Þvinguðu ungt par í bíltúr og rændu með ógnandi tilburðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2022 16:11 Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur mönnunum tveimur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir frelsissviptingu og rán sem hófst fyrir utan Hagkaup í Skeifunni. Þeim er gefið að sök að hafa hótað karli og konu með hníf, og látið fólkið keyra með sig um Reykjavík. Auk þess hafi þeir haft af fólkinu peninga, síma og bíllykla. Í ákærunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, er málavöxtum lýst þannig að mennirnir, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, hafi aðfaranótt 16. apríl 2020 svipt karl og konu frelsi sínu í um það bil klukkustund. Þeir hafi sest í aftursæti bifreiðar fólksins fyrir utan Hagkaup í Skeifunni, þar sem fólkið sat í framsætinu. Þeir hafi þá lagt hníf að hálsi fólksins, kýlt það í gagnaugun og gefið olnbogaskot. Eins hafi þeir hótað að stinga fólkið með sprautunál, auk þess að hafa haft í lífláts og líkamsmeiðingarhótunum við það. Því næst hafi ákærðu skipað karlmanninum, sem sat í ökumannssæti bílsins, að keyra af stað og stöðva við Glæsibæ. Þar hafi annar ákæru tekið við akstri bílsins og keyrt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal. Þegar þangað hafi verið komið hafi ákærðu þvingað manninn til að millifæra 780.000 krónur inn á reikning annars þeirra. Næst hafi þeir skipað manninum að keyra inn á bílaplan Metro við Suðurlandsbraut, þar sem þeir hafi tekið snjallsíma karlsins og konunnar, auk þess sem þeir hafi tekið kveikjuláslykla bílsins áður en þeir yfirgáfu svæðið. Í ákæru kemur fram að konan hafi hlotið vægan heilahristing þegar mennirnir slógu hana og gáfu olnbogaskot. Ákært fyrir frelsissviptingu í ávinningsskyni Samkvæmt ákærunni telst háttsemin varða við 1. samanber 2. málsgrein 226. grein og 252. grein almennra hegningarlaga. Í fyrra ákvæðinu er fjallað um frelsissviptingu í ávinningsskyni, en þar segir að refsing fyrir verknaðinn sé að lágmarki eins árs fangelsi, en geti verið allt að 16 ár eða ævilangt. Ákæruvaldið krefst þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, en auk þess er gerð krafa um að þeir sæti upptöku á vasahníf sem haldlagður var við rannsókn málsins. Einkaréttarkröfur karlmannsins sem fjallað er um í ákærunni hljóða upp á 1.480.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta, og beinist krafan að báðum mönnunum. Einkaréttarkröfur konunnar, sem einnig beinast að báðum ákærðu, hljóðar upp á 700.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta. Lögreglumál Reykjavík Dómsmál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Í ákærunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, er málavöxtum lýst þannig að mennirnir, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, hafi aðfaranótt 16. apríl 2020 svipt karl og konu frelsi sínu í um það bil klukkustund. Þeir hafi sest í aftursæti bifreiðar fólksins fyrir utan Hagkaup í Skeifunni, þar sem fólkið sat í framsætinu. Þeir hafi þá lagt hníf að hálsi fólksins, kýlt það í gagnaugun og gefið olnbogaskot. Eins hafi þeir hótað að stinga fólkið með sprautunál, auk þess að hafa haft í lífláts og líkamsmeiðingarhótunum við það. Því næst hafi ákærðu skipað karlmanninum, sem sat í ökumannssæti bílsins, að keyra af stað og stöðva við Glæsibæ. Þar hafi annar ákæru tekið við akstri bílsins og keyrt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal. Þegar þangað hafi verið komið hafi ákærðu þvingað manninn til að millifæra 780.000 krónur inn á reikning annars þeirra. Næst hafi þeir skipað manninum að keyra inn á bílaplan Metro við Suðurlandsbraut, þar sem þeir hafi tekið snjallsíma karlsins og konunnar, auk þess sem þeir hafi tekið kveikjuláslykla bílsins áður en þeir yfirgáfu svæðið. Í ákæru kemur fram að konan hafi hlotið vægan heilahristing þegar mennirnir slógu hana og gáfu olnbogaskot. Ákært fyrir frelsissviptingu í ávinningsskyni Samkvæmt ákærunni telst háttsemin varða við 1. samanber 2. málsgrein 226. grein og 252. grein almennra hegningarlaga. Í fyrra ákvæðinu er fjallað um frelsissviptingu í ávinningsskyni, en þar segir að refsing fyrir verknaðinn sé að lágmarki eins árs fangelsi, en geti verið allt að 16 ár eða ævilangt. Ákæruvaldið krefst þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, en auk þess er gerð krafa um að þeir sæti upptöku á vasahníf sem haldlagður var við rannsókn málsins. Einkaréttarkröfur karlmannsins sem fjallað er um í ákærunni hljóða upp á 1.480.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta, og beinist krafan að báðum mönnunum. Einkaréttarkröfur konunnar, sem einnig beinast að báðum ákærðu, hljóðar upp á 700.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta.
Lögreglumál Reykjavík Dómsmál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira