Þrír þjálfarar efstir á lista Chelsea Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 11:00 Zidane er á meðal þriggja þjálfara sem eru efstir á óskalista Chelsea. Denis Thaust/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Þrír kostir eru sagði heilla forráðamenn Chelsea mest þegar kemur að ráðningu nýs þjálfara. Thomas Tuchel var rekinn frá félaginu í morgun. Tuchel varð annar þjálfarinn til að missa starfið í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að aðeins sex umferðir séu að baki. Scott Parker var rekinn frá Bournemouth eftir 9-0 tap fyrir Liverpool í ágúst. Ef marka má breska fjölmiðla hefur Chelsea þegar sett sig í samband við Brighton vegna möguleikans á að ráða Graham Potter sem nýjan þjálfara liðsins. Ljóst er að Lundúnaliðið myndi þurfa að greiða suðurstrandarfélaginu ríkulega summu til að losa hann undan samningi. Mauricio Pochettino og Zinedine Zidane eru einnig ofarlega á lista, en báðir eru þeir atvinnulausir sem stendur. Graham Potter (Brighton) Spratt fram á sjónarsviðið sem þjálfari Östersund í Svíþjóð. Tók við liðinu árið 2011 og kom því upp um þrjár deildir, í þá efstu í Svíþjóð og vann sænska bikarinn 2017. Fór í kjölfarið með liðið í Evrópudeildina þar sem það komst upp úr riðli sínum og vann annan leik sinn við Arsenal en féll úr leik samanlagt 4-2 í 32-liða úrslitum. Graham Potter hefur náð góðum árangri með Brighton og liðið stendur vel að vígi eftir fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar.Robin Jones/Getty Images Gerði í kjölfarið góða hluti með Swansea í næst efstu deild og tók við Brighton árið 2019. Hefur vakið frekari athygli fyrir góðan árangur og fallegan fótbolta. Brighton hefur unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum á leiktíðinni og sitja í 4. sæti með 13 stig, tveimur frá toppnum. Mauricio Pochettino (Án félags) Hóf þjálfaraferilinn hjá Espanyol árið 2009 þegar liðið sat á botni spænsku deildarinnar. Bjargaði liðinu frá falli og endaði um miðja deild. Náði ágætum árangri við erfiðar fjárhagslegar aðstæður í tæp fjögur ár áður en hann tók við Southampton á Englandi. Færði sig yfir til Tottenham eftir eitt og hálft ár í starfi á suðurströndinni. Pochettino náði góðum árangri með Tottenham en titlarnir skiluðu sér ekki. Átti erfiðara uppdráttar í París.David Ramos/Getty Images Var hvað næst enska meistaratitlinum þegar Chelsea fagnaði sigri 2017 og setti stigamet hjá Tottenham í úrvalsdeildinni með 86 stig. Komst í Meistaradeildarúrslit 2019, þar sem Spurs tapaði fyrir Liverpool, en sagt upp seinna sama ár. Tók við PSG í janúar í fyrra, af Thomasi Tuchel sem var rekinn. Mistókst að vinna franska titilinn á fyrstu leiktíð sinni en vann franska bikarinn og ofurbikarinn. Vann frönsku deildina í vor en var sagt upp störfum í sumar. Zinedine Zidane (Án félags) Hefur verið allan sinn þjálfaraferil hjá Real Madrid. Var aðstoðarþjálfari 2013 til 2014 og þjálfaði B-lið félagsins frá 2014 til 2016. Tók við aðalliðinu í janúar 2016 og vann Meistaradeild Evrópu strax um vorið. Varði Meistaradeildartitilinn næstu tvö ár, auk þess að vinna Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða tvisvar, 2016 og 2017. Vann einnig spænsku deildina 2017 en sagði svo óvænt upp vorið 2018 eftir þriðja Meistaradeildartitil liðsins í röð. Zidane þyrfti að fara út fyrir þægindarammann til að taka við Chelsea. Hefur aðeins þjálfað í spænsku höfuðborginni.Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Það var þá ekki síður óvænt þegar Zidane sneri aftur til liðsins sem þjálfari í mars 2018, rúmum níu mánuðum eftir afsögnina. Vann spænsku deildina og spænska ofurbikarinn eftir endurkomuna en sagði upp í annað sinn vorið 2021 eftir titlalaust tímabil. Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Tuchel varð annar þjálfarinn til að missa starfið í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að aðeins sex umferðir séu að baki. Scott Parker var rekinn frá Bournemouth eftir 9-0 tap fyrir Liverpool í ágúst. Ef marka má breska fjölmiðla hefur Chelsea þegar sett sig í samband við Brighton vegna möguleikans á að ráða Graham Potter sem nýjan þjálfara liðsins. Ljóst er að Lundúnaliðið myndi þurfa að greiða suðurstrandarfélaginu ríkulega summu til að losa hann undan samningi. Mauricio Pochettino og Zinedine Zidane eru einnig ofarlega á lista, en báðir eru þeir atvinnulausir sem stendur. Graham Potter (Brighton) Spratt fram á sjónarsviðið sem þjálfari Östersund í Svíþjóð. Tók við liðinu árið 2011 og kom því upp um þrjár deildir, í þá efstu í Svíþjóð og vann sænska bikarinn 2017. Fór í kjölfarið með liðið í Evrópudeildina þar sem það komst upp úr riðli sínum og vann annan leik sinn við Arsenal en féll úr leik samanlagt 4-2 í 32-liða úrslitum. Graham Potter hefur náð góðum árangri með Brighton og liðið stendur vel að vígi eftir fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar.Robin Jones/Getty Images Gerði í kjölfarið góða hluti með Swansea í næst efstu deild og tók við Brighton árið 2019. Hefur vakið frekari athygli fyrir góðan árangur og fallegan fótbolta. Brighton hefur unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum á leiktíðinni og sitja í 4. sæti með 13 stig, tveimur frá toppnum. Mauricio Pochettino (Án félags) Hóf þjálfaraferilinn hjá Espanyol árið 2009 þegar liðið sat á botni spænsku deildarinnar. Bjargaði liðinu frá falli og endaði um miðja deild. Náði ágætum árangri við erfiðar fjárhagslegar aðstæður í tæp fjögur ár áður en hann tók við Southampton á Englandi. Færði sig yfir til Tottenham eftir eitt og hálft ár í starfi á suðurströndinni. Pochettino náði góðum árangri með Tottenham en titlarnir skiluðu sér ekki. Átti erfiðara uppdráttar í París.David Ramos/Getty Images Var hvað næst enska meistaratitlinum þegar Chelsea fagnaði sigri 2017 og setti stigamet hjá Tottenham í úrvalsdeildinni með 86 stig. Komst í Meistaradeildarúrslit 2019, þar sem Spurs tapaði fyrir Liverpool, en sagt upp seinna sama ár. Tók við PSG í janúar í fyrra, af Thomasi Tuchel sem var rekinn. Mistókst að vinna franska titilinn á fyrstu leiktíð sinni en vann franska bikarinn og ofurbikarinn. Vann frönsku deildina í vor en var sagt upp störfum í sumar. Zinedine Zidane (Án félags) Hefur verið allan sinn þjálfaraferil hjá Real Madrid. Var aðstoðarþjálfari 2013 til 2014 og þjálfaði B-lið félagsins frá 2014 til 2016. Tók við aðalliðinu í janúar 2016 og vann Meistaradeild Evrópu strax um vorið. Varði Meistaradeildartitilinn næstu tvö ár, auk þess að vinna Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða tvisvar, 2016 og 2017. Vann einnig spænsku deildina 2017 en sagði svo óvænt upp vorið 2018 eftir þriðja Meistaradeildartitil liðsins í röð. Zidane þyrfti að fara út fyrir þægindarammann til að taka við Chelsea. Hefur aðeins þjálfað í spænsku höfuðborginni.Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Það var þá ekki síður óvænt þegar Zidane sneri aftur til liðsins sem þjálfari í mars 2018, rúmum níu mánuðum eftir afsögnina. Vann spænsku deildina og spænska ofurbikarinn eftir endurkomuna en sagði upp í annað sinn vorið 2021 eftir titlalaust tímabil.
Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira