja upp hús og selja sem hraðast, en svo er allt annað í kring sem að bara er engan veginn að virka,“ segir Heimir.
Umferðaröryggi Reykjavík Skipulag Börn og uppeldi Samgöngur Sæbrautarstokkur Tengdar fréttir Reykjavíkurborg og börnin í Vogabyggð – Þegar yfirvald tapar tilverurétti sínum Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. 27. júní 2022 08:01 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Reykjavíkurborg og börnin í Vogabyggð – Þegar yfirvald tapar tilverurétti sínum Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. 27. júní 2022 08:01