Bjarni fagnar langþráðri hreinni sakaskrá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2022 14:14 Bjarni hefur staðið í stappi við kerfið í tæpan áratug vegna málsins. Vísir/Vilhelm Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood og fjárfestir, er ekki lengur með dóm á bakinu fyrir meiriháttar skattalagabrot. Málinu var vísað frá héraðsdómi í Hæstarétti í gær. Bjarni segir réttlætið hafa sigrað. Bjarna var tilkynnt í ársbyrjun 2012, eftir rannsókn skattrannsóknarstjóra, að skattar hans hefðu verið endurákvarðaðir. Ástæðan var vantaldar fjármagnstekjur í tengslum við sölu hlutabréfa sem hann eignaðist við starfslok hjá Glitni. Auk þess þurfti hann að borga 25 prósenta álag. Bjarni greiddi endurálögðu skattana auk álagsins í kjölfarið. Skattrannsóknarstjóri skaut máli Bjarna einnig til embættis sérstaks saksóknara sem gaf út ákæru á hendur honum. Lauk málinu með fyrrnefndum dómi auk sektar upp á 36 milljónir. Bjarni leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að Bjarna hefði verið refsað tvisvar fyrir sama brotið. Þannig hefði verið brotið gegn fjórðu grein Mannréttindasáttmálans. Voru Bjarna dæmdar skaðabætur. Bjarni óskaði í framhaldinu eftir endurupptöku á málinu sem Endurupptökudómur féllst á. Málinu var vísað frá héraðsdómi með dómi Hæstaréttar í gær. Bjarni segir að með dómnum í gær hafi sakaskrá hans loksins verið hreinsuð. „Dómurinn staðfesti það að mér hefði verið gerð tvöföld refsing, fyrst í skattamáli sem gert var upp að fullu og síðan í refsimáli vegna sömu mistaka við gerð skattframtala. Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að sú málsmeðferð gengi í berhögg við Mannréttindasáttmála Evrópu og hefur Hæstiréttur nú staðfest það,“ segir Bjarni. „Ég fagna þessari niðurstöðu og því að réttlætið hafi sigrað að lokum. Það hlýtur hins vegar að teljast umhugsunarefni að opinbera kerfið hafi með öllum tiltækum ráðum eytt meira en áratug í afneitun sinni á hinu augljósa.“ Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut á mannréttindum Bjarna Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum Bjarna Ármannssonar. 16. apríl 2019 09:13 MDE kveður upp dóm í máli Bjarna gegn ríkinu í næstu viku Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Bjarna Ármannssonar gegn íslenska ríkinu verður kveðinn upp á þriðjudaginn í næstu viku. 12. apríl 2019 06:15 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Bjarna var tilkynnt í ársbyrjun 2012, eftir rannsókn skattrannsóknarstjóra, að skattar hans hefðu verið endurákvarðaðir. Ástæðan var vantaldar fjármagnstekjur í tengslum við sölu hlutabréfa sem hann eignaðist við starfslok hjá Glitni. Auk þess þurfti hann að borga 25 prósenta álag. Bjarni greiddi endurálögðu skattana auk álagsins í kjölfarið. Skattrannsóknarstjóri skaut máli Bjarna einnig til embættis sérstaks saksóknara sem gaf út ákæru á hendur honum. Lauk málinu með fyrrnefndum dómi auk sektar upp á 36 milljónir. Bjarni leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að Bjarna hefði verið refsað tvisvar fyrir sama brotið. Þannig hefði verið brotið gegn fjórðu grein Mannréttindasáttmálans. Voru Bjarna dæmdar skaðabætur. Bjarni óskaði í framhaldinu eftir endurupptöku á málinu sem Endurupptökudómur féllst á. Málinu var vísað frá héraðsdómi með dómi Hæstaréttar í gær. Bjarni segir að með dómnum í gær hafi sakaskrá hans loksins verið hreinsuð. „Dómurinn staðfesti það að mér hefði verið gerð tvöföld refsing, fyrst í skattamáli sem gert var upp að fullu og síðan í refsimáli vegna sömu mistaka við gerð skattframtala. Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að sú málsmeðferð gengi í berhögg við Mannréttindasáttmála Evrópu og hefur Hæstiréttur nú staðfest það,“ segir Bjarni. „Ég fagna þessari niðurstöðu og því að réttlætið hafi sigrað að lokum. Það hlýtur hins vegar að teljast umhugsunarefni að opinbera kerfið hafi með öllum tiltækum ráðum eytt meira en áratug í afneitun sinni á hinu augljósa.“
Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut á mannréttindum Bjarna Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum Bjarna Ármannssonar. 16. apríl 2019 09:13 MDE kveður upp dóm í máli Bjarna gegn ríkinu í næstu viku Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Bjarna Ármannssonar gegn íslenska ríkinu verður kveðinn upp á þriðjudaginn í næstu viku. 12. apríl 2019 06:15 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Íslenska ríkið braut á mannréttindum Bjarna Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum Bjarna Ármannssonar. 16. apríl 2019 09:13
MDE kveður upp dóm í máli Bjarna gegn ríkinu í næstu viku Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Bjarna Ármannssonar gegn íslenska ríkinu verður kveðinn upp á þriðjudaginn í næstu viku. 12. apríl 2019 06:15