Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. september 2022 10:01 Elísabet Gunnarsdóttir er einn af reynsluboltunum í liði Stjörnunnar. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og Garðbæingar fari upp um eitt sæti frá síðasta tímabili. Eftir að hafa komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum í röð og unnið tvo bikarmeistaratitla og tvo deildarmeistaratitla hafa síðustu ár verið tíðindalítil hjá Stjörnunni. Þrátt fyrir að vera með nokkuð sterkan mannskap hafa hlutirnir ekki smollið og Garðbæingar hafa ekki gert atlögu að titlum undanfarin ár. Því miður fyrir stuðningsmenn Stjörnunni er ekki líklegt að það breytist í vetur. Hópurinn er reyndur og vel skipaður með nóg af leikmönnum sem hafa spilað með landsliðinu og erlendis en það vantar eitthvað ferskt, eitthvað nýtt krydd til að búa til lystuga kássu. Ef til vill hefði Stjarnan þurft að fá unga, hungraða og hugaða leikmenn sem gætu vakið liðið upp af værum blundi. Stjarnan er með alltof góðan mannskap til að missa af úrslitakeppninni en ekki nógu góðan til að geta strítt þremur bestu liðum landsins sem virðast vera í sérflokki. Líklegast er að framundan sé enn eitt meðalmennskutímabilið í Garðabænum. Gengi Stjörnunnar undanfarinn áratug 2021-22: 5. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 5. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti 2017-18: 5. sæti 2016-17: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistarar 2015-16: 4. sæti+úrslit+bikarmeistarar 2014-15: 3. sæti+úrslit 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+úrslit Lykilmaðurinn Eva Björk Davíðsdóttir (til vinstri) er öflug á báðum endum vallarins.vísir/hulda margrét Eva Björk Davíðsdóttir kom til Stjörnunnar 2020 ásamt góðvinkonu sinni Helenu Rut Örvarsdóttur eftir dvöl erlendis í atvinnumennsku. Hún hefur verið besti leikmaður Garðbæinga síðan þá og var sérstaklega góð fyrsta tímabilið sitt hjá Stjörnunni þegar hún var næstmarkahæst í Olís-deildinni. Stjörnukonur hafa endað í 5. sæti bæði tímabilin eftir að Eva Björk og Helena komu heim en þær vilja vafalaust hífa liðið ofar í töfluna. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Eva Dís Sigurðardóttir frá Aftureldingu Farnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir til Hauka Sigrún Ása Ásgrímsdóttir til ÍR Katla María Magnúsdóttir til Selfoss Ásthildur Bertha Bjarkadóttir til ÍR Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Eva Dís Sigurðardóttir er eini leikmaðurinn sem Stjarnan fékk fyrir tímabilið. Þessi efnilegi markvörður fékk alvöru eldskírn með Aftureldingu á síðasta tímabili og býr eflaust af þeirri reynslu þótt ekkert hafi gengið hjá Mosfellingum. Eftir misjafna markvörslu um nokkurra ára skeið átti Darija Zecevic góða innkomu í mark Stjörnunnar á síðasta tímabili og markvarslan í vetur ætti ekki að vera síðri með þær Evu Dís að skipta mínútunum á milli sín. Olís-deild kvenna Stjarnan Garðabær Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og Garðbæingar fari upp um eitt sæti frá síðasta tímabili. Eftir að hafa komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum í röð og unnið tvo bikarmeistaratitla og tvo deildarmeistaratitla hafa síðustu ár verið tíðindalítil hjá Stjörnunni. Þrátt fyrir að vera með nokkuð sterkan mannskap hafa hlutirnir ekki smollið og Garðbæingar hafa ekki gert atlögu að titlum undanfarin ár. Því miður fyrir stuðningsmenn Stjörnunni er ekki líklegt að það breytist í vetur. Hópurinn er reyndur og vel skipaður með nóg af leikmönnum sem hafa spilað með landsliðinu og erlendis en það vantar eitthvað ferskt, eitthvað nýtt krydd til að búa til lystuga kássu. Ef til vill hefði Stjarnan þurft að fá unga, hungraða og hugaða leikmenn sem gætu vakið liðið upp af værum blundi. Stjarnan er með alltof góðan mannskap til að missa af úrslitakeppninni en ekki nógu góðan til að geta strítt þremur bestu liðum landsins sem virðast vera í sérflokki. Líklegast er að framundan sé enn eitt meðalmennskutímabilið í Garðabænum. Gengi Stjörnunnar undanfarinn áratug 2021-22: 5. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 5. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti 2017-18: 5. sæti 2016-17: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistarar 2015-16: 4. sæti+úrslit+bikarmeistarar 2014-15: 3. sæti+úrslit 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+úrslit Lykilmaðurinn Eva Björk Davíðsdóttir (til vinstri) er öflug á báðum endum vallarins.vísir/hulda margrét Eva Björk Davíðsdóttir kom til Stjörnunnar 2020 ásamt góðvinkonu sinni Helenu Rut Örvarsdóttur eftir dvöl erlendis í atvinnumennsku. Hún hefur verið besti leikmaður Garðbæinga síðan þá og var sérstaklega góð fyrsta tímabilið sitt hjá Stjörnunni þegar hún var næstmarkahæst í Olís-deildinni. Stjörnukonur hafa endað í 5. sæti bæði tímabilin eftir að Eva Björk og Helena komu heim en þær vilja vafalaust hífa liðið ofar í töfluna. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Eva Dís Sigurðardóttir frá Aftureldingu Farnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir til Hauka Sigrún Ása Ásgrímsdóttir til ÍR Katla María Magnúsdóttir til Selfoss Ásthildur Bertha Bjarkadóttir til ÍR Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Eva Dís Sigurðardóttir er eini leikmaðurinn sem Stjarnan fékk fyrir tímabilið. Þessi efnilegi markvörður fékk alvöru eldskírn með Aftureldingu á síðasta tímabili og býr eflaust af þeirri reynslu þótt ekkert hafi gengið hjá Mosfellingum. Eftir misjafna markvörslu um nokkurra ára skeið átti Darija Zecevic góða innkomu í mark Stjörnunnar á síðasta tímabili og markvarslan í vetur ætti ekki að vera síðri með þær Evu Dís að skipta mínútunum á milli sín.
2021-22: 5. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 5. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti 2017-18: 5. sæti 2016-17: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistarar 2015-16: 4. sæti+úrslit+bikarmeistarar 2014-15: 3. sæti+úrslit 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+úrslit
Komnar: Eva Dís Sigurðardóttir frá Aftureldingu Farnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir til Hauka Sigrún Ása Ásgrímsdóttir til ÍR Katla María Magnúsdóttir til Selfoss Ásthildur Bertha Bjarkadóttir til ÍR Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild kvenna Stjarnan Garðabær Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00