Alfons á sínum stað hjá Bodø/Glimt | Stefán Teitur gat ekki stöðvað Hamrana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2022 21:15 Alfons Sampsted í leik kvöldsins. EPA-EFE/Mats Torbergsen Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hóf leik í hægri bakverði þegar Bodø/Glimt tók á móti Zürich í A-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Lék hann allan leikinn. Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hóf leik í hægri bakverði þegar Bodø/Glimt tók á móti Zürich í X-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Lék hann allan leikinn. Noregsmeistararnir höfðu gert jafntefli við PSV í fyrstu umferð og gátu farið á topp riðilsins með sigri þar sem leik Arsenal og PSV var frestað vegna andláts Elísabetar II Bretadrottningar. Staðan var markalaus í hálfleik þó svo að gestirnir frá Sviss töldu sig hafa komist yfir þegar aðeins fimm mínútur voru til loka hans. Þeir komu þá boltanum í netið en markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Leikmaður Zürich var rangstæður í aðdraganda marksins. Á 54. mínútu varð leikmaður gestanna fyrir því óláni að skora sjálfsmark og aðeins fjórum mínútum síðar höfðu heimamenn tvöfaldað forystuna. Þegar rétt rúmar tíu mínútur lifðu leiks minnkuðu gestirnir muninn en nær komust þeir ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri Bodø/Glimt sem er komið á topp A-riðils með fjögur stig. Tre deiilige poeng i Bodø! #førrevig pic.twitter.com/NFLP2sgykg— FK Bodø/Glimt (@Glimt) September 15, 2022 Elías Rafn Ólafsson var ekki í leikmannahóp Midtjylland þegar liðið tók á móti ítalska úrvalsdeildarliðinu Lazio. Unnu heimamenn í Midtjylland ótrúlegan 5-1 stórsigur. Nágrannar Lazio í Roma unnu öruggan 3-0 sigur á HJK frá Finnlandi þegar liðin mættust í Róm í kvöld og þá vann Manchester United góðan 2-0 sigur í Moldóvu. pic.twitter.com/FHSHGuPH09— AS Roma (@OfficialASRoma) September 15, 2022 Í Sambandsdeild Evrópu var West Ham United í heimsókn hjá Stefáni Teit Þórðarsyni og félögum í Silkeborg. Stefán Teitur lék allan leikinn á miðju heimaliðsins en gat ekki komið í veg fyrir 3-2 útisigur Hamranna. Kasper Kusk kom Silkeborg yfir en Manuel Lanzini, Gianluca Scamacca og Craig Dawson svöruðu fyrir gestina. Søren Tengstedt minnkaði muninn fyrir Silkeborg á 75. mínútu en nær komust heimamenn ekki og Hamrarnir fóru með þrjú stig heim til Lundúna. West Ham er á toppi B-riðils Sambandsdeildarinnar með sex stig að loknum tveimur umferðum á meðan Silkeborg er á botni riðilsins án stiga. Fótbolti Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hóf leik í hægri bakverði þegar Bodø/Glimt tók á móti Zürich í X-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Lék hann allan leikinn. Noregsmeistararnir höfðu gert jafntefli við PSV í fyrstu umferð og gátu farið á topp riðilsins með sigri þar sem leik Arsenal og PSV var frestað vegna andláts Elísabetar II Bretadrottningar. Staðan var markalaus í hálfleik þó svo að gestirnir frá Sviss töldu sig hafa komist yfir þegar aðeins fimm mínútur voru til loka hans. Þeir komu þá boltanum í netið en markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Leikmaður Zürich var rangstæður í aðdraganda marksins. Á 54. mínútu varð leikmaður gestanna fyrir því óláni að skora sjálfsmark og aðeins fjórum mínútum síðar höfðu heimamenn tvöfaldað forystuna. Þegar rétt rúmar tíu mínútur lifðu leiks minnkuðu gestirnir muninn en nær komust þeir ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri Bodø/Glimt sem er komið á topp A-riðils með fjögur stig. Tre deiilige poeng i Bodø! #førrevig pic.twitter.com/NFLP2sgykg— FK Bodø/Glimt (@Glimt) September 15, 2022 Elías Rafn Ólafsson var ekki í leikmannahóp Midtjylland þegar liðið tók á móti ítalska úrvalsdeildarliðinu Lazio. Unnu heimamenn í Midtjylland ótrúlegan 5-1 stórsigur. Nágrannar Lazio í Roma unnu öruggan 3-0 sigur á HJK frá Finnlandi þegar liðin mættust í Róm í kvöld og þá vann Manchester United góðan 2-0 sigur í Moldóvu. pic.twitter.com/FHSHGuPH09— AS Roma (@OfficialASRoma) September 15, 2022 Í Sambandsdeild Evrópu var West Ham United í heimsókn hjá Stefáni Teit Þórðarsyni og félögum í Silkeborg. Stefán Teitur lék allan leikinn á miðju heimaliðsins en gat ekki komið í veg fyrir 3-2 útisigur Hamranna. Kasper Kusk kom Silkeborg yfir en Manuel Lanzini, Gianluca Scamacca og Craig Dawson svöruðu fyrir gestina. Søren Tengstedt minnkaði muninn fyrir Silkeborg á 75. mínútu en nær komust heimamenn ekki og Hamrarnir fóru með þrjú stig heim til Lundúna. West Ham er á toppi B-riðils Sambandsdeildarinnar með sex stig að loknum tveimur umferðum á meðan Silkeborg er á botni riðilsins án stiga.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti