Alfons á sínum stað hjá Bodø/Glimt | Stefán Teitur gat ekki stöðvað Hamrana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2022 21:15 Alfons Sampsted í leik kvöldsins. EPA-EFE/Mats Torbergsen Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hóf leik í hægri bakverði þegar Bodø/Glimt tók á móti Zürich í A-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Lék hann allan leikinn. Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hóf leik í hægri bakverði þegar Bodø/Glimt tók á móti Zürich í X-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Lék hann allan leikinn. Noregsmeistararnir höfðu gert jafntefli við PSV í fyrstu umferð og gátu farið á topp riðilsins með sigri þar sem leik Arsenal og PSV var frestað vegna andláts Elísabetar II Bretadrottningar. Staðan var markalaus í hálfleik þó svo að gestirnir frá Sviss töldu sig hafa komist yfir þegar aðeins fimm mínútur voru til loka hans. Þeir komu þá boltanum í netið en markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Leikmaður Zürich var rangstæður í aðdraganda marksins. Á 54. mínútu varð leikmaður gestanna fyrir því óláni að skora sjálfsmark og aðeins fjórum mínútum síðar höfðu heimamenn tvöfaldað forystuna. Þegar rétt rúmar tíu mínútur lifðu leiks minnkuðu gestirnir muninn en nær komust þeir ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri Bodø/Glimt sem er komið á topp A-riðils með fjögur stig. Tre deiilige poeng i Bodø! #førrevig pic.twitter.com/NFLP2sgykg— FK Bodø/Glimt (@Glimt) September 15, 2022 Elías Rafn Ólafsson var ekki í leikmannahóp Midtjylland þegar liðið tók á móti ítalska úrvalsdeildarliðinu Lazio. Unnu heimamenn í Midtjylland ótrúlegan 5-1 stórsigur. Nágrannar Lazio í Roma unnu öruggan 3-0 sigur á HJK frá Finnlandi þegar liðin mættust í Róm í kvöld og þá vann Manchester United góðan 2-0 sigur í Moldóvu. pic.twitter.com/FHSHGuPH09— AS Roma (@OfficialASRoma) September 15, 2022 Í Sambandsdeild Evrópu var West Ham United í heimsókn hjá Stefáni Teit Þórðarsyni og félögum í Silkeborg. Stefán Teitur lék allan leikinn á miðju heimaliðsins en gat ekki komið í veg fyrir 3-2 útisigur Hamranna. Kasper Kusk kom Silkeborg yfir en Manuel Lanzini, Gianluca Scamacca og Craig Dawson svöruðu fyrir gestina. Søren Tengstedt minnkaði muninn fyrir Silkeborg á 75. mínútu en nær komust heimamenn ekki og Hamrarnir fóru með þrjú stig heim til Lundúna. West Ham er á toppi B-riðils Sambandsdeildarinnar með sex stig að loknum tveimur umferðum á meðan Silkeborg er á botni riðilsins án stiga. Fótbolti Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hóf leik í hægri bakverði þegar Bodø/Glimt tók á móti Zürich í X-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Lék hann allan leikinn. Noregsmeistararnir höfðu gert jafntefli við PSV í fyrstu umferð og gátu farið á topp riðilsins með sigri þar sem leik Arsenal og PSV var frestað vegna andláts Elísabetar II Bretadrottningar. Staðan var markalaus í hálfleik þó svo að gestirnir frá Sviss töldu sig hafa komist yfir þegar aðeins fimm mínútur voru til loka hans. Þeir komu þá boltanum í netið en markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Leikmaður Zürich var rangstæður í aðdraganda marksins. Á 54. mínútu varð leikmaður gestanna fyrir því óláni að skora sjálfsmark og aðeins fjórum mínútum síðar höfðu heimamenn tvöfaldað forystuna. Þegar rétt rúmar tíu mínútur lifðu leiks minnkuðu gestirnir muninn en nær komust þeir ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri Bodø/Glimt sem er komið á topp A-riðils með fjögur stig. Tre deiilige poeng i Bodø! #førrevig pic.twitter.com/NFLP2sgykg— FK Bodø/Glimt (@Glimt) September 15, 2022 Elías Rafn Ólafsson var ekki í leikmannahóp Midtjylland þegar liðið tók á móti ítalska úrvalsdeildarliðinu Lazio. Unnu heimamenn í Midtjylland ótrúlegan 5-1 stórsigur. Nágrannar Lazio í Roma unnu öruggan 3-0 sigur á HJK frá Finnlandi þegar liðin mættust í Róm í kvöld og þá vann Manchester United góðan 2-0 sigur í Moldóvu. pic.twitter.com/FHSHGuPH09— AS Roma (@OfficialASRoma) September 15, 2022 Í Sambandsdeild Evrópu var West Ham United í heimsókn hjá Stefáni Teit Þórðarsyni og félögum í Silkeborg. Stefán Teitur lék allan leikinn á miðju heimaliðsins en gat ekki komið í veg fyrir 3-2 útisigur Hamranna. Kasper Kusk kom Silkeborg yfir en Manuel Lanzini, Gianluca Scamacca og Craig Dawson svöruðu fyrir gestina. Søren Tengstedt minnkaði muninn fyrir Silkeborg á 75. mínútu en nær komust heimamenn ekki og Hamrarnir fóru með þrjú stig heim til Lundúna. West Ham er á toppi B-riðils Sambandsdeildarinnar með sex stig að loknum tveimur umferðum á meðan Silkeborg er á botni riðilsins án stiga.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Sjá meira