Þetta kemur fram í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti landsins. Æfingarnar munu standa yfir fram til 14. september og beinast þær að því að æfa endurheimt landssvæða sem óvinir hafa náð á sitt vald, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Mikil spenna hefur verið milli Hvíta-Rússlands og nágrannaríkjanna undanfarin ár en yfirvöld þar í landi eru ein fárra sem stutt hafa Rússland í stríðinu í Úkraínu og réðust rússneskar hersveitir meðal annars inn í Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi.
Þá segir í tilkynningunni að ekki hafi þótt tilefni til að tilkynna æfingarnar samkvæmt reglum OSCE þar sem fjöldi hermanna og magn hergagna sem notast er við í æfingunum sé ekki nógu mikið til að uppfylla skilyrði til tilkynningar.