Fjöldi kvenna í Kvennaathvarfinu þegar orðinn meiri en í fyrra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. september 2022 14:27 Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir samtökin finna fyrir aukinni aðsókn í þjónustu þeirra. Mynd/Ásta Kristjáns Fleiri konur og börn hafa dvalið í Kvennaathvarfinu það sem af er ári en gerðu allt árið í fyrra. Aðsókn í viðtalsþjónustu athvarfsins hefur þá margfaldast frá árinu 2021. Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um fyrstu sex mánuði ársins kom í ljós að á hverjum degi berist lögreglu á landsvísu að meðaltali sjö tilkynningar um heimilisofbeldi og hafa tilkynningarnar aldrei verið fleiri. Tilkynningum um nauðganir fjölgaði einnig mikið eða um nærri þriðjung á milli ára. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, að þessar sláandi tölur yfir tilkynningar um ofbeldi geti átt sér skýringar í því að stjórnvöld hafi í störfum sínum lagt áherslu á að fækka brotum en ekki síst að fjölga tilkynningum. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir að aðsókn í viðtals-og dvalarþjónustu athvarfsins hafi aukist jafnt og þétt á síðustu árum. „Í ár eru konurnar sem dvelja hjá okkur í athvarfinu þegar orðnar fleiri en dvöldu hjá okkur allt árið í fyrra. Það gista svona að meðaltali 120-130 konur á ári með að meðaltali hundrað börn með sér og við erum sem sagt að ná upp í þá tölu á árinu,“ segir Linda Dröfn. „En stærsta stökkið sjáum við í viðtölunum hjá okkur. Við bjóðum sem sagt upp á viðtalsþjónustu fyrir konur sem búa við ofbeldi í nánu sambandi eða eru jafnvel að hugsa sér að komast út úr þannig sambandi eða vantar ráðgjöf og stuðning. Tölur yfir það hafa alveg margfaldast.“ En hvers vegna þessi mikla fjölgun, hafið þið einhverjar skýringar? „Það eru alltaf þessar pælingar með hvort þetta sé raunveruleg fjölgun eða meiri meðvitund og fleiri skráningar eða hvort fólk sé duglegra við að leita sér hjálpar. Það er alltaf pínu erfitt að greina þar á milli. Það er ekkert endilega okkar upplifun að ofbeldi í nánum samböndum hafi mikið aukist heldur frekar það að konur séu í auknum mæli að leita sér aðstoðar.“ Þá bendir Linda Dröfn á að aukningu í athvarfinu meiri einnig rekja til fleiri kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. „Þær þurfa oft meira á því að halda að leita sér athvarfs og hafa síður bakland til að leita í,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Fleiri tilkynningar ekki endilega merki um meira ofbeldi Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi. 12. september 2022 21:14 Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45 Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. 12. september 2022 13:11 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Sjá meira
Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um fyrstu sex mánuði ársins kom í ljós að á hverjum degi berist lögreglu á landsvísu að meðaltali sjö tilkynningar um heimilisofbeldi og hafa tilkynningarnar aldrei verið fleiri. Tilkynningum um nauðganir fjölgaði einnig mikið eða um nærri þriðjung á milli ára. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, að þessar sláandi tölur yfir tilkynningar um ofbeldi geti átt sér skýringar í því að stjórnvöld hafi í störfum sínum lagt áherslu á að fækka brotum en ekki síst að fjölga tilkynningum. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir að aðsókn í viðtals-og dvalarþjónustu athvarfsins hafi aukist jafnt og þétt á síðustu árum. „Í ár eru konurnar sem dvelja hjá okkur í athvarfinu þegar orðnar fleiri en dvöldu hjá okkur allt árið í fyrra. Það gista svona að meðaltali 120-130 konur á ári með að meðaltali hundrað börn með sér og við erum sem sagt að ná upp í þá tölu á árinu,“ segir Linda Dröfn. „En stærsta stökkið sjáum við í viðtölunum hjá okkur. Við bjóðum sem sagt upp á viðtalsþjónustu fyrir konur sem búa við ofbeldi í nánu sambandi eða eru jafnvel að hugsa sér að komast út úr þannig sambandi eða vantar ráðgjöf og stuðning. Tölur yfir það hafa alveg margfaldast.“ En hvers vegna þessi mikla fjölgun, hafið þið einhverjar skýringar? „Það eru alltaf þessar pælingar með hvort þetta sé raunveruleg fjölgun eða meiri meðvitund og fleiri skráningar eða hvort fólk sé duglegra við að leita sér hjálpar. Það er alltaf pínu erfitt að greina þar á milli. Það er ekkert endilega okkar upplifun að ofbeldi í nánum samböndum hafi mikið aukist heldur frekar það að konur séu í auknum mæli að leita sér aðstoðar.“ Þá bendir Linda Dröfn á að aukningu í athvarfinu meiri einnig rekja til fleiri kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. „Þær þurfa oft meira á því að halda að leita sér athvarfs og hafa síður bakland til að leita í,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf.
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Fleiri tilkynningar ekki endilega merki um meira ofbeldi Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi. 12. september 2022 21:14 Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45 Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. 12. september 2022 13:11 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Sjá meira
Fleiri tilkynningar ekki endilega merki um meira ofbeldi Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi. 12. september 2022 21:14
Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45
Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. 12. september 2022 13:11