Stiklur fyrir Múfasa , Litlu hafmeyjuna og Hókus Pókus 2 frumsýndar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2022 14:00 Fjölmargar myndir úr smiðju Disney eru á leiðinni næstu misserin. Vísir Um helgina hefur Disney verið með kynningu á öllu því efni sem er væntanlegt frá framleiðandanum á næstu misserum. Leikin útgáfa af Litlu hafmeyjunni, kvikmynd um Múfasa úr Konungi ljónanna og framhald af nornunum í Hókus Pókus er meðal þess sem er væntanlegt. Disney kynnti í gær það efni sem er væntanlegt frá Disney sjálfu. Þá var væntanlegt efni frá Lucasfilm, sem framleiðir meðal annars Star Wars, og Marvel einnig kynnt. Hókus Pókus 2 Fyrsta stiklan fyrir framhaldsmynd Hókus Pókus var frumsýnd og fjallar um þrjár nornir sem lifðu af nornaveiðarnar í Salem. Myndin kemur á streymisveituna Disney+ 30. september næstkomandi. Bette Midler, Sarah Jessica Parker og Kathy Najimy snúa aftur sem nornirnar Winifred, Mary og Sarah Sanderson. Pétur Pan og Vanda Disney tilkynnti að kvikmynd um Pétur Pan og Vöndu sé væntanleg einhvern tíma á næsta ári. Jude Law mun fara með hlutverk Kafteins Króks í myndinni. Walt Disney Pictures Múfasa: Konungur ljónanna Kvikmyndin fjallar um Múfasa og gerist fyrir atburðina í Konungi ljónanna. Barry Jenkins leikstýrir myndinni en hann gerði það gott með myndinni Moonlight, sem hann hlaut Óskarstilnefningu fyrir. Fátt annað var tilkynnt um myndina en fram kom þó að Billy Eichner og Seth Rogen muni snúa aftur sem Tímon og Púmba. Mufasa: The Lion King. 2024. pic.twitter.com/IkPMk6IDGR— Walt Disney Studios (@DisneyStudios) September 9, 2022 Litla hafmeyjan Fyrsta stiklan fyrir leiknu kvikmyndina Litlu hafmeyjuna var frumsýnd í gær. Um er að ræða örstiklu þar sem við fáum að sjá Halle Bailey í fyrsta sinn í hlutverki Aríel og heyrum brot úr laginu Allt annað líf. Inside Out 2 Já, við fáum að sjá Riley og hennar gríðarlega flóknu tilfinningar aftur á skjánum þegar framhaldsmynd Inside Out kemur út sumarið 2024. Framhaldsmyndin fjallar um Riley á unglingsárunum. Fleira sem er á leiðinni Við fengum að sjá fyrsta kynningarplaggatið fyrir myndina Elemental sem kemur í bíó 16. júní á næsta ári. Myndin fjallar um frumefnin, þar á meðal eldstúlkuna Ember og vatnsstrákinn Wade sem verða ástfangin þrátt fyrir ólík eðli þeirra og ómöguleikann á að þau geti verið saman. Leah Lewis mun fara með hlutverk Ember og Mamoudou Athie leikur Wade. Check out this #D23Expo Exclusive Poster for Disney and Pixar’s Elemental. See the movie only in theaters June 16, 2023! pic.twitter.com/gnLjVZVngx— Pixar (@Pixar) September 9, 2022 Úr smiðju Pixar kemur teiknimyndin Elio sem fylgir ungum dreng sem hefur verið útskúfaður úr samfélaginu en verður skyndilega sendiherra jarðarinnar gagnvart geimsamfélaginu. America Ferrera mun leika móður Elio. Myndin kemur út vorið 2024. Pixar Þá er myndin IWÁJÚ væntanleg en hún er samstarfsverkefni Disney og fjölþjóðlega afríska teiknimyndaframleiðandans Kugali. Myndin gerist í ævintýralegri útgáfu af Lagos í Nígeríu. Myndin lendir á streymisveitu Disney+ einhvern tíma á næsta ári. Walt Disney Animation Strange World kemur í bíó 23. nóvember næstkomandi og fjallar um ferðalag margslunginnar fjölskyldu um geiminn. Walt Disney Animation Þá er myndin Wish væntanleg frá Disney en hún fjallar um stúlkuna Asha sem biður til óskastjörnu og fær það sem hún vill... eða kannski aðeins meira en það. Stjarnan, sem reynist alger óþekktarormur, kemur niður af himnum og reynir að hjálpa Ashu að fá ósk sína uppfyllta. Walt Disney Animation Bíó og sjónvarp Disney Tengdar fréttir Þrjár nýjar Star Wars stiklur frumsýndar Disney frumsýndi í gær þrjár stiklur fyrir Star Wars sjónvarpsþætti sem eru væntanlegir á streymisveituna Disney+ á næstunni. 11. september 2022 08:32 Framhald af Enchanted á leiðinni eftir fimmtán ára bið Fyrsta stiklan fyrir Disney myndina Disenchanted var frumsýnd í gær en um er að ræða framhaldsmynd af Enchanted, sem var frumsýnd árið 2007. 