Andersson segir „dyrnar standa opnar“ Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2022 11:30 Magdalena Andersson baðst formlega lausnar þegar hún gekk á fund Andreas Norlén þingforseta í morgun. EPA Magdalena Andersson gekk á fund forseta sænska þingsins í morgun þar sem hún baðst formlegrar lausnar úr embætti forsætisráðherra Svíþjóðar eftir um níu mánuði í embætti. Hægriflokkarnir á þingi hafa þegar hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en Andersson hefur rétt út hönd til hægriflokksins Moderaterna og opnað á samstarf, fari svo þeim snúist hugur varðandi stjórnarsamstarf með Svíþjóðardemókrötum. „Dyrnar standa opnar,“ sagði Andersson í morgun, en hún mun leiða starfsstjórn þar til að ný stjórn tekur við völdum. Hún hefur einnig sagst munu leiða Jafnaðarmannaflokkinn áfram, sama hvort það sé í stjórn eða stjórnarandstöðu. Annie Lööf, formaður Miðflokksins, tilkynnti um afsögn sína sem formaður í morgun, en flokkurinn hlaut 6,7 prósent atkvæða í kosningunum nú, samanborið við 8,6 í kosningunum 2018. Lööf hefur stýrt flokknum frá árinu 2011. Annie Lööf tók við sem formaður sænska Miðflokksins árið 2011.EPA Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum – með þeim Moderaterna, Svíþjóðardemókrötum, Kristilegum demókrötum og Frjálslyndum –fékk samtals 176 þingmenn kjörna í þingkosningunum sem fram fóru síðastliðinn sunnudag, en vinstriblokkin – Jafnaðarmenn, Miðflokkurinn, Vinstriflokkurinn og Græningjar – 173 þingmenn. Leiðtogar hægriflokkanna hafa hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en fastlega er búist við að Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, muni taka við embætti forsætisráðherra, náist samkomulag um slíkt. Ulf Kristersson er formaður hægriflokksins Moderaterna. EPA Nýtt þing kemur saman síðar í mánuðinum þar sem fyrsta mál á dagskrá verður að kjósa nýjan forseta þingsins. Sá mun svo eiga fundi með leiðtogum flokkanna átta, sem náðu mönnum inn á þing, og svo veita þeim sem hann telur líklegastan til að geta mynda stjórn, umboð til stjórnarmyndunar. Þingforseti mun svo tilnefna forsætisráðherra sem þingið mun taka afstöðu til. Í Svíþjóð er fyrirkomulagið að meirihluti þingmanna þarf ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra, heldur þarf einungis að umbera viðkomandi – það er meirihluti má ekki greiða atkvæði gegn komandi. Andersson segir að hún muni sjá til þess að valdaskiptin sem framundan séu muni fara vel fram og að hún muni óska Ulf Kristersson, formanni Moderaterna, til hamingju þegar hann tekur við embætti forsætisráðherra. „Ég er ekki með neitt persónlegt „beef“ í garð Ulf Kristersson,“ sagði Andersson í morgun. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Andersson segir af sér Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér á morgun. Hún viðurkennir ósigur í nýafstöðnum þingiskosningum og segir framhald varðandi stjórnarmyndun í höndum þingforseta. 14. september 2022 17:37 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
„Dyrnar standa opnar,“ sagði Andersson í morgun, en hún mun leiða starfsstjórn þar til að ný stjórn tekur við völdum. Hún hefur einnig sagst munu leiða Jafnaðarmannaflokkinn áfram, sama hvort það sé í stjórn eða stjórnarandstöðu. Annie Lööf, formaður Miðflokksins, tilkynnti um afsögn sína sem formaður í morgun, en flokkurinn hlaut 6,7 prósent atkvæða í kosningunum nú, samanborið við 8,6 í kosningunum 2018. Lööf hefur stýrt flokknum frá árinu 2011. Annie Lööf tók við sem formaður sænska Miðflokksins árið 2011.EPA Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum – með þeim Moderaterna, Svíþjóðardemókrötum, Kristilegum demókrötum og Frjálslyndum –fékk samtals 176 þingmenn kjörna í þingkosningunum sem fram fóru síðastliðinn sunnudag, en vinstriblokkin – Jafnaðarmenn, Miðflokkurinn, Vinstriflokkurinn og Græningjar – 173 þingmenn. Leiðtogar hægriflokkanna hafa hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en fastlega er búist við að Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, muni taka við embætti forsætisráðherra, náist samkomulag um slíkt. Ulf Kristersson er formaður hægriflokksins Moderaterna. EPA Nýtt þing kemur saman síðar í mánuðinum þar sem fyrsta mál á dagskrá verður að kjósa nýjan forseta þingsins. Sá mun svo eiga fundi með leiðtogum flokkanna átta, sem náðu mönnum inn á þing, og svo veita þeim sem hann telur líklegastan til að geta mynda stjórn, umboð til stjórnarmyndunar. Þingforseti mun svo tilnefna forsætisráðherra sem þingið mun taka afstöðu til. Í Svíþjóð er fyrirkomulagið að meirihluti þingmanna þarf ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra, heldur þarf einungis að umbera viðkomandi – það er meirihluti má ekki greiða atkvæði gegn komandi. Andersson segir að hún muni sjá til þess að valdaskiptin sem framundan séu muni fara vel fram og að hún muni óska Ulf Kristersson, formanni Moderaterna, til hamingju þegar hann tekur við embætti forsætisráðherra. „Ég er ekki með neitt persónlegt „beef“ í garð Ulf Kristersson,“ sagði Andersson í morgun.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Andersson segir af sér Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér á morgun. Hún viðurkennir ósigur í nýafstöðnum þingiskosningum og segir framhald varðandi stjórnarmyndun í höndum þingforseta. 14. september 2022 17:37 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Andersson segir af sér Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér á morgun. Hún viðurkennir ósigur í nýafstöðnum þingiskosningum og segir framhald varðandi stjórnarmyndun í höndum þingforseta. 14. september 2022 17:37