„Hefði betur átt að sleppa túnfiskssamloku fyrir æfingu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. september 2022 13:01 Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir keyrði sig út á æfingu Selfoss. Stöð 2 Sport Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór í vettvangsferð á Selfoss ásamt þáttastjórnandanum Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Þær kíktu á æfingu hjá nýliðunum og tóku stöðuna fyrir komandi tímabil. Selfoss vann Grill 66-deild kvenna úí fyrra og er því nýliði í deild þeirra bestu. Því var staðan tekin á liðinu þar sem Brynhildur var vel gíruð og mætti í Selfoss-treyju á æfinguna. „Ég á vinkonu sem á bróður, Magnús Öder Einarsson,“ þar á Brynhildur við um fyrrum leikmann Selfoss sem virðist hafa lánað henni treyjuna sína. Klippa: Seinni bylgjan: Brynhildur á Selfossi Misvel gekk hjá henni að finna netmöskvana og kveðst hún óviss um hvort hún hafi heillað Eyþór Lárusson, þjálfara liðsins. „Ég held ég sé alveg sammála því. Ég verð bara að játa mig sigraða. En ég á allavega sæti í Seinni bylgjunni,“ segir Brynhildur en Svava Kristín sagðist þá þurfa að sjá til með það. „Ég er farin að finna fyrir því, ég hefði betur átt að sleppa að fá mér túnfiskssamloku fyrir æfingu,“ Brynhildur býst þá við miklu af Selfoss-liðinu sem hafi lofað góðu á æfingunni. „Mér finnst þetta betri nýliðar en hafa verið að koma upp. Þær eru drulluflottar hérna á æfingu og ég er bara mjög spennt fyrir þeim. Ég er ekki að fara að skila þessari treyju. Vínrauður fer mér mjög vel og ég býst við nokkrum stigum frá þeim,“ Einnig er rætt við Kötlu Maríu Magnúsdóttur sem skipti frá Stjörnunni yfir í Selfoss í sumar. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Selfoss hefur leik í Olís-deildinni á laugardaginn þegar liðið heimsækir HK klukkan 18:00. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og fyrsti leikur mótsins annað kvöld er Stjarnan mætir Fram. Þá verður tvíhöfði í Garðabæ þar sem bæði kvennalið Stjörnunnar og Fram mætast. Alla fyrstu umferðina í Olís-deild kvenna má sjá að neðan. Fyrsta umferð Olís-deildar kvenna Fimmtudagur 15. september 18:00 Stjarnan - Fram (Stöð 2 Sport) Föstudagur 16. september 18:00 Valur - Haukar Laugardagur 17. september 13:30 ÍBV - KA/Þór 18:00 HK - Selfoss (Stöð 2 Sport) Mánudagur 19. september 20:00 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Selfoss vann Grill 66-deild kvenna úí fyrra og er því nýliði í deild þeirra bestu. Því var staðan tekin á liðinu þar sem Brynhildur var vel gíruð og mætti í Selfoss-treyju á æfinguna. „Ég á vinkonu sem á bróður, Magnús Öder Einarsson,“ þar á Brynhildur við um fyrrum leikmann Selfoss sem virðist hafa lánað henni treyjuna sína. Klippa: Seinni bylgjan: Brynhildur á Selfossi Misvel gekk hjá henni að finna netmöskvana og kveðst hún óviss um hvort hún hafi heillað Eyþór Lárusson, þjálfara liðsins. „Ég held ég sé alveg sammála því. Ég verð bara að játa mig sigraða. En ég á allavega sæti í Seinni bylgjunni,“ segir Brynhildur en Svava Kristín sagðist þá þurfa að sjá til með það. „Ég er farin að finna fyrir því, ég hefði betur átt að sleppa að fá mér túnfiskssamloku fyrir æfingu,“ Brynhildur býst þá við miklu af Selfoss-liðinu sem hafi lofað góðu á æfingunni. „Mér finnst þetta betri nýliðar en hafa verið að koma upp. Þær eru drulluflottar hérna á æfingu og ég er bara mjög spennt fyrir þeim. Ég er ekki að fara að skila þessari treyju. Vínrauður fer mér mjög vel og ég býst við nokkrum stigum frá þeim,“ Einnig er rætt við Kötlu Maríu Magnúsdóttur sem skipti frá Stjörnunni yfir í Selfoss í sumar. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Selfoss hefur leik í Olís-deildinni á laugardaginn þegar liðið heimsækir HK klukkan 18:00. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og fyrsti leikur mótsins annað kvöld er Stjarnan mætir Fram. Þá verður tvíhöfði í Garðabæ þar sem bæði kvennalið Stjörnunnar og Fram mætast. Alla fyrstu umferðina í Olís-deild kvenna má sjá að neðan. Fyrsta umferð Olís-deildar kvenna Fimmtudagur 15. september 18:00 Stjarnan - Fram (Stöð 2 Sport) Föstudagur 16. september 18:00 Valur - Haukar Laugardagur 17. september 13:30 ÍBV - KA/Þór 18:00 HK - Selfoss (Stöð 2 Sport) Mánudagur 19. september 20:00 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fyrsta umferð Olís-deildar kvenna Fimmtudagur 15. september 18:00 Stjarnan - Fram (Stöð 2 Sport) Föstudagur 16. september 18:00 Valur - Haukar Laugardagur 17. september 13:30 ÍBV - KA/Þór 18:00 HK - Selfoss (Stöð 2 Sport) Mánudagur 19. september 20:00 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira