Matvælaráðherra borðar mikið af lambakjöti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. september 2022 20:05 Það fór vel á með fjallkónginum og Matvælaráðherra í Skaftholtsréttum í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru stórir réttardagar á Suðurlandi þessa dagana því réttað var í Hrunaréttum og Skafholtsréttum í dag og í Skeiðaréttum og Tungnaréttum á morgun. Matvælaráðherra, sem segist borða mikið af lambakjöti dró í dilka í Skaftholtsréttum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hrunaréttir voru haldnar fyrir hádegi og Skaftholtsréttir eftir hádegi en Skeiða- og Tungnaréttir verða báðar fyrir hádegi á morgun. Það hefur verið mikill hiti á fjallmönnum og fé í smalamennsku síðustu daga en hitinn fór til dæmis í 17 til 18 gráður í gær. „Vænstu lömbin áttu erfitt með að labba og vænsta féð átti erfitt með að labba niður af fjalli líka. Það er alltaf eitthvað, sem gefst upp í svona miklum hita,“ segir Guðmundur Árnason fjallkóngur í Skaftholtsréttum. Um 1700 fjár voru í réttunum en fé er alltaf að fækka á bæjunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta alltaf með því allra skemmtilegasta, sem maður gerir. Þetta er það, sem markar upphaf haustsins, það eru réttirnar á Íslandi og líka bara að fólk geti komið saman eftir í rauninni tveggja ára aðskilnað,“ segir Svandís Svavarsdóttir, Matvælaráðherra, sem var í Skaftholtsréttum í dag. Ertu sveitakona? „Já, ég var mikið í sveit, sem krakki þannig að ég kannast við ýmislegt í sveitinni.“ Svandís tók sig vel út með þennan hrút.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís dró nokkur lömb í dilka. Hún segist hafa miklar áhyggjur af stöðu sauðfjárbænda og leggur á sama tíma áherslu á að það þurfi að huga virkilega vel að því í búvörusamningum og í allri þeirra umgjörð að afkoman sé í lagi. Hvað með sjálfan þig, borðar þú mikið af lambakjöti? „Já, já, ég geri það með öllu tilheyrandi,“ segir ráðherra hlægjandi. Vel gekk að draga í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Hrunaréttir voru haldnar fyrir hádegi og Skaftholtsréttir eftir hádegi en Skeiða- og Tungnaréttir verða báðar fyrir hádegi á morgun. Það hefur verið mikill hiti á fjallmönnum og fé í smalamennsku síðustu daga en hitinn fór til dæmis í 17 til 18 gráður í gær. „Vænstu lömbin áttu erfitt með að labba og vænsta féð átti erfitt með að labba niður af fjalli líka. Það er alltaf eitthvað, sem gefst upp í svona miklum hita,“ segir Guðmundur Árnason fjallkóngur í Skaftholtsréttum. Um 1700 fjár voru í réttunum en fé er alltaf að fækka á bæjunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta alltaf með því allra skemmtilegasta, sem maður gerir. Þetta er það, sem markar upphaf haustsins, það eru réttirnar á Íslandi og líka bara að fólk geti komið saman eftir í rauninni tveggja ára aðskilnað,“ segir Svandís Svavarsdóttir, Matvælaráðherra, sem var í Skaftholtsréttum í dag. Ertu sveitakona? „Já, ég var mikið í sveit, sem krakki þannig að ég kannast við ýmislegt í sveitinni.“ Svandís tók sig vel út með þennan hrút.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís dró nokkur lömb í dilka. Hún segist hafa miklar áhyggjur af stöðu sauðfjárbænda og leggur á sama tíma áherslu á að það þurfi að huga virkilega vel að því í búvörusamningum og í allri þeirra umgjörð að afkoman sé í lagi. Hvað með sjálfan þig, borðar þú mikið af lambakjöti? „Já, já, ég geri það með öllu tilheyrandi,“ segir ráðherra hlægjandi. Vel gekk að draga í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent