Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. september 2022 19:29 Ein sprengja var sprengd við FSU á dögunum. Skjáskot Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. Í vikunni tóku Lögreglunni á Suðurlandi að berast tilkynningar um að börn og ungmenni á Suðurlandi væru að útbúa sprengjur og fikta með þær. Myndböndum af sprengingum hefur verið deilt á samfélagsmiðlum. „Börn og ungmenni eru að nota ætandi efni og setja þau á flöskur og sprengja. Við höfum séð búta úr svona heimagerðri sprengju í tuttugu metra fjarlægð frá spengjustaðnum. Þær eru það öflugar að þær skapa hættu og geta auðveldlega rifið hönd af manni og ég tala nú ekki um þessi ætandi efni, þegar þau skvettast, þá geta þau brennt bæði húð og augu,“ segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn. Þá myndast gastegundir við sprenginguna sem geta skaðað lungu. Í gær voru sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra kallaðir til að eyða svona sprengju. „Við vorum með leifar af svona sprengju sem að slökkviliðið var búið að tryggja og síðan þurfti bara að farga því.“ Oddur segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um hætturnar af athæfi sem þessu. Efnin sem notuð eru til að gera umræddar sprengjur fást í matvöruverslunum og hafa verslanir í bænum haft afskipti af börnum sem eru að koma og kaupa efni í sprengjurnar. Sprengjunum hefur verið komið fyrir á nokkrum stöðum á Selfossi meðal annars við skóla og á almenningssvæðum.Vísir/Egill Í nokkrum tilvikum hefur náðst að finna út hvaða ungmenni voru að verki en í þeim tilvikum hefur verið rætt við þau í samráði við verið við þau í samstarfi við barnavernd. „Eitt sem er vinsælt í þessum það er að taka myndbönd af athæfinu og við lifum í þessum TikTokheimi og menn eru að skapa sér einhverja stöðu þar og það þýðir þá líka að við sjáum það og getum þá gripið inn í. Það er ágætt ef að menn senda mynd af sér að brjóta af sér.“ Lögreglumál Barnavernd Árborg Tengdar fréttir Vísbendingar um heimatilbúnar sprengjur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi segir að undanfarna daga hafi embættinu borist tilkynningar um sprengingar á Selfossi. Leifar af sprengibúnaði beri þess merki að um heimatilbúnar sprengjur sé að ræða. 13. september 2022 18:17 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Í vikunni tóku Lögreglunni á Suðurlandi að berast tilkynningar um að börn og ungmenni á Suðurlandi væru að útbúa sprengjur og fikta með þær. Myndböndum af sprengingum hefur verið deilt á samfélagsmiðlum. „Börn og ungmenni eru að nota ætandi efni og setja þau á flöskur og sprengja. Við höfum séð búta úr svona heimagerðri sprengju í tuttugu metra fjarlægð frá spengjustaðnum. Þær eru það öflugar að þær skapa hættu og geta auðveldlega rifið hönd af manni og ég tala nú ekki um þessi ætandi efni, þegar þau skvettast, þá geta þau brennt bæði húð og augu,“ segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn. Þá myndast gastegundir við sprenginguna sem geta skaðað lungu. Í gær voru sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra kallaðir til að eyða svona sprengju. „Við vorum með leifar af svona sprengju sem að slökkviliðið var búið að tryggja og síðan þurfti bara að farga því.“ Oddur segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um hætturnar af athæfi sem þessu. Efnin sem notuð eru til að gera umræddar sprengjur fást í matvöruverslunum og hafa verslanir í bænum haft afskipti af börnum sem eru að koma og kaupa efni í sprengjurnar. Sprengjunum hefur verið komið fyrir á nokkrum stöðum á Selfossi meðal annars við skóla og á almenningssvæðum.Vísir/Egill Í nokkrum tilvikum hefur náðst að finna út hvaða ungmenni voru að verki en í þeim tilvikum hefur verið rætt við þau í samráði við verið við þau í samstarfi við barnavernd. „Eitt sem er vinsælt í þessum það er að taka myndbönd af athæfinu og við lifum í þessum TikTokheimi og menn eru að skapa sér einhverja stöðu þar og það þýðir þá líka að við sjáum það og getum þá gripið inn í. Það er ágætt ef að menn senda mynd af sér að brjóta af sér.“
Lögreglumál Barnavernd Árborg Tengdar fréttir Vísbendingar um heimatilbúnar sprengjur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi segir að undanfarna daga hafi embættinu borist tilkynningar um sprengingar á Selfossi. Leifar af sprengibúnaði beri þess merki að um heimatilbúnar sprengjur sé að ræða. 13. september 2022 18:17 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Vísbendingar um heimatilbúnar sprengjur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi segir að undanfarna daga hafi embættinu borist tilkynningar um sprengingar á Selfossi. Leifar af sprengibúnaði beri þess merki að um heimatilbúnar sprengjur sé að ræða. 13. september 2022 18:17