„Virkilega kærkomið” Árni Gísli Magnússon skrifar 11. september 2022 17:16 Arnar Grétarsson, þjálfari KA. Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var loksins mættur á hliðarlínuna eftir fimm leikja bann og gat heldur betur brosað í leikslok eftir að lið hans sigraði topplið Breiðabliks, 2-1, á Greifavellinum á Akureyri í dag. Sveinn Margeir kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en Viktor Karl jafnaði fyrir Blika í þeim seinni. Hallgrímur Mar skoraði svo sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Maður er náttúrulega bara hrikalega stoltur af strákunum. Mér fannst Blikarnir vera sterkari í fyrri hálfleik svona heilt yfir, meira með boltann, en í sjálfu sér að skapa mjög lítið. Við vorum alltaf hættulegri aðilinn á sóknarþriðjung,” sagði Arnar Grétarson í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við. „Svo fannst mér bara í seinni hálfleik við helvíti flottir og sköpum okkur mikið af færum en gerðum þetta svolítið erfitt fyrir okkur að nýta ekki þau færi sem við vorum að fá og það er oft erfitt og hefur verið að kosta okkur hingað til gegn þessum erfiðari liðum en í dag féll þetta okkar megin og ég held þetta hafi alveg verið sanngjarnan sigur og þetta er eitthvað alveg virkilega kærkomið.” Nökkvi Þeyr Þórisson, sem hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í sumar, samdi á dögunum við Beerschot í Belgíu og var því í alvöru skarð að fylla fyrir KA. „Strákarnir eiga þetta fyllilega skilið og það er bara virkilega gaman að því og líka ljósi þess að við vorum að missa manninn sem er búinn að vera hvað flottastur hjá okkur í annars mjög flottu liði. Menn stíga heldur betur upp og eiga frábæran leik. Við erum að spila á móti því liði sem er búið að vera alveg geggjað í sumar og eru verðskuldað í þeirri stöðu sem þeir eru og bara frábært að klára leikinn svona og gera okkur enn þá líklega í þetta annað sæti og það er bara flott.” Jakob Snær Árnason byrjaði leikinn í fjarveru Nökkva og var Arnar virkilega ánægður með hans frammistöðu í dag. „Við vitum alveg Jakob getur. Jakob er auðvitað gríðarlega öflugur líkamlega og fljótur, er fylginn sér og það er eitthvað sem þú færð alltaf frá honum, hann er 150 prósent liðsmaður og leggur sig alltaf gríðarlega fram í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur þannig að mér fannst hann bara mjög flottur í dag og var að gera flotta hluti og bara liðsframmistaðan í dag var rosalega flott. Þeir lágu svolítið á okkur í fyrri hálfleik en mér fannst við verjast vel og við vorum hættulegir þegar við vorum að sækja á þá og bara heilt yfir gríðarlega stoltur af liðinu í dag.” Breiðablik pressaði KA gríðarlega hátt, sérstaklega í upphafi leiks, en heimamenn spiluðu sig oft vel úr þeim aðstæðum sem ekki mörg lið geta gert gegn Blikum, „Ég held að við höfum alveg sýnt að þó að við höfum verið svolítið undir radarnum hjá fólki að við vitum alveg hvað liðið getur. Við vorum í keppninni um titilinn svona langleiðina í fyrra þangað til við fengum tvo leiki við Blika í röð undir lok tímabilsins í fyrra og það voru hörkuleikir sem féllu Blikamegin en mjög jafnir í tölfræði og annað en við töpuðum þeim leikjum og þeir leikir sem við höfum spilað gegn Víkingi hér heima, og Breiðablik þó við höfum tapað stórt úti, þá var það hörku leikur en hlutirnir hafa ekki alltaf fallið með okkur en við í raun og veru fylgjum eftir góðu tímabili í fyrra þar sem við vorum eitt af þessum þremur liðum alveg undir lokin að keppa um toppsætið.Núna erum við að narta í hælana á þessum toppliðum tveimur og erum búnir að vera í öðru sæti í einhvern tíma og nálægt Víkingunum en Blikarnir hafa svona haft aðeins forskot en auðvitað er þetta þannig að þessi litlu atriði skipta máli í fótbolta og það þarf að falla svolítið með þér og það gerði það hjá okkur í dag,” sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA. Besta deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA 2-1 Breiðablik | Blikar sigraðir á Akureyri Eftir þrjá sigurleiki í röð tapaði Breiðablik fyrir KA fyrir norðan, 2-1. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sigurmark leiksins úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:01 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Leik lokið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Sjá meira
Sveinn Margeir kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en Viktor Karl jafnaði fyrir Blika í þeim seinni. Hallgrímur Mar skoraði svo sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Maður er náttúrulega bara hrikalega stoltur af strákunum. Mér fannst Blikarnir vera sterkari í fyrri hálfleik svona heilt yfir, meira með boltann, en í sjálfu sér að skapa mjög lítið. Við vorum alltaf hættulegri aðilinn á sóknarþriðjung,” sagði Arnar Grétarson í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við. „Svo fannst mér bara í seinni hálfleik við helvíti flottir og sköpum okkur mikið af færum en gerðum þetta svolítið erfitt fyrir okkur að nýta ekki þau færi sem við vorum að fá og það er oft erfitt og hefur verið að kosta okkur hingað til gegn þessum erfiðari liðum en í dag féll þetta okkar megin og ég held þetta hafi alveg verið sanngjarnan sigur og þetta er eitthvað alveg virkilega kærkomið.” Nökkvi Þeyr Þórisson, sem hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í sumar, samdi á dögunum við Beerschot í Belgíu og var því í alvöru skarð að fylla fyrir KA. „Strákarnir eiga þetta fyllilega skilið og það er bara virkilega gaman að því og líka ljósi þess að við vorum að missa manninn sem er búinn að vera hvað flottastur hjá okkur í annars mjög flottu liði. Menn stíga heldur betur upp og eiga frábæran leik. Við erum að spila á móti því liði sem er búið að vera alveg geggjað í sumar og eru verðskuldað í þeirri stöðu sem þeir eru og bara frábært að klára leikinn svona og gera okkur enn þá líklega í þetta annað sæti og það er bara flott.” Jakob Snær Árnason byrjaði leikinn í fjarveru Nökkva og var Arnar virkilega ánægður með hans frammistöðu í dag. „Við vitum alveg Jakob getur. Jakob er auðvitað gríðarlega öflugur líkamlega og fljótur, er fylginn sér og það er eitthvað sem þú færð alltaf frá honum, hann er 150 prósent liðsmaður og leggur sig alltaf gríðarlega fram í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur þannig að mér fannst hann bara mjög flottur í dag og var að gera flotta hluti og bara liðsframmistaðan í dag var rosalega flott. Þeir lágu svolítið á okkur í fyrri hálfleik en mér fannst við verjast vel og við vorum hættulegir þegar við vorum að sækja á þá og bara heilt yfir gríðarlega stoltur af liðinu í dag.” Breiðablik pressaði KA gríðarlega hátt, sérstaklega í upphafi leiks, en heimamenn spiluðu sig oft vel úr þeim aðstæðum sem ekki mörg lið geta gert gegn Blikum, „Ég held að við höfum alveg sýnt að þó að við höfum verið svolítið undir radarnum hjá fólki að við vitum alveg hvað liðið getur. Við vorum í keppninni um titilinn svona langleiðina í fyrra þangað til við fengum tvo leiki við Blika í röð undir lok tímabilsins í fyrra og það voru hörkuleikir sem féllu Blikamegin en mjög jafnir í tölfræði og annað en við töpuðum þeim leikjum og þeir leikir sem við höfum spilað gegn Víkingi hér heima, og Breiðablik þó við höfum tapað stórt úti, þá var það hörku leikur en hlutirnir hafa ekki alltaf fallið með okkur en við í raun og veru fylgjum eftir góðu tímabili í fyrra þar sem við vorum eitt af þessum þremur liðum alveg undir lokin að keppa um toppsætið.Núna erum við að narta í hælana á þessum toppliðum tveimur og erum búnir að vera í öðru sæti í einhvern tíma og nálægt Víkingunum en Blikarnir hafa svona haft aðeins forskot en auðvitað er þetta þannig að þessi litlu atriði skipta máli í fótbolta og það þarf að falla svolítið með þér og það gerði það hjá okkur í dag,” sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Besta deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA 2-1 Breiðablik | Blikar sigraðir á Akureyri Eftir þrjá sigurleiki í röð tapaði Breiðablik fyrir KA fyrir norðan, 2-1. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sigurmark leiksins úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:01 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Leik lokið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Sjá meira
Leik lokið: KA 2-1 Breiðablik | Blikar sigraðir á Akureyri Eftir þrjá sigurleiki í röð tapaði Breiðablik fyrir KA fyrir norðan, 2-1. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sigurmark leiksins úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:01