Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. september 2022 09:33 Magdalena Andersson er formaður Jafnaðarmannaflokksins. Hún tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar af Stefan Löfven á síðasta ári, fyrst kvenna. Getty/Campanella Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. Ljóst þykir að næsti forsætisráðherra Svíþjóðar verði annaðhvort Magdalena Andersson, formaður Jafnaðarmannaflokksins og núverandi forsætisráðherra, eða þá Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna. Skoðanakönnun Novus fyrir SVT 9. september 2022 (innan sviga má sjá fylgi flokka í kosningunum 2018) Jafnaðarmannaflokkurinn: 30,3 prósent (28,3 prósent) Græningjar: 4,5 prósent (4,4 prósent) Vinstriflokkurinn: 7,8 prósent (8,0 prósent) Miðflokkurinn: 7,1 prósent (8,6 prósent) Moderaterna: 17,1 prósent (19,8 prósent) Kristilegir demókratar: 5,9 prósent (6,3 prósent) Frjálslyndir: 5,2 prósent (5,1 prósent) Svíþjóðardemókratar: 21,2 prósent (17,5 prósent) Aðrir flokkar: 0,9 prósent (1,5 prósent) Sænsk stjórnmál hafa um árabil einkennst af blokkapólitík þar sem einstaka stjórnmálaflokkar hafa fyrir kosningar boðað að þeir muni starfa saman að myndun nýrrar stjórnar, fái þeir til þess nægt umboð. Nú hafa hægriflokkarnir Moderaterna, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir opnað á samstarf við Svíþjóðardemókrata sem höfðu verið einangraðir á þingi allt frá því að flokkurinn náði fyrst inn mönnum á þing árið 2010. Á myndinni sést greiðlega hvernig skiptingin er samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Novus.Novus/SVT Vinstriblokkin: Jafnaðarmannaflokkurinn: Flokkur Magdalenu Andersson forsætisráðherra og er hinn hefðbundni valdaflokkur í sænskum stjórnmálum. Meðal fyrrverandi formanna flokksins og forsætisráðherra má nefna Tage Erlander, Olof Palme, Göran Persson og Stefan Löfven. Græningjar: Flokkurinn myndaði ríkisstjórn með Jafnaðarmönnum frá 2014 til 2021 en sagði skilið við ríkisstjórnina á síðasta ári. Þingmenn flokksins hafa þó varið ríkisstjórn Jafnaðarmanna vantrausti síðustu mánuði. Vinstriflokkurinn: Flokkurinn er yst til vinstri á hinum pólitíska ás í sænskum stjórnmálum. Nooshi Dadgostar tók við formennsku í flokknum á yfirstandandi kjörtímabili, en flokkurinn ver stjórn Andersson vantrausti. Miðjan: Miðflokkurinn: Flokkurinn á rætur sína innan bændahreyfingarinnar og hefur helst sótt fylgi sitt á landsbyggðinni. Í kjölfar þeirrar pattstöðu sem kom upp eftir þingkosningarnar 2018 ákvað flokkurinn að verja ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja vantrausti, gegn því að fá ákveðin mál í gegn, í stað þess að eiga þátt í myndun hægristjórnar sem væri háð stuðningi Svíþjóðardemókrata. Borgaralega blokkin: Moderaterna: Flokkurinn hefur í gegnum árin verið hinn stóri flokkur á hægri væng sænskra stjórnmála og í seinni tíð hafa tveir formenn flokksins gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar – þeir Carl Bildt (1991-94) og Frederik Reinfeldt (2006-14). Núverandi formaður flokksins er Ulf Kristersson og er hann hið raunverulega forsætisráðherraefni hægri flokkanna. Kristilegir demókratar: Flokkurinn hefur um árabil átt í nánu samstarfi við Moderaterna, og talar oft á tíðum fyrir íhaldssömum gildum. Formaður flokksins er Ebba Busch sem hefur stýrt flokknum frá árinu 2015. Frjálslyndi flokkurinn: Flokkurinn hefur átt í talsverðum vandræðum á kjörtímabilinu þar sem fylgið hefur mælst mjög lágt og oft á tíðum vel undir þeim þröskuldi sem þarf í kosningum til að ná inn mönnum á þing. Formannsskipti urðu fyrir um hálfu ári þar sem Johan Pehrson tók við formennskunni af Nyamko Sabuni. Kosningabaráttan einkennst af umræðu um ofbeldi Kosningabaráttan hefur framan af einkennst mest af umræðu um þá öldu ofbeldis sem hefur víða riðið yfir sænskt samfélag og hvað skuli gerast til að bregðast við starfsemi glæpagengja í landinu. Á síðasta ári voru tilkynntar 330 skotárásir í landinu þar sem 46 manns létust, en á síðustu fjórum árum hafa að meðaltali 44 látist í skotárásum í Svíþjóð á ári hverju. Langflestar árásirnar tengjast valdabaráttu glæpagengja en ofbeldið hefur vitanlega áhrif á landið allt og hefur víða skapað ótta. Fréttaskýrendur segja það ótvírætt að það sé vatn á myllu hinna borgaralegu flokka og Svíþjóðardemókrata, verði glæpagengin og ofbeldið helsta kosningamálið á dagskrá síðustu daga kosningabaráttunnar. Það breyti því þó ekki að Jafnaðarmenn hafa einnig talað fyrir harðari aðgerðum til að bregðast við ástandinu. Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Ljóst þykir að næsti forsætisráðherra Svíþjóðar verði annaðhvort Magdalena Andersson, formaður Jafnaðarmannaflokksins og núverandi forsætisráðherra, eða þá Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna. Skoðanakönnun Novus fyrir SVT 9. september 2022 (innan sviga má sjá fylgi flokka í kosningunum 2018) Jafnaðarmannaflokkurinn: 30,3 prósent (28,3 prósent) Græningjar: 4,5 prósent (4,4 prósent) Vinstriflokkurinn: 7,8 prósent (8,0 prósent) Miðflokkurinn: 7,1 prósent (8,6 prósent) Moderaterna: 17,1 prósent (19,8 prósent) Kristilegir demókratar: 5,9 prósent (6,3 prósent) Frjálslyndir: 5,2 prósent (5,1 prósent) Svíþjóðardemókratar: 21,2 prósent (17,5 prósent) Aðrir flokkar: 0,9 prósent (1,5 prósent) Sænsk stjórnmál hafa um árabil einkennst af blokkapólitík þar sem einstaka stjórnmálaflokkar hafa fyrir kosningar boðað að þeir muni starfa saman að myndun nýrrar stjórnar, fái þeir til þess nægt umboð. Nú hafa hægriflokkarnir Moderaterna, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir opnað á samstarf við Svíþjóðardemókrata sem höfðu verið einangraðir á þingi allt frá því að flokkurinn náði fyrst inn mönnum á þing árið 2010. Á myndinni sést greiðlega hvernig skiptingin er samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Novus.Novus/SVT Vinstriblokkin: Jafnaðarmannaflokkurinn: Flokkur Magdalenu Andersson forsætisráðherra og er hinn hefðbundni valdaflokkur í sænskum stjórnmálum. Meðal fyrrverandi formanna flokksins og forsætisráðherra má nefna Tage Erlander, Olof Palme, Göran Persson og Stefan Löfven. Græningjar: Flokkurinn myndaði ríkisstjórn með Jafnaðarmönnum frá 2014 til 2021 en sagði skilið við ríkisstjórnina á síðasta ári. Þingmenn flokksins hafa þó varið ríkisstjórn Jafnaðarmanna vantrausti síðustu mánuði. Vinstriflokkurinn: Flokkurinn er yst til vinstri á hinum pólitíska ás í sænskum stjórnmálum. Nooshi Dadgostar tók við formennsku í flokknum á yfirstandandi kjörtímabili, en flokkurinn ver stjórn Andersson vantrausti. Miðjan: Miðflokkurinn: Flokkurinn á rætur sína innan bændahreyfingarinnar og hefur helst sótt fylgi sitt á landsbyggðinni. Í kjölfar þeirrar pattstöðu sem kom upp eftir þingkosningarnar 2018 ákvað flokkurinn að verja ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja vantrausti, gegn því að fá ákveðin mál í gegn, í stað þess að eiga þátt í myndun hægristjórnar sem væri háð stuðningi Svíþjóðardemókrata. Borgaralega blokkin: Moderaterna: Flokkurinn hefur í gegnum árin verið hinn stóri flokkur á hægri væng sænskra stjórnmála og í seinni tíð hafa tveir formenn flokksins gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar – þeir Carl Bildt (1991-94) og Frederik Reinfeldt (2006-14). Núverandi formaður flokksins er Ulf Kristersson og er hann hið raunverulega forsætisráðherraefni hægri flokkanna. Kristilegir demókratar: Flokkurinn hefur um árabil átt í nánu samstarfi við Moderaterna, og talar oft á tíðum fyrir íhaldssömum gildum. Formaður flokksins er Ebba Busch sem hefur stýrt flokknum frá árinu 2015. Frjálslyndi flokkurinn: Flokkurinn hefur átt í talsverðum vandræðum á kjörtímabilinu þar sem fylgið hefur mælst mjög lágt og oft á tíðum vel undir þeim þröskuldi sem þarf í kosningum til að ná inn mönnum á þing. Formannsskipti urðu fyrir um hálfu ári þar sem Johan Pehrson tók við formennskunni af Nyamko Sabuni. Kosningabaráttan einkennst af umræðu um ofbeldi Kosningabaráttan hefur framan af einkennst mest af umræðu um þá öldu ofbeldis sem hefur víða riðið yfir sænskt samfélag og hvað skuli gerast til að bregðast við starfsemi glæpagengja í landinu. Á síðasta ári voru tilkynntar 330 skotárásir í landinu þar sem 46 manns létust, en á síðustu fjórum árum hafa að meðaltali 44 látist í skotárásum í Svíþjóð á ári hverju. Langflestar árásirnar tengjast valdabaráttu glæpagengja en ofbeldið hefur vitanlega áhrif á landið allt og hefur víða skapað ótta. Fréttaskýrendur segja það ótvírætt að það sé vatn á myllu hinna borgaralegu flokka og Svíþjóðardemókrata, verði glæpagengin og ofbeldið helsta kosningamálið á dagskrá síðustu daga kosningabaráttunnar. Það breyti því þó ekki að Jafnaðarmenn hafa einnig talað fyrir harðari aðgerðum til að bregðast við ástandinu.
Jafnaðarmannaflokkurinn: 30,3 prósent (28,3 prósent) Græningjar: 4,5 prósent (4,4 prósent) Vinstriflokkurinn: 7,8 prósent (8,0 prósent) Miðflokkurinn: 7,1 prósent (8,6 prósent) Moderaterna: 17,1 prósent (19,8 prósent) Kristilegir demókratar: 5,9 prósent (6,3 prósent) Frjálslyndir: 5,2 prósent (5,1 prósent) Svíþjóðardemókratar: 21,2 prósent (17,5 prósent) Aðrir flokkar: 0,9 prósent (1,5 prósent)
Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira