Réttur fjöldi marka gæti gefið 650 milljónir króna Atli Ísleifsson skrifar 8. september 2022 14:00 Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Getspár, segir að stefnt sé að því að leikurinn geti hafið innreið sína þann 26. september næstkomandi. Íslenskar getraunir mun síðar í mánuðinum taka upp nýjan getraunaleik sem felst í því að þátttakendur giska á hversu mörk verði skoruð í heild í hverjum þeim þrettán leikja sem eru á hinum hefðbundna enska getraunaseðli. Leikurinn verður nefndur XG og er það vísun í „Expected goals“ – mörkum sem reiknað sé með. Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Getspár, segir í samtali við Vísi að stefnt sé að því að leikurinn geti hafið innreið sína þann 26. september næstkomandi, en gera þarf breytingar á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir til að það sé hægt. Drög að breytingum á reglugerð liggja nú fyrir í Samráðsgátt stjórnvalda, en umsagnarfrestur er til 9. september. Hærri vinningar en ella Pétur segir að Íslenskar getraunir vinni að leiknum í samstarfi við sænska getraunafyrirtækið Svenska Spel sem gerir það að verkum að vinningar geti verið mun hærri en ella. „Á getraunaseðli XG verða sömu leikir og eru á enska getraunaseðlinum, en í þessum verður bara giskað á fjölda heildarmarka í hverjum leik. Það má því giska á til dæmis á þrjú mörk og fær maður því rétt, fari leikurinn 3-0, 2-1,1-2 eða 0-3.“ Hann segir það vera tryggt að þeir sem fá þrettán rétta fái andvirði fimmtíu milljónir sænskra króna í vinning, um 650 milljónir í íslenskra króna. „Það er föst upphæð. Upphæðin deilist á alla sem eru með þrettán rétta þá vikuna. Þetta er hærri upphæð en hefur verið í 1X2 getraunaleiknum, þar sem mest hefur fengist 340 milljónir króna fyrir þrettán rétta.“ Merki nýja leiksins.Íslenskar getraunir Hann segir að 75 prósent af þeirri upphæð sem tippað sé fyrir fari í vinningsupphæðir, en restin renni til íþróttafélaga, en einnig í markaðsefni og annan kostnað. Skipt eftir ákveðinni formúlu Pétur Hrafn segir að vinningsfyrirkomulagið svipi ekki til þess sem er í 1X2 þar sem vinningar fást fyrir tíu, ellefu, tólf eða þrettán rétta. „Í XG eru þrír vinningsflokkar auk 13 rétta. Ef enginn tippari er með 13 rétta fá þeir tipparar sem eru með flesta leiki rétta vinning ásamt þeim sem eru með næstflesta leiki rétta og þriðju flestu raðirnar réttar. Tipparar geta þannig fengið vinning ef þeir eru með níu leiki rétta svo framarlega sem enginn annar tippari er með fleiri leiki rétta og svo fyrir átta leiki og sjö leiki. Vinningsupphæðum eftir vinningsflokkum er svo skipt eftir ákveðinni formúlu,“ segir Pétur Hrafn. Fjárhættuspil Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Getspár, segir í samtali við Vísi að stefnt sé að því að leikurinn geti hafið innreið sína þann 26. september næstkomandi, en gera þarf breytingar á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir til að það sé hægt. Drög að breytingum á reglugerð liggja nú fyrir í Samráðsgátt stjórnvalda, en umsagnarfrestur er til 9. september. Hærri vinningar en ella Pétur segir að Íslenskar getraunir vinni að leiknum í samstarfi við sænska getraunafyrirtækið Svenska Spel sem gerir það að verkum að vinningar geti verið mun hærri en ella. „Á getraunaseðli XG verða sömu leikir og eru á enska getraunaseðlinum, en í þessum verður bara giskað á fjölda heildarmarka í hverjum leik. Það má því giska á til dæmis á þrjú mörk og fær maður því rétt, fari leikurinn 3-0, 2-1,1-2 eða 0-3.“ Hann segir það vera tryggt að þeir sem fá þrettán rétta fái andvirði fimmtíu milljónir sænskra króna í vinning, um 650 milljónir í íslenskra króna. „Það er föst upphæð. Upphæðin deilist á alla sem eru með þrettán rétta þá vikuna. Þetta er hærri upphæð en hefur verið í 1X2 getraunaleiknum, þar sem mest hefur fengist 340 milljónir króna fyrir þrettán rétta.“ Merki nýja leiksins.Íslenskar getraunir Hann segir að 75 prósent af þeirri upphæð sem tippað sé fyrir fari í vinningsupphæðir, en restin renni til íþróttafélaga, en einnig í markaðsefni og annan kostnað. Skipt eftir ákveðinni formúlu Pétur Hrafn segir að vinningsfyrirkomulagið svipi ekki til þess sem er í 1X2 þar sem vinningar fást fyrir tíu, ellefu, tólf eða þrettán rétta. „Í XG eru þrír vinningsflokkar auk 13 rétta. Ef enginn tippari er með 13 rétta fá þeir tipparar sem eru með flesta leiki rétta vinning ásamt þeim sem eru með næstflesta leiki rétta og þriðju flestu raðirnar réttar. Tipparar geta þannig fengið vinning ef þeir eru með níu leiki rétta svo framarlega sem enginn annar tippari er með fleiri leiki rétta og svo fyrir átta leiki og sjö leiki. Vinningsupphæðum eftir vinningsflokkum er svo skipt eftir ákveðinni formúlu,“ segir Pétur Hrafn.
Fjárhættuspil Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira