Ungir menn þurfa að aðlagast nýjum veruleika í Kaplakrika Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2022 15:30 FH-ingar hefja leik í kvöld. Vísir/Vilhelm Olís-deild karla í handbolta fer af stað í kvöld og stórleikur er á dagskrá er Stjarnan heimsækir FH í Kaplakrika. FH var til umræðu er Seinni bylgjan hitaði upp fyrir komandi Íslandsmót. Tímabili FH lauk á afar svekkjandi máta í vor þar sem þeir féllu úr keppni fyrir Selfossi. Þeir þurftu að þola tap í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir einn mest spennandi leik tímabilsins sem lauk með 38-33 sigri Selfoss eftir tvöfalda framlengingu í Kaplakrika. Þeir félagar í Seinni bylgjunni spá því að FH-ingar mæti tvíefldir til leiks í ár eftir þessi gríðarlegu vonbrigði í vor. „Það er einhver stemning að myndast í Krikanum. Það er einhver undiralda með þeim,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er líka eitt af þeim liðum sem bættu sig hvað best núna í sumar,“ bætir Ásgeir við. Ungir og spennandi menn að bætast við FH bætti við sig ungum og spennandi leikmönnum. Liðið fékk þá Einar Braga Aðalsteinsson, 20 ára, Arnar Stein Arnarsson, 21 árs, Axel Hrein Hilmisson, 21 árs, og Jóhannes Berg Andrason, 19 ára, til liðs við sig. „Þeir taka unga, mjög efnilega og fríska stráka sem er mikill kraftur í, og það er eitthvað sem segir mér að Steini [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] sé búinn að láta þá æfa vel. Hann ætlar að fara smá Valsleiðina og keyra upp hraðann,“ segir Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um FH Einar Bragi og Jóhannes Berg þurfi að aðlagast nýjum veruleika Vinstri skyttan Einar Bragi er á meðal þessa ungu manna sem kemur inn í liðið en hann lék með HK í fyrra. „Hann er með geggjaða hendi og átti frábæra leiki hjá HK, en svona datt aðeins niður inn á milli. Ég held hann hafi fengið skotleyfi í HK og mátti gera það sem hann vildi, þeir voru bara í þannig stöðu að bestu sóknarmennirnir máttu bara gera það sem þeir vildu. Þetta er rosa stökk fyrir hann og Jóhannes Berg [Andrason] að koma úr liði sem er að falla og tapa nánast öllum leikjunum í fyrra, að koma í svona lið sem býst við að vinna alla leiki. Það verður spennandi að fylgjast með þeim,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson. Fleira kemur fram í umræðunni sem má sjá í heild sinni að ofan. FH mætir Stjörnunni í stórleik kvöldsins í fyrstu umferð Olís-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:40 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikirnir í Olís-deild karla í kvöld 18:00 Fram-Selfoss (Stöð 2 Sport) 19:30 Grótta-ÍR 19:30 Valur-Afturelding 19:40 FH-Stjarnan (Stöð 2 Sport) Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Fleiri fréttir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Sjá meira
Tímabili FH lauk á afar svekkjandi máta í vor þar sem þeir féllu úr keppni fyrir Selfossi. Þeir þurftu að þola tap í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir einn mest spennandi leik tímabilsins sem lauk með 38-33 sigri Selfoss eftir tvöfalda framlengingu í Kaplakrika. Þeir félagar í Seinni bylgjunni spá því að FH-ingar mæti tvíefldir til leiks í ár eftir þessi gríðarlegu vonbrigði í vor. „Það er einhver stemning að myndast í Krikanum. Það er einhver undiralda með þeim,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er líka eitt af þeim liðum sem bættu sig hvað best núna í sumar,“ bætir Ásgeir við. Ungir og spennandi menn að bætast við FH bætti við sig ungum og spennandi leikmönnum. Liðið fékk þá Einar Braga Aðalsteinsson, 20 ára, Arnar Stein Arnarsson, 21 árs, Axel Hrein Hilmisson, 21 árs, og Jóhannes Berg Andrason, 19 ára, til liðs við sig. „Þeir taka unga, mjög efnilega og fríska stráka sem er mikill kraftur í, og það er eitthvað sem segir mér að Steini [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] sé búinn að láta þá æfa vel. Hann ætlar að fara smá Valsleiðina og keyra upp hraðann,“ segir Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um FH Einar Bragi og Jóhannes Berg þurfi að aðlagast nýjum veruleika Vinstri skyttan Einar Bragi er á meðal þessa ungu manna sem kemur inn í liðið en hann lék með HK í fyrra. „Hann er með geggjaða hendi og átti frábæra leiki hjá HK, en svona datt aðeins niður inn á milli. Ég held hann hafi fengið skotleyfi í HK og mátti gera það sem hann vildi, þeir voru bara í þannig stöðu að bestu sóknarmennirnir máttu bara gera það sem þeir vildu. Þetta er rosa stökk fyrir hann og Jóhannes Berg [Andrason] að koma úr liði sem er að falla og tapa nánast öllum leikjunum í fyrra, að koma í svona lið sem býst við að vinna alla leiki. Það verður spennandi að fylgjast með þeim,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson. Fleira kemur fram í umræðunni sem má sjá í heild sinni að ofan. FH mætir Stjörnunni í stórleik kvöldsins í fyrstu umferð Olís-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:40 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikirnir í Olís-deild karla í kvöld 18:00 Fram-Selfoss (Stöð 2 Sport) 19:30 Grótta-ÍR 19:30 Valur-Afturelding 19:40 FH-Stjarnan (Stöð 2 Sport)
Leikirnir í Olís-deild karla í kvöld 18:00 Fram-Selfoss (Stöð 2 Sport) 19:30 Grótta-ÍR 19:30 Valur-Afturelding 19:40 FH-Stjarnan (Stöð 2 Sport)
Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Fleiri fréttir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik