Sérsveitin kölluð út vegna „torkennilegs hlutar“ á Selfossi Atli Ísleifsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 15. september 2022 11:03 Lögreglumenn á vettvangi á Selfossi í morgun. Vísir/Kristófer Lögregla á Suðurlandi er með mikinn viðbúnað nærri Fjölbrautaskóla Suðurlands og Vallaskóla á Selfossi eftir að tilkynnt var um „torkennilegan hlut“ á götu við skólann. Að sögn lögreglu er um að ræða ósprungna sprengju sem svipaði til þeirra sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 í gær. Uppfært: Sprengjunni var eytt rétt fyrir klukkan tólf. Garðar Már Garðarson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að sprengjuleitarteymi sérsveitarinnar sé á staðnum og að búið sé að girða af svæði á mótum Engjavegar og Tryggvagötu. „Við erum að vinna í því að loka og tryggja svæðið. Við notumst þarna við róbota og dróna,“ segir Garðar Már og bætir við að tilkynningin hafi borist um klukkan 10:30. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Að neðan má sjá myndband frá vettvangi: Klippa: Sprengjusérfræðingar kallaðir út vegna sprengju á Selfossi Þetta er ekki í fyrsta sinn í vikunni þar sem sprengjusérfræðingar hjá ríkislögreglustjóra séu kallaðir út á Selfossi til að eyða heimagerðri sprengju. Lögregla sagði frá því að ungmenni í bænum hafi verið að útbúa sprengjurnar sem lögregla segir vera kraftmiklar og skapa verulega hættu og innihalda ætandi efni í plastflöskum. Lögregla notast við dróna og vélmenni í aðgerðum sínum á mótum Engjavegar og Tryggvagötu á Selfossi.Vísir/Kristófer Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að myndböndum af sprengingum hafi verið deilt á samfélagsmiðlum. „Börn og ungmenni eru að nota ætandi efni og setja þau á flöskur og sprengja. Við höfum séð búta úr svona heimagerðri sprengju í tuttugu metra fjarlægð frá spengjustaðnum. Þær eru það öflugar að þær skapa hættu og geta auðveldlega rifið hönd af manni og ég tala nú ekki um þessi ætandi efni, þegar þau skvettast, þá geta þau brennt bæði húð og augu,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, í gær. Lögregla á Suðurlandi segir í tilkynningu á Facebook að tilkynning hafi borist um „torkennilegan hlut“ sem drengir hafi verið að vasast með við gatnamót Tryggvagötu og Engjavegar á Selfossi. „Við athugun lögreglu þykir rétt að meðhöndla hlutinn af varkárni og því var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til með búnað til að leysa verkefnið. Á meðan unnið er að úrlausn er vettvangur lokaður og bæði Engjavegur og Tryggvagata þar með í allt að 100 metra fjarlægð frá gatnamótunum. Ekki er talið að fólki stafi hætta af hlutnum nú eftir að vettvangi hefur verið lokað. Nánari upplýsingar verða veittar eftir að aðgerðum lýkur.“ Uppfært klukkan 11:46: Samkvæmt heimildum fréttastofu er lögreglan búin að eyða sprengjunni. Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Uppfært: Sprengjunni var eytt rétt fyrir klukkan tólf. Garðar Már Garðarson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að sprengjuleitarteymi sérsveitarinnar sé á staðnum og að búið sé að girða af svæði á mótum Engjavegar og Tryggvagötu. „Við erum að vinna í því að loka og tryggja svæðið. Við notumst þarna við róbota og dróna,“ segir Garðar Már og bætir við að tilkynningin hafi borist um klukkan 10:30. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Að neðan má sjá myndband frá vettvangi: Klippa: Sprengjusérfræðingar kallaðir út vegna sprengju á Selfossi Þetta er ekki í fyrsta sinn í vikunni þar sem sprengjusérfræðingar hjá ríkislögreglustjóra séu kallaðir út á Selfossi til að eyða heimagerðri sprengju. Lögregla sagði frá því að ungmenni í bænum hafi verið að útbúa sprengjurnar sem lögregla segir vera kraftmiklar og skapa verulega hættu og innihalda ætandi efni í plastflöskum. Lögregla notast við dróna og vélmenni í aðgerðum sínum á mótum Engjavegar og Tryggvagötu á Selfossi.Vísir/Kristófer Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að myndböndum af sprengingum hafi verið deilt á samfélagsmiðlum. „Börn og ungmenni eru að nota ætandi efni og setja þau á flöskur og sprengja. Við höfum séð búta úr svona heimagerðri sprengju í tuttugu metra fjarlægð frá spengjustaðnum. Þær eru það öflugar að þær skapa hættu og geta auðveldlega rifið hönd af manni og ég tala nú ekki um þessi ætandi efni, þegar þau skvettast, þá geta þau brennt bæði húð og augu,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, í gær. Lögregla á Suðurlandi segir í tilkynningu á Facebook að tilkynning hafi borist um „torkennilegan hlut“ sem drengir hafi verið að vasast með við gatnamót Tryggvagötu og Engjavegar á Selfossi. „Við athugun lögreglu þykir rétt að meðhöndla hlutinn af varkárni og því var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til með búnað til að leysa verkefnið. Á meðan unnið er að úrlausn er vettvangur lokaður og bæði Engjavegur og Tryggvagata þar með í allt að 100 metra fjarlægð frá gatnamótunum. Ekki er talið að fólki stafi hætta af hlutnum nú eftir að vettvangi hefur verið lokað. Nánari upplýsingar verða veittar eftir að aðgerðum lýkur.“ Uppfært klukkan 11:46: Samkvæmt heimildum fréttastofu er lögreglan búin að eyða sprengjunni.
Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29