„Victoria's Secret er gamall maður sem býr í Ohio“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. september 2022 16:00 Söngkonan Jax hefur slegið í gegn með laginu Victoria´s Secret. Instagram @jax Tónlistarkonan Jax situr í þrettánda sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Victoria's Secret. Lagið er ádeila á undirfatarisann þar sem Jax syngur meðal annars um skaðlega fegurðarstaðla og segir Victoria's Secret einfaldlega vera gamlan mann sem býr í Ohio. Í textanum syngur Jax meðal annars að hún hefði viljað að einhver hefði sagt eftirfarandi við yngri sjálfa sig: „Enginn líkami er eins. Photoshop og tágrannar fyrirsætur á forsíðum tímarita sögðu mér að ég væri í yfirþyngd. Ég þekki Victoria's Secret og þú myndir ekki trúa því, hún er gamall maður sem býr í Ohio og græðir pening á slæmri líkamsímynd hjá stelpum eins og mér.“ Jax setti upp svokallað Flash Mob fyrir utan Victoria´s Secret verslun í Bandaríkjunum þar sem hópur kvenna dansaði við lagið. Yfirmaður verslunarinnar var víst ekki í skýjunum með uppákomuna. View this post on Instagram A post shared by JAX (@jax) Lagið hefur náð miklum vinsældum í Bandaríkjunum, bæði á streymisveitunni Spotify og samfélagsmiðlinum TikTok. Það var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum 20. ágúst síðastliðinn og hefur klifið listann síðan þá. View this post on Instagram A post shared by JAX (@jax) Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga frá klukkan 14:00-16:00 á FM957. Íslenski listinn í heild sinni: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn FM957 Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Elton John og Britney Spears klífa listann: „Ég er í skýjunum með viðbrögðin“ Elton John og Britney Spears sitja í ellefta sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Hold Me Closer. Lagið er endurgerð á Tiny Dancer, sögulegu lagi Elton John, og var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku. 10. september 2022 16:01 Græna græna grasið nær nýjum hæðum Breski söngvarinn George Ezra trónir á toppi Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið Green Green Grass. Lagið er að finna á plötunni Gold Rush Kid og hefur fikrað sig í átt að fyrsta sæti listans á undanförnum vikum. 3. september 2022 16:01 Beyoncé siglir inn í fjórðu vikuna sína á toppnum Tónlistarkonan Beyoncé situr á toppi Íslenska listans fjórðu vikuna í röð með lagið Break My Soul af plötunni „RENAISSANCE act i“. Lagið hefur náð miklum vinsældum víða um heiminn, sat um tíma í fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans Billboard Hot 100 og er komið með tæplega 150 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify. 27. ágúst 2022 16:00 22 ára gamalt lag slær í gegn í nýjum búning Franski plötusnúðurinn David Guetta sendi nýlega frá sér lagið Family Affair (Dance For Me) og er um að ræða endurgerð á sögulegu lagi sem Mary J. Blidge sendi frá sér árið 2001. Lagið hefur náð vinsældum hérlendis og situr í 16. sæti íslenska listans um þessar mundir. 20. ágúst 2022 16:00 Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Í textanum syngur Jax meðal annars að hún hefði viljað að einhver hefði sagt eftirfarandi við yngri sjálfa sig: „Enginn líkami er eins. Photoshop og tágrannar fyrirsætur á forsíðum tímarita sögðu mér að ég væri í yfirþyngd. Ég þekki Victoria's Secret og þú myndir ekki trúa því, hún er gamall maður sem býr í Ohio og græðir pening á slæmri líkamsímynd hjá stelpum eins og mér.“ Jax setti upp svokallað Flash Mob fyrir utan Victoria´s Secret verslun í Bandaríkjunum þar sem hópur kvenna dansaði við lagið. Yfirmaður verslunarinnar var víst ekki í skýjunum með uppákomuna. View this post on Instagram A post shared by JAX (@jax) Lagið hefur náð miklum vinsældum í Bandaríkjunum, bæði á streymisveitunni Spotify og samfélagsmiðlinum TikTok. Það var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum 20. ágúst síðastliðinn og hefur klifið listann síðan þá. View this post on Instagram A post shared by JAX (@jax) Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga frá klukkan 14:00-16:00 á FM957. Íslenski listinn í heild sinni: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn FM957 Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Elton John og Britney Spears klífa listann: „Ég er í skýjunum með viðbrögðin“ Elton John og Britney Spears sitja í ellefta sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Hold Me Closer. Lagið er endurgerð á Tiny Dancer, sögulegu lagi Elton John, og var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku. 10. september 2022 16:01 Græna græna grasið nær nýjum hæðum Breski söngvarinn George Ezra trónir á toppi Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið Green Green Grass. Lagið er að finna á plötunni Gold Rush Kid og hefur fikrað sig í átt að fyrsta sæti listans á undanförnum vikum. 3. september 2022 16:01 Beyoncé siglir inn í fjórðu vikuna sína á toppnum Tónlistarkonan Beyoncé situr á toppi Íslenska listans fjórðu vikuna í röð með lagið Break My Soul af plötunni „RENAISSANCE act i“. Lagið hefur náð miklum vinsældum víða um heiminn, sat um tíma í fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans Billboard Hot 100 og er komið með tæplega 150 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify. 27. ágúst 2022 16:00 22 ára gamalt lag slær í gegn í nýjum búning Franski plötusnúðurinn David Guetta sendi nýlega frá sér lagið Family Affair (Dance For Me) og er um að ræða endurgerð á sögulegu lagi sem Mary J. Blidge sendi frá sér árið 2001. Lagið hefur náð vinsældum hérlendis og situr í 16. sæti íslenska listans um þessar mundir. 20. ágúst 2022 16:00 Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Elton John og Britney Spears klífa listann: „Ég er í skýjunum með viðbrögðin“ Elton John og Britney Spears sitja í ellefta sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Hold Me Closer. Lagið er endurgerð á Tiny Dancer, sögulegu lagi Elton John, og var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku. 10. september 2022 16:01
Græna græna grasið nær nýjum hæðum Breski söngvarinn George Ezra trónir á toppi Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið Green Green Grass. Lagið er að finna á plötunni Gold Rush Kid og hefur fikrað sig í átt að fyrsta sæti listans á undanförnum vikum. 3. september 2022 16:01
Beyoncé siglir inn í fjórðu vikuna sína á toppnum Tónlistarkonan Beyoncé situr á toppi Íslenska listans fjórðu vikuna í röð með lagið Break My Soul af plötunni „RENAISSANCE act i“. Lagið hefur náð miklum vinsældum víða um heiminn, sat um tíma í fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans Billboard Hot 100 og er komið með tæplega 150 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify. 27. ágúst 2022 16:00
22 ára gamalt lag slær í gegn í nýjum búning Franski plötusnúðurinn David Guetta sendi nýlega frá sér lagið Family Affair (Dance For Me) og er um að ræða endurgerð á sögulegu lagi sem Mary J. Blidge sendi frá sér árið 2001. Lagið hefur náð vinsældum hérlendis og situr í 16. sæti íslenska listans um þessar mundir. 20. ágúst 2022 16:00