Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. september 2022 10:01 Elísabet Gunnarsdóttir er einn af reynsluboltunum í liði Stjörnunnar. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og Garðbæingar fari upp um eitt sæti frá síðasta tímabili. Eftir að hafa komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum í röð og unnið tvo bikarmeistaratitla og tvo deildarmeistaratitla hafa síðustu ár verið tíðindalítil hjá Stjörnunni. Þrátt fyrir að vera með nokkuð sterkan mannskap hafa hlutirnir ekki smollið og Garðbæingar hafa ekki gert atlögu að titlum undanfarin ár. Því miður fyrir stuðningsmenn Stjörnunni er ekki líklegt að það breytist í vetur. Hópurinn er reyndur og vel skipaður með nóg af leikmönnum sem hafa spilað með landsliðinu og erlendis en það vantar eitthvað ferskt, eitthvað nýtt krydd til að búa til lystuga kássu. Ef til vill hefði Stjarnan þurft að fá unga, hungraða og hugaða leikmenn sem gætu vakið liðið upp af værum blundi. Stjarnan er með alltof góðan mannskap til að missa af úrslitakeppninni en ekki nógu góðan til að geta strítt þremur bestu liðum landsins sem virðast vera í sérflokki. Líklegast er að framundan sé enn eitt meðalmennskutímabilið í Garðabænum. Gengi Stjörnunnar undanfarinn áratug 2021-22: 5. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 5. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti 2017-18: 5. sæti 2016-17: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistarar 2015-16: 4. sæti+úrslit+bikarmeistarar 2014-15: 3. sæti+úrslit 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+úrslit Lykilmaðurinn Eva Björk Davíðsdóttir (til vinstri) er öflug á báðum endum vallarins.vísir/hulda margrét Eva Björk Davíðsdóttir kom til Stjörnunnar 2020 ásamt góðvinkonu sinni Helenu Rut Örvarsdóttur eftir dvöl erlendis í atvinnumennsku. Hún hefur verið besti leikmaður Garðbæinga síðan þá og var sérstaklega góð fyrsta tímabilið sitt hjá Stjörnunni þegar hún var næstmarkahæst í Olís-deildinni. Stjörnukonur hafa endað í 5. sæti bæði tímabilin eftir að Eva Björk og Helena komu heim en þær vilja vafalaust hífa liðið ofar í töfluna. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Eva Dís Sigurðardóttir frá Aftureldingu Farnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir til Hauka Sigrún Ása Ásgrímsdóttir til ÍR Katla María Magnúsdóttir til Selfoss Ásthildur Bertha Bjarkadóttir til ÍR Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Eva Dís Sigurðardóttir er eini leikmaðurinn sem Stjarnan fékk fyrir tímabilið. Þessi efnilegi markvörður fékk alvöru eldskírn með Aftureldingu á síðasta tímabili og býr eflaust af þeirri reynslu þótt ekkert hafi gengið hjá Mosfellingum. Eftir misjafna markvörslu um nokkurra ára skeið átti Darija Zecevic góða innkomu í mark Stjörnunnar á síðasta tímabili og markvarslan í vetur ætti ekki að vera síðri með þær Evu Dís að skipta mínútunum á milli sín. Olís-deild kvenna Stjarnan Garðabær Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og Garðbæingar fari upp um eitt sæti frá síðasta tímabili. Eftir að hafa komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum í röð og unnið tvo bikarmeistaratitla og tvo deildarmeistaratitla hafa síðustu ár verið tíðindalítil hjá Stjörnunni. Þrátt fyrir að vera með nokkuð sterkan mannskap hafa hlutirnir ekki smollið og Garðbæingar hafa ekki gert atlögu að titlum undanfarin ár. Því miður fyrir stuðningsmenn Stjörnunni er ekki líklegt að það breytist í vetur. Hópurinn er reyndur og vel skipaður með nóg af leikmönnum sem hafa spilað með landsliðinu og erlendis en það vantar eitthvað ferskt, eitthvað nýtt krydd til að búa til lystuga kássu. Ef til vill hefði Stjarnan þurft að fá unga, hungraða og hugaða leikmenn sem gætu vakið liðið upp af værum blundi. Stjarnan er með alltof góðan mannskap til að missa af úrslitakeppninni en ekki nógu góðan til að geta strítt þremur bestu liðum landsins sem virðast vera í sérflokki. Líklegast er að framundan sé enn eitt meðalmennskutímabilið í Garðabænum. Gengi Stjörnunnar undanfarinn áratug 2021-22: 5. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 5. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti 2017-18: 5. sæti 2016-17: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistarar 2015-16: 4. sæti+úrslit+bikarmeistarar 2014-15: 3. sæti+úrslit 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+úrslit Lykilmaðurinn Eva Björk Davíðsdóttir (til vinstri) er öflug á báðum endum vallarins.vísir/hulda margrét Eva Björk Davíðsdóttir kom til Stjörnunnar 2020 ásamt góðvinkonu sinni Helenu Rut Örvarsdóttur eftir dvöl erlendis í atvinnumennsku. Hún hefur verið besti leikmaður Garðbæinga síðan þá og var sérstaklega góð fyrsta tímabilið sitt hjá Stjörnunni þegar hún var næstmarkahæst í Olís-deildinni. Stjörnukonur hafa endað í 5. sæti bæði tímabilin eftir að Eva Björk og Helena komu heim en þær vilja vafalaust hífa liðið ofar í töfluna. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Eva Dís Sigurðardóttir frá Aftureldingu Farnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir til Hauka Sigrún Ása Ásgrímsdóttir til ÍR Katla María Magnúsdóttir til Selfoss Ásthildur Bertha Bjarkadóttir til ÍR Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Eva Dís Sigurðardóttir er eini leikmaðurinn sem Stjarnan fékk fyrir tímabilið. Þessi efnilegi markvörður fékk alvöru eldskírn með Aftureldingu á síðasta tímabili og býr eflaust af þeirri reynslu þótt ekkert hafi gengið hjá Mosfellingum. Eftir misjafna markvörslu um nokkurra ára skeið átti Darija Zecevic góða innkomu í mark Stjörnunnar á síðasta tímabili og markvarslan í vetur ætti ekki að vera síðri með þær Evu Dís að skipta mínútunum á milli sín.
2021-22: 5. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 5. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti 2017-18: 5. sæti 2016-17: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistarar 2015-16: 4. sæti+úrslit+bikarmeistarar 2014-15: 3. sæti+úrslit 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+úrslit
Komnar: Eva Dís Sigurðardóttir frá Aftureldingu Farnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir til Hauka Sigrún Ása Ásgrímsdóttir til ÍR Katla María Magnúsdóttir til Selfoss Ásthildur Bertha Bjarkadóttir til ÍR Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild kvenna Stjarnan Garðabær Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn