Viðræður leiðtoga hægriflokka hafnar Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2022 12:43 Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, fagnaði í nótt. Getty Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, og Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, sátu saman hádegisverðarfund á skrifstofum Moderaterna í Stokkhólmi í dag. Sænskir fjölmiðlar segja viðræður hægriflokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar vera hafnar. Sænska blaðið Aftonbladet segir að ákvörðun um hádegisverðarfund þeirra Kristersson og Åkesson hafi verið tekin þegar í nótt. Segir blaðið að um sé að ræða viðræður um myndun nýrrar stjórnar. Åkesson vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann yfirgaf fundinn um hvað hafi verið rætt og lagði hann áherslu á að enn væri beðið eftir endanlegri niðurstöðu kosninganna. Afar mjótt er á munum milli hægri blokkarinnar í sænskum stjórnmálum sem fær 175 þingsæti og vinstri blokkarinnar sem fær 174 þingsæti samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag, eða jafnvel fimmtudag, en eins og staðan er nú munar um 47 þúsund atkvæði á blokkunum tveimur. Allt bendir til að Svíþjóðardemókratar verði næststærsti flokkurinn á þingi, á eftir Jafnaðarmannaflokknum. Segir Åkesson að það sé markmið flokksins að eiga sæti í ríkisstjórn. Myndun slíkrar stjórnar gæti þó reynst erfið þar sem Frjálslyndir, einn flokkanna í hægri flokkinni, hafa sagt að þeir muni ekki styðja stjórn þar sem Svíþjóðardemókratar eiga sæti. Johan Pehrson, formaður Frjálslyndra, gekk á fund Kristersson skömmu eftir að Åkesson yfirgaf skrifstofur Moderaterna. Hann vildi ekkert tjá sig að fundi loknum. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Munar einu þingsæti þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða Hægri blokkin í sænskum stjórnmálum fær 175 þingsæti en vinstri blokkin 174 samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag. 12. september 2022 07:41 Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Sænska blaðið Aftonbladet segir að ákvörðun um hádegisverðarfund þeirra Kristersson og Åkesson hafi verið tekin þegar í nótt. Segir blaðið að um sé að ræða viðræður um myndun nýrrar stjórnar. Åkesson vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann yfirgaf fundinn um hvað hafi verið rætt og lagði hann áherslu á að enn væri beðið eftir endanlegri niðurstöðu kosninganna. Afar mjótt er á munum milli hægri blokkarinnar í sænskum stjórnmálum sem fær 175 þingsæti og vinstri blokkarinnar sem fær 174 þingsæti samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag, eða jafnvel fimmtudag, en eins og staðan er nú munar um 47 þúsund atkvæði á blokkunum tveimur. Allt bendir til að Svíþjóðardemókratar verði næststærsti flokkurinn á þingi, á eftir Jafnaðarmannaflokknum. Segir Åkesson að það sé markmið flokksins að eiga sæti í ríkisstjórn. Myndun slíkrar stjórnar gæti þó reynst erfið þar sem Frjálslyndir, einn flokkanna í hægri flokkinni, hafa sagt að þeir muni ekki styðja stjórn þar sem Svíþjóðardemókratar eiga sæti. Johan Pehrson, formaður Frjálslyndra, gekk á fund Kristersson skömmu eftir að Åkesson yfirgaf skrifstofur Moderaterna. Hann vildi ekkert tjá sig að fundi loknum.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Munar einu þingsæti þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða Hægri blokkin í sænskum stjórnmálum fær 175 þingsæti en vinstri blokkin 174 samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag. 12. september 2022 07:41 Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Munar einu þingsæti þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða Hægri blokkin í sænskum stjórnmálum fær 175 þingsæti en vinstri blokkin 174 samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag. 12. september 2022 07:41
Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00