Eitt fullkomnasta snjallrúm í heimi mætt í Vogue fyrir heimilið Vogue fyrir heimilið 19. september 2022 08:52 Ergomotion og Garmin hafa tekið höndum saman og afraksturinn er eitt fullkomnasta rúm í heimi. Í fyrsta sinn fáum við heildaryfirsýn á heilsufarið, tuttugu og fjóra tíma sólarhringsins og getum nýtt upplýsingarnar til að bæta líf okkar heilsu enn frekar. Ergosportive er nýtt stillanlegt hátæknisnjallrúm frá Ergomotion sem hannað er í samvinnu við tæknifyrirtækið Garmin. Ergosportive var frumsýnt í versluninni Vogue fyrir heimilið um helgina við frábærar undirtektir. „Samvinna þessara tveggja stórfyrirtækja er einstök og afraksturinn er eitt fullkomnasta rúmið á markaðnum. Ekkert annað rúm á markaðnum getur gert það sama og Ergosportive snjallrúmið,“ segir Steinn Kári Ragnarsson hjá Vogue fyrir heimilið. Ergomotion er stærsti framleiðandi stillanlegra rúma á heimsvísu og í fremstu röð þegar kemur að snjallvæddum lausnum. Nýstárleg og einstök tenging milli nýja Ergosportive snjallrúmsins og Garmin® Wearable snjallúrsins gerir notandanum kleift að fylgjast með líkamlegu ástandi bæði í vöku og svefni. Klippa: Nýtt snjallrúm frá Ergomotion og Garmin Einstakt samspil snjalltækni og svefnrannsókna Mónica Araújo, markaðsstjóri Ergomotion í Evrópu, sagði í viðtali hér á Vísi í vor að gagnasöfnun væri mikilvæg til að kortleggja heilsuna og ekki síst til að tryggja að dagsformið verði sem best. „Með því að safna gögnum meðan við sofum yfir hjartslátt, andardrátt, hreyfingar, lengd djúpsvefns, hrotur og fleira fáum við yfirsýn yfir svefnmunstur okkar og getum sett það í samhengi við það sem við gerðum daginn áður,“ sagði Mónica meðal annars og það er einmitt samhengið milli dagsformsins og nætursvefnsins sem þessi nýja, tímamótatenging við Garmin snjallúrin færir okkur. Rúmið safnar upplýsingum um heilsuna meðan þú sefur og úrið tekur við yfir daginn. Þannig fæast heildaryfirsýn á heilsufarið til að byggja enn frekar á. Í fyrsta sinn fáum við heildaryfirsýn á heilsufarið, tuttugu og fjóra tíma sólarhringsins og getum nýtt upplýsingarnar til að bæta líf okkar og heilsu enn frekar. Snjalltæknin reiknar til dæmis út streitu- og orkustig okkar (e. BodyBattery) meðal annars út frá hjartsláttartíðni, virkni og fleiri þáttum og gefur nætursvefninum einkunn sem hjálpar okkur að setja okkur markmið. Með Ergosportive appið í símanum getum sjáum við samhengið milli nætursvefnsins og dagsformsins. Hrotubani og stillanleg þægindi Auk snjalleiginleika rúmsins er hægt að stilla það á fjölda mismunandi vegu, hækka og lækka undir höfða- og fótalagi auk þess sem það er búið öflugu nuddi, hrotubana, þyngdarleysisstillingu og ledlýsingu í höfðagafli svo fátt eitt sé nefnt. Garmin snjallúr fylgja í kaupunum Í tilefni frumsýningarinnar á rúminu í Vogue fyrir heimilið munu fylgja hverju hjónarúmi tvö Garmin snjallúr að verðmæti 39.900 krónur hvort. Keyptu rúmi fylgir einnig heimsending og uppsetning á rúminu. Glæsileg ledlýsing er í rúmgaflinum. Nákvæmar upplýsingar auðvelda okkur að setja okkur markmið og bæta lífsstílinn. Ergosportive er hægt að stilla á marga vegu auk þess sem rúmið er búið öflugu nuddi. Einfalt er að stilla rúmið með fjarstýringu. Hús og heimili Heilsa Svefn Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira
„Samvinna þessara tveggja stórfyrirtækja er einstök og afraksturinn er eitt fullkomnasta rúmið á markaðnum. Ekkert annað rúm á markaðnum getur gert það sama og Ergosportive snjallrúmið,“ segir Steinn Kári Ragnarsson hjá Vogue fyrir heimilið. Ergomotion er stærsti framleiðandi stillanlegra rúma á heimsvísu og í fremstu röð þegar kemur að snjallvæddum lausnum. Nýstárleg og einstök tenging milli nýja Ergosportive snjallrúmsins og Garmin® Wearable snjallúrsins gerir notandanum kleift að fylgjast með líkamlegu ástandi bæði í vöku og svefni. Klippa: Nýtt snjallrúm frá Ergomotion og Garmin Einstakt samspil snjalltækni og svefnrannsókna Mónica Araújo, markaðsstjóri Ergomotion í Evrópu, sagði í viðtali hér á Vísi í vor að gagnasöfnun væri mikilvæg til að kortleggja heilsuna og ekki síst til að tryggja að dagsformið verði sem best. „Með því að safna gögnum meðan við sofum yfir hjartslátt, andardrátt, hreyfingar, lengd djúpsvefns, hrotur og fleira fáum við yfirsýn yfir svefnmunstur okkar og getum sett það í samhengi við það sem við gerðum daginn áður,“ sagði Mónica meðal annars og það er einmitt samhengið milli dagsformsins og nætursvefnsins sem þessi nýja, tímamótatenging við Garmin snjallúrin færir okkur. Rúmið safnar upplýsingum um heilsuna meðan þú sefur og úrið tekur við yfir daginn. Þannig fæast heildaryfirsýn á heilsufarið til að byggja enn frekar á. Í fyrsta sinn fáum við heildaryfirsýn á heilsufarið, tuttugu og fjóra tíma sólarhringsins og getum nýtt upplýsingarnar til að bæta líf okkar og heilsu enn frekar. Snjalltæknin reiknar til dæmis út streitu- og orkustig okkar (e. BodyBattery) meðal annars út frá hjartsláttartíðni, virkni og fleiri þáttum og gefur nætursvefninum einkunn sem hjálpar okkur að setja okkur markmið. Með Ergosportive appið í símanum getum sjáum við samhengið milli nætursvefnsins og dagsformsins. Hrotubani og stillanleg þægindi Auk snjalleiginleika rúmsins er hægt að stilla það á fjölda mismunandi vegu, hækka og lækka undir höfða- og fótalagi auk þess sem það er búið öflugu nuddi, hrotubana, þyngdarleysisstillingu og ledlýsingu í höfðagafli svo fátt eitt sé nefnt. Garmin snjallúr fylgja í kaupunum Í tilefni frumsýningarinnar á rúminu í Vogue fyrir heimilið munu fylgja hverju hjónarúmi tvö Garmin snjallúr að verðmæti 39.900 krónur hvort. Keyptu rúmi fylgir einnig heimsending og uppsetning á rúminu. Glæsileg ledlýsing er í rúmgaflinum. Nákvæmar upplýsingar auðvelda okkur að setja okkur markmið og bæta lífsstílinn. Ergosportive er hægt að stilla á marga vegu auk þess sem rúmið er búið öflugu nuddi. Einfalt er að stilla rúmið með fjarstýringu.
Hús og heimili Heilsa Svefn Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira