Í morgun fóru að hrannast inn færslur á samfélagsmiðlum þess efnis að úkraínski herinn hefði náð stjórn á borgum í austurhluta Úkraínu, svo sem Kupyansk. Héraðið hefur verið undir stjórn Rússa eiginlega alveg síðan þeir réðust inn í landið í lok febrúar síðastliðnum og þar áður undir stjórn aðskilnaðarsinna.
Kupyansk is Ukraine
— WarMonitor (@WarMonitor3) September 10, 2022
pic.twitter.com/Yr40IC3cLZ
Haft er eftir Vitaly Ganchev, leiðtoga aðskilnaðarsinna í Kharkív, í frétt rússneska ríkismiðilsins RIA um málið að íbúar í héraðinu eigi að flýja vegna framgöngu úkraínska hersins. Búið sé að tilkynna Rússlandi að næstu daga muni straumur flóttamanna aukast og að yfirvöld í Rússlandi séu tilbúin að taka á móti þeim.
Another day of the #UkrainianArmy offensive in Kharkiv Oblast
— Mark Savchuk (@SavchukMark) September 10, 2022
Singing our anthem before going into battle. So beautiful!
Word of the day - Izyum pocket. Keep tracking this key-word :) More good news coming.
Glory to Ukraine! pic.twitter.com/48qavUutBh
„Því miður gerir óvinurinn fleiri og fleiri tilraunir til þess að eyða borgum okkar og bæjum. Eins og staðan er núna get ég ekki leyft almennum borgurum að deyja þannig að ég hvet þá til að yfirgefa átakasvæðið,“ sagði Ganchev í myndbandi sem var birt á Telegram.
Að hans sögn verða þeir bæir sem úkraínski herinn herjar á verða frrelsaðir undan oki Úkraínu. Fyrst þurfi hins vegar að huga að lífi og heilsu íbúanna.
First video appears on social media of Ukrainian troops establishing a checkpoint at the entrance to Izyum. https://t.co/upYPOGQx6Q pic.twitter.com/grw2gsiGAz
— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) September 10, 2022
Fram kemur í tísti frá Doge að úkraínski herinn hafi náð að stöðva birgðalestir á leið til borgarinnar Izyum í Luhansk. Það sé stór ástæða þess að rússneski herinn hafi hörfað þaðan. Doge vísar í tístinu til færslu rússnesku telegramrásarinnar Readovka að rússneski herinn hafi ákveðið að hörfa frá Izyum vegna taktískra ástæðna.
Meanwhile, Russian affiliated Telegram outlet Readovka says Russian soldiers have performed a "necessary" tactical retreat from Izyum. Ukrainians were able to apparently cut off resupply lines into Izyum. https://t.co/xmSMpnwKfA pic.twitter.com/m00Ykq665p
— Doge (@IntelDoge) September 10, 2022
Fyrirsögn fréttarinnar var breytt klukkan 11:20.