10. september 2022 13:29 Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Disney kynnti í gær það efni sem er væntanlegt frá Disney sjálfu. Þá var væntanlegt efni frá Lucasfilm, sem framleiðir meðal annars Star Wars, og Marvel einnig kynnt. Hókus Pókus 2 Fyrsta stiklan fyrir framhaldsmynd Hókus Pókus var frumsýnd og fjallar um þrjár nornir sem lifðu af nornaveiðarnar í Salem. Myndin kemur á streymisveituna Disney+ 30. september næstkomandi. Bette Midler, Sarah Jessica Parker og Kathy Najimy snúa aftur sem nornirnar Winifred, Mary og Sarah Sanderson. Pétur Pan og Vanda Disney tilkynnti að kvikmynd um Pétur Pan og Vöndu sé væntanleg einhvern tíma á næsta ári. Jude Law mun fara með hlutverk Kafteins Króks í myndinni. Walt Disney Pictures Múfasa: Konungur ljónanna Kvikmyndin fjallar um Múfasa og gerist fyrir atburðina í Konungi ljónanna. Barry Jenkins leikstýrir myndinni en hann gerði það gott með myndinni Moonlight, sem hann hlaut Óskarstilnefningu fyrir. Fátt annað var tilkynnt um myndina en fram kom þó að Billy Eichner og Seth Rogen muni snúa aftur sem Tímon og Púmba. Mufasa: The Lion King. 2024. pic.twitter.com/IkPMk6IDGR— Walt Disney Studios (@DisneyStudios) September 9, 2022 Litla hafmeyjan Fyrsta stiklan fyrir leiknu kvikmyndina Litlu hafmeyjuna var frumsýnd í gær. Um er að ræða örstiklu þar sem við fáum að sjá Halle Bailey í fyrsta sinn í hlutverki Aríel og heyrum brot úr laginu Allt annað líf. Inside Out 2 Já, við fáum að sjá Riley og hennar gríðarlega flóknu tilfinningar aftur á skjánum þegar framhaldsmynd Inside Out kemur út sumarið 2024. Framhaldsmyndin fjallar um Riley á unglingsárunum. Fleira sem er á leiðinni Við fengum að sjá fyrsta kynningarplaggatið fyrir myndina Elemental sem kemur í bíó 16. júní á næsta ári. Myndin fjallar um frumefnin, þar á meðal eldstúlkuna Ember og vatnsstrákinn Wade sem verða ástfangin þrátt fyrir ólík eðli þeirra og ómöguleikann á að þau geti verið saman. Leah Lewis mun fara með hlutverk Ember og Mamoudou Athie leikur Wade. Check out this #D23Expo Exclusive Poster for Disney and Pixar’s Elemental. See the movie only in theaters June 16, 2023! pic.twitter.com/gnLjVZVngx— Pixar (@Pixar) September 9, 2022 Úr smiðju Pixar kemur teiknimyndin Elio sem fylgir ungum dreng sem hefur verið útskúfaður úr samfélaginu en verður skyndilega sendiherra jarðarinnar gagnvart geimsamfélaginu. America Ferrera mun leika móður Elio. Myndin kemur út vorið 2024. Pixar Þá er myndin IWÁJÚ væntanleg en hún er samstarfsverkefni Disney og fjölþjóðlega afríska teiknimyndaframleiðandans Kugali. Myndin gerist í ævintýralegri útgáfu af Lagos í Nígeríu. Myndin lendir á streymisveitu Disney+ einhvern tíma á næsta ári. Walt Disney Animation Strange World kemur í bíó 23. nóvember næstkomandi og fjallar um ferðalag margslunginnar fjölskyldu um geiminn. Walt Disney Animation Þá er myndin Wish væntanleg frá Disney en hún fjallar um stúlkuna Asha sem biður til óskastjörnu og fær það sem hún vill... eða kannski aðeins meira en það. Stjarnan, sem reynist alger óþekktarormur, kemur niður af himnum og reynir að hjálpa Ashu að fá ósk sína uppfyllta. Walt Disney Animation
Bíó og sjónvarp Disney Tengdar fréttir Þrjár nýjar Star Wars stiklur frumsýndar Disney frumsýndi í gær þrjár stiklur fyrir Star Wars sjónvarpsþætti sem eru væntanlegir á streymisveituna Disney+ á næstunni. 11. september 2022 08:32 Framhald af Enchanted á leiðinni eftir fimmtán ára bið Fyrsta stiklan fyrir Disney myndina Disenchanted var frumsýnd í gær en um er að ræða framhaldsmynd af Enchanted, sem var frumsýnd árið 2007. 10. september 2022 13:29 Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Þrjár nýjar Star Wars stiklur frumsýndar Disney frumsýndi í gær þrjár stiklur fyrir Star Wars sjónvarpsþætti sem eru væntanlegir á streymisveituna Disney+ á næstunni. 11. september 2022 08:32
Framhald af Enchanted á leiðinni eftir fimmtán ára bið Fyrsta stiklan fyrir Disney myndina Disenchanted var frumsýnd í gær en um er að ræða framhaldsmynd af Enchanted, sem var frumsýnd árið 2007. 10. september 2022 13:29