„Ef ekki núna, hvenær þá?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2022 12:00 Stjarnan fór vel af stað og nýju mennirnir koma vel inn í liðið. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja liðið hafa allt sem til þarf til að taka þátt í titilbaráttu í vor. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan fór vel af stað í Olís-deild karla í handbolta er liðið vann 33-28 sigur á FH í Kaplakrika. Nýju mennirnir í Garðabæ, þeir Hergeir Grímsson og Arnar Freyr Ársælsson, komu vel inn í liðið. „Aðalatriðið eftir þennan leik eru þessar leikmannastyrkingar hjá Patreki Jóhannessyni. Hann fékk inn tvo leikmenn, og Jóhann Karl [Reynisson] reyndar líka, hann dregur fram skóna. En Arnar Freyr Ársælsson var gjörsamlega geggjaður í þessum leik,“ segir þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni. „Hann var bara mótiveraður gegn sínum gömlu félögum. Sagan segir að hann hafi boðið sig FH-ingum í sumar þegar hann vissi að hann væri að flytja suður og að FH-ingar hafi ákveðið að taka hann ekki,“ segir Theódór Ingi Pálmason en Arnar Freyr var áður í FH en lék með KA á Akureyri á síðustu leiktíð. „Hann var frábær í þessum leik. Hann spilaði frábæran bakvörð, þannig að Hergeir gat verið í horninu varnarlega og skoraði þetta mark sem dregur svolítið tennurnar úr FH-ingum. Hann var bara frábær og var með níu mörk úr tíu skotum,“ segir Theódór. Klippa: Seinni bylgjan: Nýju mennirnir hjá Stjörnunni Hergeir litlu síðri Hergeir Grímsson kom einnig í Stjörnuna fyrir tímabilið, frá uppeldisfélagi sínu, Selfossi. „Hergeir Grímsson. Hann var heitasti bitinn á markaðnum, og þetta er góður biti greinilega.“ segir Stefán Árni. „Algjörlega. Ef við samtvinnum þessi félagsskipti bæði, þá gefur Arnar Freyr Hergeiri það að hann þarf ekki að vera í bakverðinum varnarlega. Hergeir fær pásu, og hvenær ætli hann hafi fengið pásu hjá Selfossi síðustu tvö ár? Hann nýtir sér það, hann er með fullan kraft sóknarlega,“ segir Arnar Daði Arnarsson. „Það verða öll lið í deildinni betri með tímanum en ég held að Stjarnan geti þróað sinn leik alveg rosalega af því að þeir eru með svo gríðarlega mörg vopn í sínu vopnabúri. Þetta eru frábær félagsskipti í þessum tveimur leikmönnum,“ bætir Arnar Daði við. Geta keppt um titilinn Arnar Daði segir Stjörnuna þá hafa allt sem þarf til brunns að bera til að taka þátt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í vor. „Bara klárlega. Þeir eru með frábæran þjálfara sem þekkir það að fara alla leið. Ég ætla ekkert að setja einhverja svakalega pressu á Patta [Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar] en ef ekki núna, hvenær þá?“ Umræðuna um Stjörnumennnina úr Seinni bylgjunni má sjá í spilaranum að ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Sjá meira
„Aðalatriðið eftir þennan leik eru þessar leikmannastyrkingar hjá Patreki Jóhannessyni. Hann fékk inn tvo leikmenn, og Jóhann Karl [Reynisson] reyndar líka, hann dregur fram skóna. En Arnar Freyr Ársælsson var gjörsamlega geggjaður í þessum leik,“ segir þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni. „Hann var bara mótiveraður gegn sínum gömlu félögum. Sagan segir að hann hafi boðið sig FH-ingum í sumar þegar hann vissi að hann væri að flytja suður og að FH-ingar hafi ákveðið að taka hann ekki,“ segir Theódór Ingi Pálmason en Arnar Freyr var áður í FH en lék með KA á Akureyri á síðustu leiktíð. „Hann var frábær í þessum leik. Hann spilaði frábæran bakvörð, þannig að Hergeir gat verið í horninu varnarlega og skoraði þetta mark sem dregur svolítið tennurnar úr FH-ingum. Hann var bara frábær og var með níu mörk úr tíu skotum,“ segir Theódór. Klippa: Seinni bylgjan: Nýju mennirnir hjá Stjörnunni Hergeir litlu síðri Hergeir Grímsson kom einnig í Stjörnuna fyrir tímabilið, frá uppeldisfélagi sínu, Selfossi. „Hergeir Grímsson. Hann var heitasti bitinn á markaðnum, og þetta er góður biti greinilega.“ segir Stefán Árni. „Algjörlega. Ef við samtvinnum þessi félagsskipti bæði, þá gefur Arnar Freyr Hergeiri það að hann þarf ekki að vera í bakverðinum varnarlega. Hergeir fær pásu, og hvenær ætli hann hafi fengið pásu hjá Selfossi síðustu tvö ár? Hann nýtir sér það, hann er með fullan kraft sóknarlega,“ segir Arnar Daði Arnarsson. „Það verða öll lið í deildinni betri með tímanum en ég held að Stjarnan geti þróað sinn leik alveg rosalega af því að þeir eru með svo gríðarlega mörg vopn í sínu vopnabúri. Þetta eru frábær félagsskipti í þessum tveimur leikmönnum,“ bætir Arnar Daði við. Geta keppt um titilinn Arnar Daði segir Stjörnuna þá hafa allt sem þarf til brunns að bera til að taka þátt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í vor. „Bara klárlega. Þeir eru með frábæran þjálfara sem þekkir það að fara alla leið. Ég ætla ekkert að setja einhverja svakalega pressu á Patta [Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar] en ef ekki núna, hvenær þá?“ Umræðuna um Stjörnumennnina úr Seinni bylgjunni má sjá í spilaranum að ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik