Telur óvíst að heimila eigi flutning barna með valdi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. september 2022 12:33 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, sendi fyrirspurn um aðfarargerðir í forsjármálum á þrjá ráðherra og gagnrýnir svaraleysi barnamálaráðherra. visir/vilhelm Alþingi þarf að taka alvarlega umræðu um hvort aðfararheimild í forsjármálum sé réttlætanleg og börnum fyrir bestu, að mati þingmanns Samfylkingar. Hann gagnrýnir skoðanaleysi barnamálaráðherra á máli þar sem barn var flutt með valdi milli foreldra á barnaspítalanum. Í sumar var greint frá aðgerðum sýslumanns, lögreglu og barnaverndar á Barnaspítala Hringsins þegar barn var flutt frá móður til föður til að knýja fram úrskurð um lögheimili. Samtökin Líf án ofbeldis birtu myndir af fulltrúum fyrrnefndra embætta á spítalanum þar sem barnið var í lyfjagjöf, lýstu því að aðgerðin væri gegn vilja barnsins og fordæmdu hana harðlega. Nokkrum dögum síðan lagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar fram fyrirspurnir til heilbrigðis-, barna-, og dómsmálaráðherra vegna málsins og spurði hvort forsvararnlegt væri að framkvæma aðfarargerðir í málum barna á heilbrigðisstofnunum og bárust svör frá Willum Þór Þórssyni og Ásmundi Einari Daðasyni fyrir helgi. „Mér finnst að börn eigi ekki að óttast að vera beitt valdi inni á spítala vegna forsjárdeilna og að foreldrar sem standa í svona deilum eigi ekki að þurfa að setja það fyrir sig að fara með börn sín í læknismeðferð. Eins setur þetta heilbrigðisstarfsfólk í ömurlega stöðu. Og það sem ég vildi fá fram með þessum fyrirspurnum til ráðherranna; að þeir viðurkenndu þetta mjög afdráttarlaust,“ segir Jóhann Páll. „Willum gerði það en það er eins og Ásmundur Einar telji þessi mál, aðfarargerðir í forsjárdeilum og umgengnisdeilum, ekki koma sínu ráðuneyti við,“ segir Jóhann og gagnrýnir svaraleysið. „Ásmundur talar mikið um að hann standi með börnum og heldur blaðamannafundi en stundum vantar upp á að því sé fylgt eftir með aðgerðum. Og það er kannski ástæða til að minna Ásmund á að hann er bæði barnamálaráðherra og barnaverndarráðherra,“ segir Jóhann. Hann telur óvíst hvort heimild til aðfarar í þessum málum sé réttlætanleg. „Ég held að við þurfum að taka alvarlega umræðu um hvort þetta geti í raun og veru verið börnum fyrir bestu að þau séu tekin svona með valdi á milli foreldra.“ Alþingi Samfylkingin Réttindi barna Barnavernd Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Í sumar var greint frá aðgerðum sýslumanns, lögreglu og barnaverndar á Barnaspítala Hringsins þegar barn var flutt frá móður til föður til að knýja fram úrskurð um lögheimili. Samtökin Líf án ofbeldis birtu myndir af fulltrúum fyrrnefndra embætta á spítalanum þar sem barnið var í lyfjagjöf, lýstu því að aðgerðin væri gegn vilja barnsins og fordæmdu hana harðlega. Nokkrum dögum síðan lagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar fram fyrirspurnir til heilbrigðis-, barna-, og dómsmálaráðherra vegna málsins og spurði hvort forsvararnlegt væri að framkvæma aðfarargerðir í málum barna á heilbrigðisstofnunum og bárust svör frá Willum Þór Þórssyni og Ásmundi Einari Daðasyni fyrir helgi. „Mér finnst að börn eigi ekki að óttast að vera beitt valdi inni á spítala vegna forsjárdeilna og að foreldrar sem standa í svona deilum eigi ekki að þurfa að setja það fyrir sig að fara með börn sín í læknismeðferð. Eins setur þetta heilbrigðisstarfsfólk í ömurlega stöðu. Og það sem ég vildi fá fram með þessum fyrirspurnum til ráðherranna; að þeir viðurkenndu þetta mjög afdráttarlaust,“ segir Jóhann Páll. „Willum gerði það en það er eins og Ásmundur Einar telji þessi mál, aðfarargerðir í forsjárdeilum og umgengnisdeilum, ekki koma sínu ráðuneyti við,“ segir Jóhann og gagnrýnir svaraleysið. „Ásmundur talar mikið um að hann standi með börnum og heldur blaðamannafundi en stundum vantar upp á að því sé fylgt eftir með aðgerðum. Og það er kannski ástæða til að minna Ásmund á að hann er bæði barnamálaráðherra og barnaverndarráðherra,“ segir Jóhann. Hann telur óvíst hvort heimild til aðfarar í þessum málum sé réttlætanleg. „Ég held að við þurfum að taka alvarlega umræðu um hvort þetta geti í raun og veru verið börnum fyrir bestu að þau séu tekin svona með valdi á milli foreldra.“
Alþingi Samfylkingin Réttindi barna Barnavernd Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira