Óli Stef ætlaði að verða eins og Sócrates Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2022 09:00 Vart finnast áhugaverðari íþróttamenn en Ólafur Stefánsson og Sócrates. vísir/getty Ólafur Stefánsson ætlaði að feta í fótspor hetjunnar sinnar, allt þar til símtal frá þýsku félagsliði kom. Ólafur, sem er jafnan talinn einn besti handboltamaður allra tíma, segir sögu sína á heimasíðu Evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Þar segir hann meðal annars frá því þegar hann breytti um kúrs um miðjan 10. áratug síðustu aldar og ákvað að leggja atvinnumennsku í handbolta fyrir sig. Faðir Ólafs, Stefán Eggertsson, lærði læknisfræði í Svíþjóð og hann ætlaði að feta í fótspor hans. Ólafur átti sér líka aðra fyrirmynd sem var læknismenntaður íþróttamaður. „Ein af fyrirmyndunum mínum á þessum tíma var brasilískur fótboltamaður, Sócrates, sem starfaði sem barnalæknir og það ætlaði ég líka að gera,“ skrifaði Ólafur. „En þá fengum við Dagur [Sigurðsson] símtal frá þýska félaginu Wuppertal og okkur var boðinn atvinnumannasamningur. Við samþykktum tilboð þeirra, aðallega því Wuppertal var með íslenskan þjálfara, Viggó Sigurðsson.“ : The most inspirational story you'll read A tale of life, where curiosity and humanity are the heroes. From #ehfcl champion to school storyteller, from Reykjavik to the Andes mountains Read: https://t.co/ACwoEcXLJp pic.twitter.com/9xajrPlKsI— EHF Champions League (@ehfcl) September 15, 2022 Hjá Wuppertal spiluðu þeir Ólafur og Dagur einnig með Geir Sveinssyni og Valdimar Grímssyni. Ólafur var tvö ár í herbúðum Wuppertal. Á því fyrsta komst liðið upp úr B-deildinni í úrvalsdeildina. Eftir eitt tímabil þar gekk hann svo til liðs við Magdeburg þar sem hann naut mikillar velgengni. Sócrates, sá sem Ólafur leit svo mikið upp til, lék sextíu leiki fyrir brasilíska landsliðið og skoraði 22 mörk. Hann lék með Botafogo, Corinthians, Flamengo og Santos í heimalandinu og Fiorentina á Ítalíu. Auk þess að vera fótboltamaður og læknir var Sócrates mikill hugsuður og strangtrúaður kommúnisti. Hann lést 1. desember 2011, 57 ára að aldri. Hann lét eftir sig eiginkonu og sex börn. Ólafur er í dag aðstoðarþjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Erlangen. Hann tók við starfinu í mars síðastliðnum. Hann hafði þá verið í fríi frá þjálfun í nokkur ár. Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sjá meira
Ólafur, sem er jafnan talinn einn besti handboltamaður allra tíma, segir sögu sína á heimasíðu Evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Þar segir hann meðal annars frá því þegar hann breytti um kúrs um miðjan 10. áratug síðustu aldar og ákvað að leggja atvinnumennsku í handbolta fyrir sig. Faðir Ólafs, Stefán Eggertsson, lærði læknisfræði í Svíþjóð og hann ætlaði að feta í fótspor hans. Ólafur átti sér líka aðra fyrirmynd sem var læknismenntaður íþróttamaður. „Ein af fyrirmyndunum mínum á þessum tíma var brasilískur fótboltamaður, Sócrates, sem starfaði sem barnalæknir og það ætlaði ég líka að gera,“ skrifaði Ólafur. „En þá fengum við Dagur [Sigurðsson] símtal frá þýska félaginu Wuppertal og okkur var boðinn atvinnumannasamningur. Við samþykktum tilboð þeirra, aðallega því Wuppertal var með íslenskan þjálfara, Viggó Sigurðsson.“ : The most inspirational story you'll read A tale of life, where curiosity and humanity are the heroes. From #ehfcl champion to school storyteller, from Reykjavik to the Andes mountains Read: https://t.co/ACwoEcXLJp pic.twitter.com/9xajrPlKsI— EHF Champions League (@ehfcl) September 15, 2022 Hjá Wuppertal spiluðu þeir Ólafur og Dagur einnig með Geir Sveinssyni og Valdimar Grímssyni. Ólafur var tvö ár í herbúðum Wuppertal. Á því fyrsta komst liðið upp úr B-deildinni í úrvalsdeildina. Eftir eitt tímabil þar gekk hann svo til liðs við Magdeburg þar sem hann naut mikillar velgengni. Sócrates, sá sem Ólafur leit svo mikið upp til, lék sextíu leiki fyrir brasilíska landsliðið og skoraði 22 mörk. Hann lék með Botafogo, Corinthians, Flamengo og Santos í heimalandinu og Fiorentina á Ítalíu. Auk þess að vera fótboltamaður og læknir var Sócrates mikill hugsuður og strangtrúaður kommúnisti. Hann lést 1. desember 2011, 57 ára að aldri. Hann lét eftir sig eiginkonu og sex börn. Ólafur er í dag aðstoðarþjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Erlangen. Hann tók við starfinu í mars síðastliðnum. Hann hafði þá verið í fríi frá þjálfun í nokkur ár.
Þýski handboltinn Handbolti Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sjá meira