Starfsemi hætt í stærsta kjarnorkuveri Evrópu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2022 08:49 Rússneskir hermenn standa vörð við kjarnorkuverið. AP Slökkt hefur verið á kjarnaofnum í stærsta kjarnorkuveri Evrópu. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur haft verulegar áhyggjur undanfarið af öryggismálum í kjarnorkuverinu Zaporizhzhia, sem hefur verið á valdi Rússa um nokkurt skeið. Kjarnorkumálastofnun Úkraínu tilkynnti þetta í gærkvöldi en að sögn stofnunarinnar tókst henni að slökkva á rafafli sem hélt verinu gangandi klukkan 3:40 í fyrrinótt að úkraínskum tíma. Nú er verið að undirbúa að kæla ofnana. Yfirvöld í Kænugarði hvöttu íbúa á svæðinu í kring um kjarnorkuverið að yfirgefa heimili sín fyrir eigin öryggi. Mikil átök hafa geisað í kring um kjarnorkuverið og hafa bæði úkraínsk og rússnesk stjórnvöld sakað hver önnur um að halda úti stórskotaárásum við kjarnorkuverið. Skemmst er að segja frá því að yrði kjarnorkuverið fyrir árás gæti það leitt til hræðilegs kjarnorkuslyss. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að kjarnorkuverið og svæðið þar í kring verði hlutlaust svæði og átök verði bönnuð af öryggisástæðum. Kjarnorkumálastofnun Úkraínu sagði í tilkynningunni í gær að henni hafi tekist að tengja kjarnorkuverið aftur við úkraínskt raforkukerfi, svo stofnunin gæti stjórnað því að nýju. Kjarnorkuverið hefur þegar orðið fyrir talsverðu hnjaski vegna árása í nágrenninu og er byggingin ekki sögð jafn örugg og hún ætti að vera. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Rússneskar hersveitir hörfa frá borgum í Austur-Úkraínu Svo virðist sem rússneskar hersveitir hafi yfirgefið fjölda borga í austurhluta Úkraínu. Stjórn aðskilnaðarsinna í Kharkív hefur hvatt íbúa til að flýja heimili sín en hefur heitið því að „frelsa héraðið undan oki Úkraínu“ að nýju. 10. september 2022 11:06 Sækja líka fram gegn Rússum í norðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu mun í ávarpi sínu í kvöld tilkynna „góðar fréttir“ varðandi nýja gagnsókn Úkraínumanna gegn hersveitum Rússlands í norðurhluta landsins. Hávær orðrómur gengur um á samfélagsmiðlum í Úkraínu og Rússlandi um að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri í austurhluta Kharkív-héraðs. 6. september 2022 15:29 Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Kjarnorkumálastofnun Úkraínu tilkynnti þetta í gærkvöldi en að sögn stofnunarinnar tókst henni að slökkva á rafafli sem hélt verinu gangandi klukkan 3:40 í fyrrinótt að úkraínskum tíma. Nú er verið að undirbúa að kæla ofnana. Yfirvöld í Kænugarði hvöttu íbúa á svæðinu í kring um kjarnorkuverið að yfirgefa heimili sín fyrir eigin öryggi. Mikil átök hafa geisað í kring um kjarnorkuverið og hafa bæði úkraínsk og rússnesk stjórnvöld sakað hver önnur um að halda úti stórskotaárásum við kjarnorkuverið. Skemmst er að segja frá því að yrði kjarnorkuverið fyrir árás gæti það leitt til hræðilegs kjarnorkuslyss. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að kjarnorkuverið og svæðið þar í kring verði hlutlaust svæði og átök verði bönnuð af öryggisástæðum. Kjarnorkumálastofnun Úkraínu sagði í tilkynningunni í gær að henni hafi tekist að tengja kjarnorkuverið aftur við úkraínskt raforkukerfi, svo stofnunin gæti stjórnað því að nýju. Kjarnorkuverið hefur þegar orðið fyrir talsverðu hnjaski vegna árása í nágrenninu og er byggingin ekki sögð jafn örugg og hún ætti að vera.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Rússneskar hersveitir hörfa frá borgum í Austur-Úkraínu Svo virðist sem rússneskar hersveitir hafi yfirgefið fjölda borga í austurhluta Úkraínu. Stjórn aðskilnaðarsinna í Kharkív hefur hvatt íbúa til að flýja heimili sín en hefur heitið því að „frelsa héraðið undan oki Úkraínu“ að nýju. 10. september 2022 11:06 Sækja líka fram gegn Rússum í norðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu mun í ávarpi sínu í kvöld tilkynna „góðar fréttir“ varðandi nýja gagnsókn Úkraínumanna gegn hersveitum Rússlands í norðurhluta landsins. Hávær orðrómur gengur um á samfélagsmiðlum í Úkraínu og Rússlandi um að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri í austurhluta Kharkív-héraðs. 6. september 2022 15:29 Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Rússneskar hersveitir hörfa frá borgum í Austur-Úkraínu Svo virðist sem rússneskar hersveitir hafi yfirgefið fjölda borga í austurhluta Úkraínu. Stjórn aðskilnaðarsinna í Kharkív hefur hvatt íbúa til að flýja heimili sín en hefur heitið því að „frelsa héraðið undan oki Úkraínu“ að nýju. 10. september 2022 11:06
Sækja líka fram gegn Rússum í norðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu mun í ávarpi sínu í kvöld tilkynna „góðar fréttir“ varðandi nýja gagnsókn Úkraínumanna gegn hersveitum Rússlands í norðurhluta landsins. Hávær orðrómur gengur um á samfélagsmiðlum í Úkraínu og Rússlandi um að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri í austurhluta Kharkív-héraðs. 6. september 2022 15:29
Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. 4. september 2022 11:00